Skilaboð Michael Jordan í hópi með þeim áhrifaríkustu að mati USA Today Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 12:30 Michael Jordan gaf yfirlýsinguna út á sunnudaginn síðasta. EPA/SHAWN THEW Bandaríski miðillinn USA Today safnaði saman nokkrum af áhrifmestu skilaboðunum sem íþróttafólk í landinu hefur sent frá sér eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir ómanneskjulega handtöku hvítra lögreglumanna. Bandarískt þjóðfélag hefur verið á öðrum endanum eftir að myndband birtist af því hvernig hvítur lögreglumaður lá með hnéð sitt ofan á hálsi hins óvopnaða George Floyd þar til að hann lést. Fyrstur á blaði er Michael Jordan sem er búinn að fá nóg af óréttlætinu sem blökkumenn þurfa að þola í Bandaríkjunum þrátt fyrir að árið sé 2020. Jordan er ekki vanur að tjá sig um þjóðfélagsmál eins og mikið var gert úr í Last Dance heimildarþáttunum og því vöktu skilaboð hans mikla athygli. „Ég finn fyrir sársauka allra, hneykslun þeirra og pirringi. Ég stend með þeim sem kalla eftir breytingum á kerfi þar sem kynþáttamisrétti og ofbeldi gagnvart lituðu fólki er rótgróið. Við erum búin að fá nóg,“ skrifaði Michael Jordan. Looking at some of the most powerful messages from athletes and coaches in the aftermath of George Floyd's death. pic.twitter.com/inonNhLe71— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 3, 2020 Sá næsti sem komst í hópinn með áhrifamestu skilaboðunum er NFL-leikstjórnandinn Russel Wilson sem sagði að bandaríska þjóðin geti ekki lengur látið sem ekkert séð því ástandið þurfi að breytast strax í dag. „Við getum ekki lengur látið sem svo að rasismi heyri sögunni til eða að hann hafi aldrei verið til. Ofbeldið gagnvart svörtu og lituðu fólki verður að hætta. Við þurfum breytingu strax í dag,“ skrifaði Russell Wilson. Þriðji í röðinni var Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs og einn allra besti leikmaður deildarinnar. „Ég vona að þjóðin geti lært af óréttlætinu sem við höfum orðið vitni að svo að þetta verði eins og í búningsklefanum þar sem allir eru viðurkenndir,“ skrifaði Patrick Mahomes. Aðrir sem eru teknir fyrir í samantekt USA Today eru bandaríski landsliðsþjálfarinn Gregg Popovich og nýliðinn Joe Burrow sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali NFL-deildarinnar. „Þetta er ekki pólitík. Þetta eru mannréttindi,“ skrifaði Joe Burrow meðal annars. Síðastur er síðan Colin Kaepernick sem fórnaði NFL-ferlinum sínum til að berjast fyrir réttindum blökkumanna og var í staðinn útskúfaður úr NFL-deildinni. Hans orð eru líka tekin fyrir þar sem hann segir að uppreisn fólksins séu einu rökréttu viðbrögðin. Dauði George Floyd NBA NFL Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Sjá meira
Bandaríski miðillinn USA Today safnaði saman nokkrum af áhrifmestu skilaboðunum sem íþróttafólk í landinu hefur sent frá sér eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir ómanneskjulega handtöku hvítra lögreglumanna. Bandarískt þjóðfélag hefur verið á öðrum endanum eftir að myndband birtist af því hvernig hvítur lögreglumaður lá með hnéð sitt ofan á hálsi hins óvopnaða George Floyd þar til að hann lést. Fyrstur á blaði er Michael Jordan sem er búinn að fá nóg af óréttlætinu sem blökkumenn þurfa að þola í Bandaríkjunum þrátt fyrir að árið sé 2020. Jordan er ekki vanur að tjá sig um þjóðfélagsmál eins og mikið var gert úr í Last Dance heimildarþáttunum og því vöktu skilaboð hans mikla athygli. „Ég finn fyrir sársauka allra, hneykslun þeirra og pirringi. Ég stend með þeim sem kalla eftir breytingum á kerfi þar sem kynþáttamisrétti og ofbeldi gagnvart lituðu fólki er rótgróið. Við erum búin að fá nóg,“ skrifaði Michael Jordan. Looking at some of the most powerful messages from athletes and coaches in the aftermath of George Floyd's death. pic.twitter.com/inonNhLe71— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 3, 2020 Sá næsti sem komst í hópinn með áhrifamestu skilaboðunum er NFL-leikstjórnandinn Russel Wilson sem sagði að bandaríska þjóðin geti ekki lengur látið sem ekkert séð því ástandið þurfi að breytast strax í dag. „Við getum ekki lengur látið sem svo að rasismi heyri sögunni til eða að hann hafi aldrei verið til. Ofbeldið gagnvart svörtu og lituðu fólki verður að hætta. Við þurfum breytingu strax í dag,“ skrifaði Russell Wilson. Þriðji í röðinni var Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs og einn allra besti leikmaður deildarinnar. „Ég vona að þjóðin geti lært af óréttlætinu sem við höfum orðið vitni að svo að þetta verði eins og í búningsklefanum þar sem allir eru viðurkenndir,“ skrifaði Patrick Mahomes. Aðrir sem eru teknir fyrir í samantekt USA Today eru bandaríski landsliðsþjálfarinn Gregg Popovich og nýliðinn Joe Burrow sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali NFL-deildarinnar. „Þetta er ekki pólitík. Þetta eru mannréttindi,“ skrifaði Joe Burrow meðal annars. Síðastur er síðan Colin Kaepernick sem fórnaði NFL-ferlinum sínum til að berjast fyrir réttindum blökkumanna og var í staðinn útskúfaður úr NFL-deildinni. Hans orð eru líka tekin fyrir þar sem hann segir að uppreisn fólksins séu einu rökréttu viðbrögðin.
Dauði George Floyd NBA NFL Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Sjá meira