Græna planið Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifa 2. júní 2020 17:00 Rétt í þessu var tillaga meirihlutans í borgarstjórn um Græna planið samþykkt á borgarstjórnarfundi. Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. Að fjárfestingar séu metnar út frá losun gróðurhúsalofttegunda og þær upplýsingar nýttar við forgangsröðun innviðauppbyggingar. Þannig tökum við upplýsta ákvörðun um að byggja upp kolefnishlutlausa borg. Við megum engan tíma missa því jafnrétti kynslóðanna er í húfi. Reykjavík er með þessu að taka forystu í loftslagsmálunum á Íslandi. Endurreisn landsins eftir heimsfaraldur kallar á viðbrögð yfirvalda. Svar okkar eru grænar áherslur og grænar ákvarðanir. Þær veita þá efnahagslegu viðspyrnu sem borgin og landið þarf á að halda. Í Græna planinu erum við erum að veita jarðvegi grænna og frjórra starfa næringu með grænni nýsköpun og að innleiða græna upplýsingatækni. Rafvæðing og nútímavæðing þjónustu sparar okkur sporin og gerir pappírsvinnslu óþarfa og dregur þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma erum við að skapa samkeppnishæfa borg. Því unga fólk vill ekki bara störf sem eru frek á náttúruauðlindir. Unga fólkið er menntaðasta kynslóð sem hefur byggt þetta land. Við þurfum að taka mið af því og beisla þá auðlind og þann kraft. Það þarf ekki alltaf að virkja fossa til þess að skapa orku og verðmæti. Við getum einfaldlega virkjað hugvitið. Það er vandasamt verk að leiða innviðauppbyggingu fyrir framtíðina. Framtíð sem við getum ekki séð fyrir að öllu leyti. Við þurfum að vera kvik, sveigjanleg og opin. Það er lykillinn að góðu nýsköpunarsamfélagi og það er lykillinn að framtíðinni. Til að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus borg verðum við einfaldlega að leita lausna í sameiningu. Stærstu áskoranir nútímans eru það flóknar að það verður að vinna saman að lausnum og er loftslagsvandinn kannski eitt besta dæmið. Þrátt fyrir nauðsyn sameiginlegs átaks er mikilvægt að halda til haga að það er á ábyrgð yfirvalda að upplýsa og fræða, að skipuleggja og fjárfesta, að byggja og breyta. Þegar kemur að umhverfismálum er ábyrgðin fyrst og fremst yfirvalda. Til að standast Parísarsáttmálann getum við ekki leyft okkur að krossleggja einfaldlega fingur og vona að allir borgarbúar geti keypt sér nýja Teslu eða að sjálfkeyrandi bílar leysi allan vanda. Við þurfum að skapa raunverulega valkosti fyrir borgarbúa. Það gerum við með því að setja aukinn kraft í uppbyggingu Borgarlínu, með því að gera ennþá fleiri hjólastíga, með því að endurhanna gatnamót og götur með gangandi og hjólandi í forgangi með grænum götum, auknum gróðri og með því að tengja saman græn svæði borgarinnar. Fyrir líffræðilegan fjölbreytileika með dýrum stórum og smáum. Við þurfum að taka stór og markviss skref í átt að kolefnishlutleysi. Tíminn er á þrotum. Nú er tími aðgerða. Höfundar eru Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Umhverfismál Skipulag Reykjavík Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Rétt í þessu var tillaga meirihlutans í borgarstjórn um Græna planið samþykkt á borgarstjórnarfundi. Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. Að fjárfestingar séu metnar út frá losun gróðurhúsalofttegunda og þær upplýsingar nýttar við forgangsröðun innviðauppbyggingar. Þannig tökum við upplýsta ákvörðun um að byggja upp kolefnishlutlausa borg. Við megum engan tíma missa því jafnrétti kynslóðanna er í húfi. Reykjavík er með þessu að taka forystu í loftslagsmálunum á Íslandi. Endurreisn landsins eftir heimsfaraldur kallar á viðbrögð yfirvalda. Svar okkar eru grænar áherslur og grænar ákvarðanir. Þær veita þá efnahagslegu viðspyrnu sem borgin og landið þarf á að halda. Í Græna planinu erum við erum að veita jarðvegi grænna og frjórra starfa næringu með grænni nýsköpun og að innleiða græna upplýsingatækni. Rafvæðing og nútímavæðing þjónustu sparar okkur sporin og gerir pappírsvinnslu óþarfa og dregur þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma erum við að skapa samkeppnishæfa borg. Því unga fólk vill ekki bara störf sem eru frek á náttúruauðlindir. Unga fólkið er menntaðasta kynslóð sem hefur byggt þetta land. Við þurfum að taka mið af því og beisla þá auðlind og þann kraft. Það þarf ekki alltaf að virkja fossa til þess að skapa orku og verðmæti. Við getum einfaldlega virkjað hugvitið. Það er vandasamt verk að leiða innviðauppbyggingu fyrir framtíðina. Framtíð sem við getum ekki séð fyrir að öllu leyti. Við þurfum að vera kvik, sveigjanleg og opin. Það er lykillinn að góðu nýsköpunarsamfélagi og það er lykillinn að framtíðinni. Til að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus borg verðum við einfaldlega að leita lausna í sameiningu. Stærstu áskoranir nútímans eru það flóknar að það verður að vinna saman að lausnum og er loftslagsvandinn kannski eitt besta dæmið. Þrátt fyrir nauðsyn sameiginlegs átaks er mikilvægt að halda til haga að það er á ábyrgð yfirvalda að upplýsa og fræða, að skipuleggja og fjárfesta, að byggja og breyta. Þegar kemur að umhverfismálum er ábyrgðin fyrst og fremst yfirvalda. Til að standast Parísarsáttmálann getum við ekki leyft okkur að krossleggja einfaldlega fingur og vona að allir borgarbúar geti keypt sér nýja Teslu eða að sjálfkeyrandi bílar leysi allan vanda. Við þurfum að skapa raunverulega valkosti fyrir borgarbúa. Það gerum við með því að setja aukinn kraft í uppbyggingu Borgarlínu, með því að gera ennþá fleiri hjólastíga, með því að endurhanna gatnamót og götur með gangandi og hjólandi í forgangi með grænum götum, auknum gróðri og með því að tengja saman græn svæði borgarinnar. Fyrir líffræðilegan fjölbreytileika með dýrum stórum og smáum. Við þurfum að taka stór og markviss skref í átt að kolefnishlutleysi. Tíminn er á þrotum. Nú er tími aðgerða. Höfundar eru Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar