Afmælisgjöf hjúkrunarfræðingsins Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 13. júní 2020 11:00 Þau eru margvísleg tímamótin um þessar mundir sem tengjast hjúkrunarfræðingum, sum gleðileg, önnur ekki. Í dag klukkan 18:50 eru slétt fimm ár frá því að þáverandi ríkisstjórn ákvað að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga, sem rétt eins og nú, voru að berjast fyrir mannsæmandi kjörum. Þá voru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt. Ekki var hún falleg sú afmælisgjöf. Fimm árum síðar hefur ekkert breyst hjá hjúkrunarfræðingum sem enn berjast fyrir því að fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, sitja fund eftir fund með samninganefnd ríkisins og í fjölmiðlum hljómar sami söngur og þá frá sumum; hvort ekki þurfi bara að setja lög á hjúkrunarfræðinga. Gleymd er gríðarlega vinna hjúkrunarfræðinga í Covid-19 faraldrinum og þess í stað talað fjálglega um að ófaglærðir geti nú alveg sinnt sýnatöku þeirra fáu ferðamanna sem hingað koma. Hamrað er á því að ekki sé hægt að borga hjúkrunarfræðingum mannsæmandi laun vegna Lífskjarasamninga, á sama tíma og almenningur horfir upp á þingmenn, ráðherra og æðstu embættismenn þjóðarinnar þiggja tugprósenta launahækkanir. Og já, því er sífellt kastað út í umræðuna að hjúkrunarfræðingar geti alveg hækkað launin sín með því að vinna meiri aukavinnu. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar bara að vinna líka á kvöldin til að fá mannsæmandi laun þegar flestir aðrir sameinast við matarborðið með fjölskyldum sínum. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna um helgar til að eiga fyrir útgjöldum heimilisins þegar aðrar fjölskyldur fara út á land til að nýta ferðagjöf stjórnvalda. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna á hátíðisdögum til að ná öðrum háskólamenntuðum starfsstéttum í launum í stað þess að samfagna með ættingjum og vinum. Þess er svo minnst í ár að 200 ár eru frá fæðingu Florence Nightingale og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til að fylkja sér um hjúkrunarfræðinga og minnast mikilvægi starfa þeirra. Hvaða afmælisgjöf ætli hjúkrunarfræðingar fái þá í ár? Mannsæmandi laun eða sömu afmælisgjöf og fyrir fimm árum? Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Landspítalinn Verkföll 2020 Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þau eru margvísleg tímamótin um þessar mundir sem tengjast hjúkrunarfræðingum, sum gleðileg, önnur ekki. Í dag klukkan 18:50 eru slétt fimm ár frá því að þáverandi ríkisstjórn ákvað að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga, sem rétt eins og nú, voru að berjast fyrir mannsæmandi kjörum. Þá voru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt. Ekki var hún falleg sú afmælisgjöf. Fimm árum síðar hefur ekkert breyst hjá hjúkrunarfræðingum sem enn berjast fyrir því að fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, sitja fund eftir fund með samninganefnd ríkisins og í fjölmiðlum hljómar sami söngur og þá frá sumum; hvort ekki þurfi bara að setja lög á hjúkrunarfræðinga. Gleymd er gríðarlega vinna hjúkrunarfræðinga í Covid-19 faraldrinum og þess í stað talað fjálglega um að ófaglærðir geti nú alveg sinnt sýnatöku þeirra fáu ferðamanna sem hingað koma. Hamrað er á því að ekki sé hægt að borga hjúkrunarfræðingum mannsæmandi laun vegna Lífskjarasamninga, á sama tíma og almenningur horfir upp á þingmenn, ráðherra og æðstu embættismenn þjóðarinnar þiggja tugprósenta launahækkanir. Og já, því er sífellt kastað út í umræðuna að hjúkrunarfræðingar geti alveg hækkað launin sín með því að vinna meiri aukavinnu. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar bara að vinna líka á kvöldin til að fá mannsæmandi laun þegar flestir aðrir sameinast við matarborðið með fjölskyldum sínum. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna um helgar til að eiga fyrir útgjöldum heimilisins þegar aðrar fjölskyldur fara út á land til að nýta ferðagjöf stjórnvalda. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna á hátíðisdögum til að ná öðrum háskólamenntuðum starfsstéttum í launum í stað þess að samfagna með ættingjum og vinum. Þess er svo minnst í ár að 200 ár eru frá fæðingu Florence Nightingale og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til að fylkja sér um hjúkrunarfræðinga og minnast mikilvægi starfa þeirra. Hvaða afmælisgjöf ætli hjúkrunarfræðingar fái þá í ár? Mannsæmandi laun eða sömu afmælisgjöf og fyrir fimm árum? Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun