Vélmenni hrista kokteila á Hafnartorgi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2020 20:00 Það eru ekki mennskir barþjónar heldur vélmenni sem hrista kokteila á nýjum stað sem var opnaður á Hafnartorgi nýverið. Það er fyrirtækið Glacierfire sem rekur staðinn sem er sá fyrsti sinnar tegundar hjá fyrirtækinu í Evrópu en stefnan er að opna fleiri staði víðar um álfuna. Eigendur fyrirtækisins eru frá Úganda og Suður Afríku en þeir opnuðu staðinn í samstarfi við íslenskan viðskiptafélaga í lok mars. Ríflega tveimur milljónum Bandaríkjadala hefur verið fjárfest í stofnkostnað en um 70% af starfsemi og þjónustu staðarins, sem ber nafnið Ice + Fries, þarfnast engra beinna mannlegra samskipta. Þegar pöntun hefur verið staðfest í sjálfsafgreiðsluvélum taka vélmenni við og hrista drykkina. Það tekur vélmennin Ragnar og Fróða eina til tvær mínútur að útbúa drykk, afgreiðslutíminn getur þó verið töluvert lengri þegar mikið er að gera. Einnig er hægt að panta mat en á næstunni stendur til að bjóða upp á nokkra rétti af þrívíddarprentuðum mat sem yrði þá í fyrsta sinn á Íslandi. Gervigreind sér þó ekki ein um alla vinnuna en átta manns eru í fullu starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi, átta til viðbótar eru í hlutastarfi og nokkrir í verktöku. Í samtali við fréttastofu segist eigandinn Priyesh Patel vera bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel, þótt tímasetning opnunarinnar hafi verið óvenjuleg í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hann hafi mikla trú á viðskiptalíkaninu en gervigreindin hjálpi til við að auka framleiðni. Matur Gervigreind Tækni Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Það eru ekki mennskir barþjónar heldur vélmenni sem hrista kokteila á nýjum stað sem var opnaður á Hafnartorgi nýverið. Það er fyrirtækið Glacierfire sem rekur staðinn sem er sá fyrsti sinnar tegundar hjá fyrirtækinu í Evrópu en stefnan er að opna fleiri staði víðar um álfuna. Eigendur fyrirtækisins eru frá Úganda og Suður Afríku en þeir opnuðu staðinn í samstarfi við íslenskan viðskiptafélaga í lok mars. Ríflega tveimur milljónum Bandaríkjadala hefur verið fjárfest í stofnkostnað en um 70% af starfsemi og þjónustu staðarins, sem ber nafnið Ice + Fries, þarfnast engra beinna mannlegra samskipta. Þegar pöntun hefur verið staðfest í sjálfsafgreiðsluvélum taka vélmenni við og hrista drykkina. Það tekur vélmennin Ragnar og Fróða eina til tvær mínútur að útbúa drykk, afgreiðslutíminn getur þó verið töluvert lengri þegar mikið er að gera. Einnig er hægt að panta mat en á næstunni stendur til að bjóða upp á nokkra rétti af þrívíddarprentuðum mat sem yrði þá í fyrsta sinn á Íslandi. Gervigreind sér þó ekki ein um alla vinnuna en átta manns eru í fullu starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi, átta til viðbótar eru í hlutastarfi og nokkrir í verktöku. Í samtali við fréttastofu segist eigandinn Priyesh Patel vera bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel, þótt tímasetning opnunarinnar hafi verið óvenjuleg í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hann hafi mikla trú á viðskiptalíkaninu en gervigreindin hjálpi til við að auka framleiðni.
Matur Gervigreind Tækni Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira