Var á botni laugarinnar í sjö mínútur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2020 18:30 Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Stöð 2 Eldri karlmaður sem lést í sundlauginni á Selfoss í gær hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. Deildarstjóri hjá Árborg segir allt verða gert til að komast að því hvers vegna maðurinn var svo lengi í kafi. Um klukkan hálf ellefu í gærmorgun urðu tíu ára gamlir sundlaugargestir varir við 86 ára gamlan mann á botni innilaugarinnar. Mikill viðbúnaður fór þá af stað, byggingin var rýmd, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en dánarorsök liggur ekki enn fyrir. Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að maðurinn hafði legið á botni laugarinnar í um sjö mínútur áður en hann var dreginn upp úr. Gerðist á vaktaskiptaskiptatíma sundlaugarvarða „Það gerist eitthvað hjá honum sem gerir það að verkum að hann lendir undir vatni og síðan þegar það er skoðað kemur í ljós að hann er undir vatni í um sjö mínútur áður en hann er tekinn upp úr,“ segir Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Voru sundlaugarverðir ekki til taks þegar þetta átti sér stað? „Það er í rauninni þannig hjá okkur að við erum með fimm sundlaugarverði í húsinu hjá okkur og þeir skipta á hálftíma fresti og slysið er að gerast í kring um vaktaskipti. Hvort að og hvernig áhrif það hefur á málið er það sem við erum að skoða með heilbrigðiseftirlitinu og lögreglu. Bara hvað gerir það að verkum að hann í sjö mínútur í vatninu,“ segir Bragi. Ömurleg lífsreynsla Hann segir að það sé í algjörum forgangi að komast að því hvers vegna fór sem fór. „Þetta er ömurleg lífsreynsla sem maður óskar engum að lenda í og við viljum aldrei lenda í þessu aftur þannig við ætlum að gera allt sem við getum til að laga, ef það er eitthvað sem við getum lagað. Þannig að sundlaugin sé örugg. Við viljum hafa sundlaugina örugga þannig að fólki líði vel hjá okkur,“ segir Bragi. Börnin fengu áfallahjálp Málið hafi tekið mikið á starfsmenn og börnin sem fundu manninn. Mörg börn hafi orðið vitni að atvikinu en í gær máttu börn fædd árið 2010 fara í fyrsta skipti í sund án fylgdarmanns. Börnin fengu áfallahjálp. „Við unnum það strax með Rauða krossinum að hafa samband við þau. Við fengum viðbrögð frá foreldrunum því að þetta er lítið samfélag og við þekkjumst vel. Mörg þeirra komu til okkar aftur í gær og fengu upplýsingar og einhverjir fóru strax ofan í að leika sér sem er auðvitað mjög ánægjulegt því maður vill auðvitað ekki að þau séu í áfalli til lengri tíma,“ segir Bragi. Árborg Lögreglumál Sundlaugar Tengdar fréttir Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19 Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Eldri karlmaður sem lést í sundlauginni á Selfoss í gær hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. Deildarstjóri hjá Árborg segir allt verða gert til að komast að því hvers vegna maðurinn var svo lengi í kafi. Um klukkan hálf ellefu í gærmorgun urðu tíu ára gamlir sundlaugargestir varir við 86 ára gamlan mann á botni innilaugarinnar. Mikill viðbúnaður fór þá af stað, byggingin var rýmd, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en dánarorsök liggur ekki enn fyrir. Við skoðun á öryggismyndavélum kom í ljós að maðurinn hafði legið á botni laugarinnar í um sjö mínútur áður en hann var dreginn upp úr. Gerðist á vaktaskiptaskiptatíma sundlaugarvarða „Það gerist eitthvað hjá honum sem gerir það að verkum að hann lendir undir vatni og síðan þegar það er skoðað kemur í ljós að hann er undir vatni í um sjö mínútur áður en hann er tekinn upp úr,“ segir Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Voru sundlaugarverðir ekki til taks þegar þetta átti sér stað? „Það er í rauninni þannig hjá okkur að við erum með fimm sundlaugarverði í húsinu hjá okkur og þeir skipta á hálftíma fresti og slysið er að gerast í kring um vaktaskipti. Hvort að og hvernig áhrif það hefur á málið er það sem við erum að skoða með heilbrigðiseftirlitinu og lögreglu. Bara hvað gerir það að verkum að hann í sjö mínútur í vatninu,“ segir Bragi. Ömurleg lífsreynsla Hann segir að það sé í algjörum forgangi að komast að því hvers vegna fór sem fór. „Þetta er ömurleg lífsreynsla sem maður óskar engum að lenda í og við viljum aldrei lenda í þessu aftur þannig við ætlum að gera allt sem við getum til að laga, ef það er eitthvað sem við getum lagað. Þannig að sundlaugin sé örugg. Við viljum hafa sundlaugina örugga þannig að fólki líði vel hjá okkur,“ segir Bragi. Börnin fengu áfallahjálp Málið hafi tekið mikið á starfsmenn og börnin sem fundu manninn. Mörg börn hafi orðið vitni að atvikinu en í gær máttu börn fædd árið 2010 fara í fyrsta skipti í sund án fylgdarmanns. Börnin fengu áfallahjálp. „Við unnum það strax með Rauða krossinum að hafa samband við þau. Við fengum viðbrögð frá foreldrunum því að þetta er lítið samfélag og við þekkjumst vel. Mörg þeirra komu til okkar aftur í gær og fengu upplýsingar og einhverjir fóru strax ofan í að leika sér sem er auðvitað mjög ánægjulegt því maður vill auðvitað ekki að þau séu í áfalli til lengri tíma,“ segir Bragi.
Árborg Lögreglumál Sundlaugar Tengdar fréttir Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19 Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Karlmaður lést í Sundhöll Selfoss í morgun Eldri karlmaður lést við sundiðkun skömmu fyrir hádegi í dag. 1. júní 2020 15:19
Eldri maður slasaðist alvarlega í Sundhöll Selfoss Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. 1. júní 2020 12:30