Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 11:44 Bráðnunarvatn á Grænlandsjökli nærri Ilulissat á Vestur-Grænlandi í ágúst í fyrra. Mikil bráðnun varð á jöklinum í fyrra og hófst hún óvenjusnemma líkt og í ár. Vísir/Getty Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. Sérfræðingar óttast nú að mikil bráðnun eigi sér stað á Grænlandsjökli í sumar. Þeir vísa til bráðnunar snemma í vor, lítillar snjóþekju á sumum svæðum og möguleikanum á kröftugum háþrýstisvæðum sem oft fylgja hlýindi á norðurskautinu síðar í sumar. Veðurspár benda til þess að bráðnun á suðurhluta jökulsins þar sem hann stendur einna hæst verði jafnvel sú mesta frá því í byrjun júní árið 1950, að því er segir í frétt E&E News sem Scientific American endurbirtir á vefsíðu sinni. Miðað er við að bráðnunartímabil sé hafið á Grænlandsjökli þegar að minnsta kosti 5% ísbreiðunnar bráðnar í þrjá daga samfleytt. Í vor gerðist það 13. maí, tæplega tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sama tíma gekk hitabylgja yfir stóran hluta norðurskautsins. Skortur á snjó eykur líkurnar á því að bráðnun verði yfir meðaltali. Hvít fönnin endurvarpar sólarljósi og veldur þannig yfirborðskælingu. Þegar snjórinn hverfur drekkur yfirborðið í sig meiri varma frá sólinni sem getur hert á bráðnuninni. Veðurfar í sumar er þó enn stór óvissuþáttur í því hvernig bráðnun jökulsins vindur áfram. Síðasta sumar átti sérstaklega þaulsetin hæð yfir Grænlandi þátt í hröðustu bráðnun á jöklinum frá árinu 2012. Langtímaspár benda til þess að háþrýstisvæði verði fyrirferðarmikil í júlí. Judah Cohen, forstöðumaður hjá greiningarfyrirtækinu Atmospheric and Environmental Research, segir langtímaspárnar séu í samræmi við rannsóknir sem benda til þess að háþrýstisvæði verði algengari yfir Grænlandi, mögulega vegna áhrifa hnattrænnar hlýnunar á loftstrauma í lofthjúpi jarðar. Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. Sérfræðingar óttast nú að mikil bráðnun eigi sér stað á Grænlandsjökli í sumar. Þeir vísa til bráðnunar snemma í vor, lítillar snjóþekju á sumum svæðum og möguleikanum á kröftugum háþrýstisvæðum sem oft fylgja hlýindi á norðurskautinu síðar í sumar. Veðurspár benda til þess að bráðnun á suðurhluta jökulsins þar sem hann stendur einna hæst verði jafnvel sú mesta frá því í byrjun júní árið 1950, að því er segir í frétt E&E News sem Scientific American endurbirtir á vefsíðu sinni. Miðað er við að bráðnunartímabil sé hafið á Grænlandsjökli þegar að minnsta kosti 5% ísbreiðunnar bráðnar í þrjá daga samfleytt. Í vor gerðist það 13. maí, tæplega tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sama tíma gekk hitabylgja yfir stóran hluta norðurskautsins. Skortur á snjó eykur líkurnar á því að bráðnun verði yfir meðaltali. Hvít fönnin endurvarpar sólarljósi og veldur þannig yfirborðskælingu. Þegar snjórinn hverfur drekkur yfirborðið í sig meiri varma frá sólinni sem getur hert á bráðnuninni. Veðurfar í sumar er þó enn stór óvissuþáttur í því hvernig bráðnun jökulsins vindur áfram. Síðasta sumar átti sérstaklega þaulsetin hæð yfir Grænlandi þátt í hröðustu bráðnun á jöklinum frá árinu 2012. Langtímaspár benda til þess að háþrýstisvæði verði fyrirferðarmikil í júlí. Judah Cohen, forstöðumaður hjá greiningarfyrirtækinu Atmospheric and Environmental Research, segir langtímaspárnar séu í samræmi við rannsóknir sem benda til þess að háþrýstisvæði verði algengari yfir Grænlandi, mögulega vegna áhrifa hnattrænnar hlýnunar á loftstrauma í lofthjúpi jarðar.
Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31