Börn fædd 2005 eða síðar teljast ekki með á leikjunum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 14:30 Unga knattspyrnufólkið okkar getur mætt á alla fótboltaleiki í sumar án þess að það hafi áhrif á hámarksfjölda áhorfenda á leikjum. VÍSIR/VILHELM Börn sem eru fimmtán ára og yngri verða ekki talin með þegar félög mega aðeins hleypa ákveðnum fjölda áhorfenda inn á heimaleiki sína í sumar. Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni í dag að sambandið hafi nú fengið staðfestingu frá heilbrigðisyfirvöldum um að börn fædd 2005 og síðar verði ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki í sumar. Staðfesting hefur fengist frá heilbrigðisyfirvöldum að börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki.https://t.co/ZeLQFYPqbN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2020 Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna COVID-19 er hámarks áhorfendafjöldi á leiki á Íslandi tvö hundruð manns en inni í þeirri tölu eru aðeins fullorðnir og börn fædd 2005 og síðar teljast því ekki með. Unga knattspyrnufólkið á Íslandi getur því fjölmennt á alla leiki án þess að það hafi nein áhrif á fjölda þeirra áhorfenda sem eru leyfðir á leikjunum. Þess ber einnig að geta að tveir metrar skulu vera á milli þeirra hólfa sem sett eru upp á völlum. Félögin geta skipt áhorfendastúkum sínum upp í hólf sem hvert og eitt getur tekið tvö hundruð manns. Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar varðandi það. Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf - Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. - Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. - Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. - Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. - Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. - Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. - Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingareglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: „Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Börn sem eru fimmtán ára og yngri verða ekki talin með þegar félög mega aðeins hleypa ákveðnum fjölda áhorfenda inn á heimaleiki sína í sumar. Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni í dag að sambandið hafi nú fengið staðfestingu frá heilbrigðisyfirvöldum um að börn fædd 2005 og síðar verði ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki í sumar. Staðfesting hefur fengist frá heilbrigðisyfirvöldum að börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki.https://t.co/ZeLQFYPqbN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2020 Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna COVID-19 er hámarks áhorfendafjöldi á leiki á Íslandi tvö hundruð manns en inni í þeirri tölu eru aðeins fullorðnir og börn fædd 2005 og síðar teljast því ekki með. Unga knattspyrnufólkið á Íslandi getur því fjölmennt á alla leiki án þess að það hafi nein áhrif á fjölda þeirra áhorfenda sem eru leyfðir á leikjunum. Þess ber einnig að geta að tveir metrar skulu vera á milli þeirra hólfa sem sett eru upp á völlum. Félögin geta skipt áhorfendastúkum sínum upp í hólf sem hvert og eitt getur tekið tvö hundruð manns. Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar varðandi það. Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf - Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. - Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. - Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. - Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. - Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. - Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. - Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingareglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: „Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu.
Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf - Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. - Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. - Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. - Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. - Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. - Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. - Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingareglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: „Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira