Nýr tónn sleginn Einar Sveinbjörnsson skrifar 12. júní 2020 08:00 Nú þegar frumvarp um menntasjóð námsmanna er orðið að lögum er rétt að rifja aðeins upp hve lán til námsmanna hafa skipt miklu fyrir framfarir og efnahagslegan uppgang. 1982 var gerð áhrifamikil breyting á Lánasjóði Íslenskra námsmanna og kennd var við Ingvar Gíslason sem þá var menntamálaráðherra. Framfærsla var hækkuð, lánshæft nám gert fjölbreyttara og endurgreiðslur betur tryggðar en áður. Með lögunum var jafnræði til verk- og háskólanáms aukið til muna. Þessi lagasetning útleysti hljóðláta byltingu samfélaginu. Næstu ár á eftir streymdu ungmenni til náms, ekki aðeins á Íslandi, heldur út um allan heim. Fjölmargir fóru til Norðurlandanna í allavegana grunn- og framhaldsnám, til Bandaríkjanna fóru hópar í markaðs- og viðskiptanám auk annars. Skólagjöld voru lánshæf. Tækni- hönnunar- og verkfræðinám varð líka vinsælt í hinu agaða Þýskalandi og segja má að Lánasjóðurinn hafi opnað allar dyr ungs fólks á níunda áratugnum. Flestir komu heim að loknu námi með fjölþætta þekkingu í farteskinu, reynslu frá ólíkum heimshlutum. Hér heima fjölgaði líka fólki sem sótti í nám, nýr Háskóli var stofnaður á Akureyri og Bifröst hóf nýtt blómaskeið. Fjölbreytni jókst við Háskóla Íslands eftir því sem stúdentum fjölgaði. Gera má að því skóna að menntabyltingin sem lánasjóðslögin frá 1982 skópu hafi átt ríkan þátt í framförum og efnahagslegum uppgangi sem hér varð í kjölfarið og náði hámarki um og upp úr aldamótum 2000. Fólk með ólíkan bakgrunn og menntun frá fjölda skóla um allan heim auðgaði samfélagið. Fjárfesting ríkisins með árlegum framlögum til LÍN skilaði sér á endanum margfalt til baka. En 1992 sló í bakseglin. Þá voru gerðar breytingar, lánareglur hertar, vextir hækkaðir á tímum verðbólgu og verðbóta. Ólafur G. Einarsson þáverandi menntamálaráðherra sagði í umræðum á þingi um ný lög: „ Lánin verða hins vegar dýrari og greiðast upp fyrr. ” Fyrst og fremst var hugsað um fjárhagsstöðu sjóðsins og nýju lögin drógu klárlega úr jafnræði til náms. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lagaumhverfinu síðan þá, hefur sá tónn sem þá var sleginn haldist að mestu. Nefnilega sá að nám feli einkum í sér ábata fyrir einstaklinginn, en síður samfélagið. Að nám sé fjárfesting sem sjálfkrafa bæti hag þess sem það stundar. Nú er svo komið að sífellt færri taka námslán sér og sínum til framfærslu og vilja þess í stað vinna með námi (sumarvinna þá undanskilin). Ekki ósvipað og var lenskan fyrir setningu laganna 1982. Það ákvæði í nýju lögunum um menntasjóð námsmanna sem líklegast er til að valda verulegum breytingum á umhverfi náms er 30% niðurfærsla höfuðstóls, sé náminu lokið á tilsettum tíma. Núverandi fyrirkomulag hampar frekar námsmönnum á miðjum aldri þar sem námslánið afskrifast þegar ákveðnum lífaldri er náð. Yngra fólk ber hins vegar skuldaklyfjar mest alla æfi. Í raun má líta á 30% niðurfellinguna sem fyrsta skrefið í því að námsmenn njóti styrks eða framfærslu á meðan á námi stendur í það minnsta eftir að tilskyldum árangri hefur verið náð. Afskrift við próflok nýtist því best ungu fólki sem á starfsævina alla fram undan. Gagnsemi þessara breytinga koma ekki fram fyrr en að 10 til 15 árum liðnum fyrir samfélagið, þó námsmenn sjái efnahagslegan afrakstur fyrr. Ég er viss um að nú líkt og 1982 muni efnahagurinn á landsvísu sjá merkjanlegan ávinning af því að fólki var auðveldað með framfærslu að stunda markvisst fjölbreytt og krefjandi nám án þess að verða um of háð tekjum af annarri vinnu samhliða. Lánasjóðsmálin eru ætíð í deiglunni og ýmis sjónarmið uppi eins og gengur. Stúdentar á hverjum tíma halda ráðamönnum eðlilega við efnið. En það þarf dug og seiglu til að koma í gegn breytingum í takt við þróun hugmynda og samfélags. Það er ekki tilviljun að í þau fáu skipti sem Framsókn hefur haldið um menntamálaráðuneytið í ríkisstjórn að það sé einmitt á þeirra vakt sem mestu breytingar til framfara verða í þessum efnum. Lilja Alfreðsdóttir vissi hvað þurfti að gera og fylgdi málinu alla leið og af þrautseigju sem eftir er tekið. Höfundur er fulltrúi menntamálaráherra í Háskólaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú þegar frumvarp um menntasjóð námsmanna er orðið að lögum er rétt að rifja aðeins upp hve lán til námsmanna hafa skipt miklu fyrir framfarir og efnahagslegan uppgang. 1982 var gerð áhrifamikil breyting á Lánasjóði Íslenskra námsmanna og kennd var við Ingvar Gíslason sem þá var menntamálaráðherra. Framfærsla var hækkuð, lánshæft nám gert fjölbreyttara og endurgreiðslur betur tryggðar en áður. Með lögunum var jafnræði til verk- og háskólanáms aukið til muna. Þessi lagasetning útleysti hljóðláta byltingu samfélaginu. Næstu ár á eftir streymdu ungmenni til náms, ekki aðeins á Íslandi, heldur út um allan heim. Fjölmargir fóru til Norðurlandanna í allavegana grunn- og framhaldsnám, til Bandaríkjanna fóru hópar í markaðs- og viðskiptanám auk annars. Skólagjöld voru lánshæf. Tækni- hönnunar- og verkfræðinám varð líka vinsælt í hinu agaða Þýskalandi og segja má að Lánasjóðurinn hafi opnað allar dyr ungs fólks á níunda áratugnum. Flestir komu heim að loknu námi með fjölþætta þekkingu í farteskinu, reynslu frá ólíkum heimshlutum. Hér heima fjölgaði líka fólki sem sótti í nám, nýr Háskóli var stofnaður á Akureyri og Bifröst hóf nýtt blómaskeið. Fjölbreytni jókst við Háskóla Íslands eftir því sem stúdentum fjölgaði. Gera má að því skóna að menntabyltingin sem lánasjóðslögin frá 1982 skópu hafi átt ríkan þátt í framförum og efnahagslegum uppgangi sem hér varð í kjölfarið og náði hámarki um og upp úr aldamótum 2000. Fólk með ólíkan bakgrunn og menntun frá fjölda skóla um allan heim auðgaði samfélagið. Fjárfesting ríkisins með árlegum framlögum til LÍN skilaði sér á endanum margfalt til baka. En 1992 sló í bakseglin. Þá voru gerðar breytingar, lánareglur hertar, vextir hækkaðir á tímum verðbólgu og verðbóta. Ólafur G. Einarsson þáverandi menntamálaráðherra sagði í umræðum á þingi um ný lög: „ Lánin verða hins vegar dýrari og greiðast upp fyrr. ” Fyrst og fremst var hugsað um fjárhagsstöðu sjóðsins og nýju lögin drógu klárlega úr jafnræði til náms. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lagaumhverfinu síðan þá, hefur sá tónn sem þá var sleginn haldist að mestu. Nefnilega sá að nám feli einkum í sér ábata fyrir einstaklinginn, en síður samfélagið. Að nám sé fjárfesting sem sjálfkrafa bæti hag þess sem það stundar. Nú er svo komið að sífellt færri taka námslán sér og sínum til framfærslu og vilja þess í stað vinna með námi (sumarvinna þá undanskilin). Ekki ósvipað og var lenskan fyrir setningu laganna 1982. Það ákvæði í nýju lögunum um menntasjóð námsmanna sem líklegast er til að valda verulegum breytingum á umhverfi náms er 30% niðurfærsla höfuðstóls, sé náminu lokið á tilsettum tíma. Núverandi fyrirkomulag hampar frekar námsmönnum á miðjum aldri þar sem námslánið afskrifast þegar ákveðnum lífaldri er náð. Yngra fólk ber hins vegar skuldaklyfjar mest alla æfi. Í raun má líta á 30% niðurfellinguna sem fyrsta skrefið í því að námsmenn njóti styrks eða framfærslu á meðan á námi stendur í það minnsta eftir að tilskyldum árangri hefur verið náð. Afskrift við próflok nýtist því best ungu fólki sem á starfsævina alla fram undan. Gagnsemi þessara breytinga koma ekki fram fyrr en að 10 til 15 árum liðnum fyrir samfélagið, þó námsmenn sjái efnahagslegan afrakstur fyrr. Ég er viss um að nú líkt og 1982 muni efnahagurinn á landsvísu sjá merkjanlegan ávinning af því að fólki var auðveldað með framfærslu að stunda markvisst fjölbreytt og krefjandi nám án þess að verða um of háð tekjum af annarri vinnu samhliða. Lánasjóðsmálin eru ætíð í deiglunni og ýmis sjónarmið uppi eins og gengur. Stúdentar á hverjum tíma halda ráðamönnum eðlilega við efnið. En það þarf dug og seiglu til að koma í gegn breytingum í takt við þróun hugmynda og samfélags. Það er ekki tilviljun að í þau fáu skipti sem Framsókn hefur haldið um menntamálaráðuneytið í ríkisstjórn að það sé einmitt á þeirra vakt sem mestu breytingar til framfara verða í þessum efnum. Lilja Alfreðsdóttir vissi hvað þurfti að gera og fylgdi málinu alla leið og af þrautseigju sem eftir er tekið. Höfundur er fulltrúi menntamálaráherra í Háskólaráði.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun