Segja Mongús algjörlega breyttan Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2020 20:00 Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. Hann er þekktur í bænum fyrir að fara inn á heimili í óþökk annarra og hrella aðra ketti en nú er hann líklega breyttur köttur. Mongús hefur verið á vergang í Hveragerði i í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá og átti það til að hrella aðra ketti í bænum. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum sem hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús væri daglegur gestur hjá hjónum í bænum. „Það datt út einn og einn dagur og þá fór maður að hugsa hvort eitthvað hefði komið fyrir hann því þetta var nú svolítið áhættusamt líf hjá honum. Hann var um allan bæ hérna, við fréttum af honum um allan bæ,“ segir Ingibjörg Bjarnadóttir, nýr eigandi Mongúsar. Mongús var alræmdur í bænum og þekktu margir til hans. „Hann var að angra fólk. Fór inn í hús þar sem var opið og var kattamatur og fékk sér að eta en svo fór hann að merkja og það fylgir því svolítið leiðinleg lykt,“ segir Hörður Vignir Sigurðsson. Þá átti hann það til að ráðast á aðra ketti. Eftir að sjálfboðaliðar Villikatta náðu Mongúsi kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. Mongús var í fjórar vikur hjá Villiköttum þar sem feldurinn var kembdur oft á dag, gert var að sárum hans, hann geldur, bólusettur og ormahreinsaður. Hjónin ákváðu þá að taka Mongús að sér. Hann hafi komið til baka breyttur köttur, en áður hafði hann einungis komið inn til að borða og ekki viljað nokkur afskipti. „Þá gékk hann á milli lappirnar á manni og nuddaði sér upp við okkur. Þar sem við erum nú ekkert voðalega fótafim þá verðum við að passa okkur að hrynja ekki um hann,“ segja þau og hlægja. Mongús fékk að fara út í fyrsta sinn í dag eftir að hann flutti á nýja heimilið sitt og segja hjónin að tíminn verði að leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði. Dýr Hveragerði Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. Hann er þekktur í bænum fyrir að fara inn á heimili í óþökk annarra og hrella aðra ketti en nú er hann líklega breyttur köttur. Mongús hefur verið á vergang í Hveragerði i í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá og átti það til að hrella aðra ketti í bænum. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum sem hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús væri daglegur gestur hjá hjónum í bænum. „Það datt út einn og einn dagur og þá fór maður að hugsa hvort eitthvað hefði komið fyrir hann því þetta var nú svolítið áhættusamt líf hjá honum. Hann var um allan bæ hérna, við fréttum af honum um allan bæ,“ segir Ingibjörg Bjarnadóttir, nýr eigandi Mongúsar. Mongús var alræmdur í bænum og þekktu margir til hans. „Hann var að angra fólk. Fór inn í hús þar sem var opið og var kattamatur og fékk sér að eta en svo fór hann að merkja og það fylgir því svolítið leiðinleg lykt,“ segir Hörður Vignir Sigurðsson. Þá átti hann það til að ráðast á aðra ketti. Eftir að sjálfboðaliðar Villikatta náðu Mongúsi kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. Mongús var í fjórar vikur hjá Villiköttum þar sem feldurinn var kembdur oft á dag, gert var að sárum hans, hann geldur, bólusettur og ormahreinsaður. Hjónin ákváðu þá að taka Mongús að sér. Hann hafi komið til baka breyttur köttur, en áður hafði hann einungis komið inn til að borða og ekki viljað nokkur afskipti. „Þá gékk hann á milli lappirnar á manni og nuddaði sér upp við okkur. Þar sem við erum nú ekkert voðalega fótafim þá verðum við að passa okkur að hrynja ekki um hann,“ segja þau og hlægja. Mongús fékk að fara út í fyrsta sinn í dag eftir að hann flutti á nýja heimilið sitt og segja hjónin að tíminn verði að leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði.
Dýr Hveragerði Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira