Rúnar: Fengum bikar, héldum hreinu og hlupum meira en í síðustu tveimur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2020 22:00 Rúnar var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Rúnar var mjög sáttur með leik kvöldsins en KR sýndi svo sannarlega að þeir eru til alls líklegir í Pepsi Max deildinni í sumar með flottum 1-0 sigri á spræku liði Víkinga í uppgjöri Íslands- og bikarmeistaranna frá síðustu leiktíð. „Mér líður vel, við fengum bikar, unnum leikinn, héldum hreinu og hlupum meira en við vorum búnir að hlaupa í hinum leikjunum tveimur. Það var léttara yfir okkur, léttara yfir okkar leik og það er svona margt jákvætt í þessu,“ sagði Rúnar sigurreifur að leiks lokum. „Það er stígandi í liðinu síðan við gátum byrjað að æfa allir saman, þetta er búið að vera þungt. Eins og ég hef sagt áður erum við með eldra lið og við yngdum aðeins liðið núna, settum léttari fætur inn á og menn hlupu mikið og þeir sem eru eldri og hafa verið hægir í síðustu leikjum voru mun hraðari í dag og reikna með að þeir verði enn hraðari á laugardaginn næsta þegar Pepsi Max deildin fer af stað. Það er góður stígandi í þessu og þetta var jákvætt, gefur okkur sjálfstraust og trú. Við skorum eitt mark sem dugar okkur oft til að vinna leiki,“ sagði Rúnar um þá umræðu að KR-liðið væri að ströggla eftir tvo slaka æfingaleiki að undanförnu. „Við viljum skora fleiri mörk og vera með öruggari sigur en Víkingar áttu ekki mörg færi í þessum leik, þeir voru betri en við í síðari hálfleik og héldu boltanum mun meira en mér fannst við miklu betri fyrstu 30-35 mínúturnar þangað til við skorum 1-0. Síðan gáfum við aðeins eftir og þeir tóku sénsa í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar um sigurinn en þetta er þriðji leikurinn í röð sem KR vinnur Víking 1-0. „Þetta er gott lið, þeir spila góðan fótbolta og þetta eru ungir og ferskir strákar með góða boltameðferð, mikinn hraða og þú verður að virða það og ef við getum ekki farið hátt upp og pressað þá allan leikinn þá þurfum við að falla niður og verja það sem við höfum. Við þurfum kannski bara að bæta skyndisóknirnar því það var fullt af möguleikum að sækja hratt á þá þegar við unnum boltann í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar að lokum. KR-ingar fagna að leik loknum.Vísir/Haraldur Guðjónsson Fótbolti KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30 Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12 Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Rúnar var mjög sáttur með leik kvöldsins en KR sýndi svo sannarlega að þeir eru til alls líklegir í Pepsi Max deildinni í sumar með flottum 1-0 sigri á spræku liði Víkinga í uppgjöri Íslands- og bikarmeistaranna frá síðustu leiktíð. „Mér líður vel, við fengum bikar, unnum leikinn, héldum hreinu og hlupum meira en við vorum búnir að hlaupa í hinum leikjunum tveimur. Það var léttara yfir okkur, léttara yfir okkar leik og það er svona margt jákvætt í þessu,“ sagði Rúnar sigurreifur að leiks lokum. „Það er stígandi í liðinu síðan við gátum byrjað að æfa allir saman, þetta er búið að vera þungt. Eins og ég hef sagt áður erum við með eldra lið og við yngdum aðeins liðið núna, settum léttari fætur inn á og menn hlupu mikið og þeir sem eru eldri og hafa verið hægir í síðustu leikjum voru mun hraðari í dag og reikna með að þeir verði enn hraðari á laugardaginn næsta þegar Pepsi Max deildin fer af stað. Það er góður stígandi í þessu og þetta var jákvætt, gefur okkur sjálfstraust og trú. Við skorum eitt mark sem dugar okkur oft til að vinna leiki,“ sagði Rúnar um þá umræðu að KR-liðið væri að ströggla eftir tvo slaka æfingaleiki að undanförnu. „Við viljum skora fleiri mörk og vera með öruggari sigur en Víkingar áttu ekki mörg færi í þessum leik, þeir voru betri en við í síðari hálfleik og héldu boltanum mun meira en mér fannst við miklu betri fyrstu 30-35 mínúturnar þangað til við skorum 1-0. Síðan gáfum við aðeins eftir og þeir tóku sénsa í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar um sigurinn en þetta er þriðji leikurinn í röð sem KR vinnur Víking 1-0. „Þetta er gott lið, þeir spila góðan fótbolta og þetta eru ungir og ferskir strákar með góða boltameðferð, mikinn hraða og þú verður að virða það og ef við getum ekki farið hátt upp og pressað þá allan leikinn þá þurfum við að falla niður og verja það sem við höfum. Við þurfum kannski bara að bæta skyndisóknirnar því það var fullt af möguleikum að sækja hratt á þá þegar við unnum boltann í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar að lokum. KR-ingar fagna að leik loknum.Vísir/Haraldur Guðjónsson
Fótbolti KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30 Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12 Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30
Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12
Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45