Reiði vegna viðtals um landamæraefirlitsbíl: „Ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka tvö þjóðerni“ Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 14:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Tryggvi Páll Landamæralit lögreglunnar beinist að öllum þjóðernum sem lögreglunni er skylt að hafa eftirlit með að sögn Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Mikil umræða hefur skapast um frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem fjallað var um eftirlitið og sérstaklega tilgreint eftirlit með Albönum og Rúmenum. Í fréttinni var farið yfir tilkomu sérhannaðs bíls sem sinnir landamæraeftirliti og hvernig hann verður nýttur. Þá kemur einnig fram að frá því að bíllinn hafi verið tekinn í notkun um miðjan maí hafi um það bil hundrað manns verið teknir til athugunar, en aðeins átta reyndust vera hér ólöglega. Halla segir lögregluþjóninn sem var til viðtals hafa talið upp fleiri ríki en þessi tvö hafi verið tekin sem dæmi. Þetta séu vissulega þjóðerni sem eftirlit er haft með en þau hafi „afskipti af miklu fleirum“. „Hann taldi upp fullt af þriðja ríkis borgurum en fréttamaðurinn velur að setja tvo sem dæmi, en það eru bara miklu fleiri sem eru í þessu innra eftirliti þótt það komi ekki fram í fréttinni. Það var ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka einhver tvö þjóðerni,“ segir Halla Bergþóra í samtali við Vísi. „Þetta er verkefni lögreglu, að hafa eftirlit með útlendingum, og þetta innra eftirlit er skylda okkar vegna Schengen-reglna. Þetta er hluti af því.“ Hún segir bílinn aðallega hugsaðan til þess að sinna landamæraeftirliti og auðvelda framkvæmdina. Nefnir hún þar til að mynda eftirlit á Reykjavíkurflugvelli og eftirlit með skemmtiferðaskipum, sem verði „aðalstarf“ bílsins. „Svo getur hann líka nýst í innra landamæraeftirliti. Þetta er bara samkvæmt Schengen-reglunum.“ „Afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga“ Umrædd frétt hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega orðalagið og það að fólk sé „tekið upp í bílinn“ til þess að athuga hvort það sé hér löglega. Þannig sé fólk valið eftir útliti sínu og þannig athugað hvort þau séu Íslendingar eða ekki, sem sé svokallað racial profiling. Í viðtalinu kemur einnig fram að ekki hafi verið unnt að senda fólk úr landi vegna kórónuveirufaraldursins, en við afléttingu ferðatakmarkana verði „hnippt í þá“ og þeim „ýtt út“. Djöfull er þetta viðbjóðslegt og afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga:„Ég vænti þess að við munum finna fleiri,“Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum.”„Þá hnippum við í þá og ýtum þeim út.“https://t.co/VD6Jlwiq8l— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) June 13, 2020 Það er svo ógeðslegt að skynja tilhlökkunina hjá lögreglu í þessari frétt. pic.twitter.com/B7ALolc1iH— Heiður Anna (@heiduranna) June 13, 2020 Þetta er svo ómanneskjulegt að mér blöskrar pic.twitter.com/2tLIM3bBef— Girl Boss Bríet (@thvengur) June 13, 2020 Þetta er fullkomlega eðlilegt. Engin tímaskekkja hér 😃 bara verið að framfylgja lögum. Vá muniði þegar löggan gerði tiktok dansinn 🤗 pic.twitter.com/rAVeBks5at— Jökull Baldursson (@jokullbald) June 13, 2020 Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum. Þá athugum við hvort þeir séu þeir sem þeir segjast vera,“ segir Jóhann. Sorry en er þetta ekki racial profiling?Viðbjóðurhttps://t.co/sHjV0nFOIH— AronKenobi (@aronkenobi) June 13, 2020 Hellað viðtal á RÚV við yfirmann hjá löggunni þar sem hann lýsir því óhugnanlega hreinskilnislega hvernig löggan dregur fólk í dilka eftir þjóðerni, stundar racial profiling, þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist https://t.co/DsDSEazhEk pic.twitter.com/Cm3YMiSL4N— Jóhann Páll (@JPJohannsson) June 13, 2020 Skil núna af hverju stjórnvöld voga sér ekki að gagnrýna BNA, við erum með eigin ICE https://t.co/4G1yBpBDIM— Isabel (@islandsbel) June 13, 2020 Alveg þokkalega ömurlegt að íslenska lögreglan™ sé að stunda virkilega gróft racial profiling, en á sama tíma þykjast vera á móti rasisma... https://t.co/4vCu5bLK7f— snorri🌹 (@thrahyggja) June 13, 2020 talandi um kerfisbundinn rasisma... https://t.co/fTxvjlEQBH— Eygló Hilmarsdóttir (@eyglohilmars) June 13, 2020 Lögreglan Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Landamæralit lögreglunnar beinist að öllum þjóðernum sem lögreglunni er skylt að hafa eftirlit með að sögn Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Mikil umræða hefur skapast um frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem fjallað var um eftirlitið og sérstaklega tilgreint eftirlit með Albönum og Rúmenum. Í fréttinni var farið yfir tilkomu sérhannaðs bíls sem sinnir landamæraeftirliti og hvernig hann verður nýttur. Þá kemur einnig fram að frá því að bíllinn hafi verið tekinn í notkun um miðjan maí hafi um það bil hundrað manns verið teknir til athugunar, en aðeins átta reyndust vera hér ólöglega. Halla segir lögregluþjóninn sem var til viðtals hafa talið upp fleiri ríki en þessi tvö hafi verið tekin sem dæmi. Þetta séu vissulega þjóðerni sem eftirlit er haft með en þau hafi „afskipti af miklu fleirum“. „Hann taldi upp fullt af þriðja ríkis borgurum en fréttamaðurinn velur að setja tvo sem dæmi, en það eru bara miklu fleiri sem eru í þessu innra eftirliti þótt það komi ekki fram í fréttinni. Það var ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka einhver tvö þjóðerni,“ segir Halla Bergþóra í samtali við Vísi. „Þetta er verkefni lögreglu, að hafa eftirlit með útlendingum, og þetta innra eftirlit er skylda okkar vegna Schengen-reglna. Þetta er hluti af því.“ Hún segir bílinn aðallega hugsaðan til þess að sinna landamæraeftirliti og auðvelda framkvæmdina. Nefnir hún þar til að mynda eftirlit á Reykjavíkurflugvelli og eftirlit með skemmtiferðaskipum, sem verði „aðalstarf“ bílsins. „Svo getur hann líka nýst í innra landamæraeftirliti. Þetta er bara samkvæmt Schengen-reglunum.“ „Afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga“ Umrædd frétt hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega orðalagið og það að fólk sé „tekið upp í bílinn“ til þess að athuga hvort það sé hér löglega. Þannig sé fólk valið eftir útliti sínu og þannig athugað hvort þau séu Íslendingar eða ekki, sem sé svokallað racial profiling. Í viðtalinu kemur einnig fram að ekki hafi verið unnt að senda fólk úr landi vegna kórónuveirufaraldursins, en við afléttingu ferðatakmarkana verði „hnippt í þá“ og þeim „ýtt út“. Djöfull er þetta viðbjóðslegt og afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga:„Ég vænti þess að við munum finna fleiri,“Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum.”„Þá hnippum við í þá og ýtum þeim út.“https://t.co/VD6Jlwiq8l— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) June 13, 2020 Það er svo ógeðslegt að skynja tilhlökkunina hjá lögreglu í þessari frétt. pic.twitter.com/B7ALolc1iH— Heiður Anna (@heiduranna) June 13, 2020 Þetta er svo ómanneskjulegt að mér blöskrar pic.twitter.com/2tLIM3bBef— Girl Boss Bríet (@thvengur) June 13, 2020 Þetta er fullkomlega eðlilegt. Engin tímaskekkja hér 😃 bara verið að framfylgja lögum. Vá muniði þegar löggan gerði tiktok dansinn 🤗 pic.twitter.com/rAVeBks5at— Jökull Baldursson (@jokullbald) June 13, 2020 Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum. Þá athugum við hvort þeir séu þeir sem þeir segjast vera,“ segir Jóhann. Sorry en er þetta ekki racial profiling?Viðbjóðurhttps://t.co/sHjV0nFOIH— AronKenobi (@aronkenobi) June 13, 2020 Hellað viðtal á RÚV við yfirmann hjá löggunni þar sem hann lýsir því óhugnanlega hreinskilnislega hvernig löggan dregur fólk í dilka eftir þjóðerni, stundar racial profiling, þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist https://t.co/DsDSEazhEk pic.twitter.com/Cm3YMiSL4N— Jóhann Páll (@JPJohannsson) June 13, 2020 Skil núna af hverju stjórnvöld voga sér ekki að gagnrýna BNA, við erum með eigin ICE https://t.co/4G1yBpBDIM— Isabel (@islandsbel) June 13, 2020 Alveg þokkalega ömurlegt að íslenska lögreglan™ sé að stunda virkilega gróft racial profiling, en á sama tíma þykjast vera á móti rasisma... https://t.co/4vCu5bLK7f— snorri🌹 (@thrahyggja) June 13, 2020 talandi um kerfisbundinn rasisma... https://t.co/fTxvjlEQBH— Eygló Hilmarsdóttir (@eyglohilmars) June 13, 2020
Lögreglan Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira