Reiði vegna viðtals um landamæraefirlitsbíl: „Ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka tvö þjóðerni“ Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 14:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Tryggvi Páll Landamæralit lögreglunnar beinist að öllum þjóðernum sem lögreglunni er skylt að hafa eftirlit með að sögn Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Mikil umræða hefur skapast um frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem fjallað var um eftirlitið og sérstaklega tilgreint eftirlit með Albönum og Rúmenum. Í fréttinni var farið yfir tilkomu sérhannaðs bíls sem sinnir landamæraeftirliti og hvernig hann verður nýttur. Þá kemur einnig fram að frá því að bíllinn hafi verið tekinn í notkun um miðjan maí hafi um það bil hundrað manns verið teknir til athugunar, en aðeins átta reyndust vera hér ólöglega. Halla segir lögregluþjóninn sem var til viðtals hafa talið upp fleiri ríki en þessi tvö hafi verið tekin sem dæmi. Þetta séu vissulega þjóðerni sem eftirlit er haft með en þau hafi „afskipti af miklu fleirum“. „Hann taldi upp fullt af þriðja ríkis borgurum en fréttamaðurinn velur að setja tvo sem dæmi, en það eru bara miklu fleiri sem eru í þessu innra eftirliti þótt það komi ekki fram í fréttinni. Það var ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka einhver tvö þjóðerni,“ segir Halla Bergþóra í samtali við Vísi. „Þetta er verkefni lögreglu, að hafa eftirlit með útlendingum, og þetta innra eftirlit er skylda okkar vegna Schengen-reglna. Þetta er hluti af því.“ Hún segir bílinn aðallega hugsaðan til þess að sinna landamæraeftirliti og auðvelda framkvæmdina. Nefnir hún þar til að mynda eftirlit á Reykjavíkurflugvelli og eftirlit með skemmtiferðaskipum, sem verði „aðalstarf“ bílsins. „Svo getur hann líka nýst í innra landamæraeftirliti. Þetta er bara samkvæmt Schengen-reglunum.“ „Afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga“ Umrædd frétt hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega orðalagið og það að fólk sé „tekið upp í bílinn“ til þess að athuga hvort það sé hér löglega. Þannig sé fólk valið eftir útliti sínu og þannig athugað hvort þau séu Íslendingar eða ekki, sem sé svokallað racial profiling. Í viðtalinu kemur einnig fram að ekki hafi verið unnt að senda fólk úr landi vegna kórónuveirufaraldursins, en við afléttingu ferðatakmarkana verði „hnippt í þá“ og þeim „ýtt út“. Djöfull er þetta viðbjóðslegt og afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga:„Ég vænti þess að við munum finna fleiri,“Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum.”„Þá hnippum við í þá og ýtum þeim út.“https://t.co/VD6Jlwiq8l— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) June 13, 2020 Það er svo ógeðslegt að skynja tilhlökkunina hjá lögreglu í þessari frétt. pic.twitter.com/B7ALolc1iH— Heiður Anna (@heiduranna) June 13, 2020 Þetta er svo ómanneskjulegt að mér blöskrar pic.twitter.com/2tLIM3bBef— Girl Boss Bríet (@thvengur) June 13, 2020 Þetta er fullkomlega eðlilegt. Engin tímaskekkja hér 😃 bara verið að framfylgja lögum. Vá muniði þegar löggan gerði tiktok dansinn 🤗 pic.twitter.com/rAVeBks5at— Jökull Baldursson (@jokullbald) June 13, 2020 Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum. Þá athugum við hvort þeir séu þeir sem þeir segjast vera,“ segir Jóhann. Sorry en er þetta ekki racial profiling?Viðbjóðurhttps://t.co/sHjV0nFOIH— AronKenobi (@aronkenobi) June 13, 2020 Hellað viðtal á RÚV við yfirmann hjá löggunni þar sem hann lýsir því óhugnanlega hreinskilnislega hvernig löggan dregur fólk í dilka eftir þjóðerni, stundar racial profiling, þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist https://t.co/DsDSEazhEk pic.twitter.com/Cm3YMiSL4N— Jóhann Páll (@JPJohannsson) June 13, 2020 Skil núna af hverju stjórnvöld voga sér ekki að gagnrýna BNA, við erum með eigin ICE https://t.co/4G1yBpBDIM— Isabel (@islandsbel) June 13, 2020 Alveg þokkalega ömurlegt að íslenska lögreglan™ sé að stunda virkilega gróft racial profiling, en á sama tíma þykjast vera á móti rasisma... https://t.co/4vCu5bLK7f— snorri🌹 (@thrahyggja) June 13, 2020 talandi um kerfisbundinn rasisma... https://t.co/fTxvjlEQBH— Eygló Hilmarsdóttir (@eyglohilmars) June 13, 2020 Lögreglan Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira
Landamæralit lögreglunnar beinist að öllum þjóðernum sem lögreglunni er skylt að hafa eftirlit með að sögn Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Mikil umræða hefur skapast um frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem fjallað var um eftirlitið og sérstaklega tilgreint eftirlit með Albönum og Rúmenum. Í fréttinni var farið yfir tilkomu sérhannaðs bíls sem sinnir landamæraeftirliti og hvernig hann verður nýttur. Þá kemur einnig fram að frá því að bíllinn hafi verið tekinn í notkun um miðjan maí hafi um það bil hundrað manns verið teknir til athugunar, en aðeins átta reyndust vera hér ólöglega. Halla segir lögregluþjóninn sem var til viðtals hafa talið upp fleiri ríki en þessi tvö hafi verið tekin sem dæmi. Þetta séu vissulega þjóðerni sem eftirlit er haft með en þau hafi „afskipti af miklu fleirum“. „Hann taldi upp fullt af þriðja ríkis borgurum en fréttamaðurinn velur að setja tvo sem dæmi, en það eru bara miklu fleiri sem eru í þessu innra eftirliti þótt það komi ekki fram í fréttinni. Það var ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka einhver tvö þjóðerni,“ segir Halla Bergþóra í samtali við Vísi. „Þetta er verkefni lögreglu, að hafa eftirlit með útlendingum, og þetta innra eftirlit er skylda okkar vegna Schengen-reglna. Þetta er hluti af því.“ Hún segir bílinn aðallega hugsaðan til þess að sinna landamæraeftirliti og auðvelda framkvæmdina. Nefnir hún þar til að mynda eftirlit á Reykjavíkurflugvelli og eftirlit með skemmtiferðaskipum, sem verði „aðalstarf“ bílsins. „Svo getur hann líka nýst í innra landamæraeftirliti. Þetta er bara samkvæmt Schengen-reglunum.“ „Afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga“ Umrædd frétt hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega orðalagið og það að fólk sé „tekið upp í bílinn“ til þess að athuga hvort það sé hér löglega. Þannig sé fólk valið eftir útliti sínu og þannig athugað hvort þau séu Íslendingar eða ekki, sem sé svokallað racial profiling. Í viðtalinu kemur einnig fram að ekki hafi verið unnt að senda fólk úr landi vegna kórónuveirufaraldursins, en við afléttingu ferðatakmarkana verði „hnippt í þá“ og þeim „ýtt út“. Djöfull er þetta viðbjóðslegt og afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga:„Ég vænti þess að við munum finna fleiri,“Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum.”„Þá hnippum við í þá og ýtum þeim út.“https://t.co/VD6Jlwiq8l— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) June 13, 2020 Það er svo ógeðslegt að skynja tilhlökkunina hjá lögreglu í þessari frétt. pic.twitter.com/B7ALolc1iH— Heiður Anna (@heiduranna) June 13, 2020 Þetta er svo ómanneskjulegt að mér blöskrar pic.twitter.com/2tLIM3bBef— Girl Boss Bríet (@thvengur) June 13, 2020 Þetta er fullkomlega eðlilegt. Engin tímaskekkja hér 😃 bara verið að framfylgja lögum. Vá muniði þegar löggan gerði tiktok dansinn 🤗 pic.twitter.com/rAVeBks5at— Jökull Baldursson (@jokullbald) June 13, 2020 Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum. Þá athugum við hvort þeir séu þeir sem þeir segjast vera,“ segir Jóhann. Sorry en er þetta ekki racial profiling?Viðbjóðurhttps://t.co/sHjV0nFOIH— AronKenobi (@aronkenobi) June 13, 2020 Hellað viðtal á RÚV við yfirmann hjá löggunni þar sem hann lýsir því óhugnanlega hreinskilnislega hvernig löggan dregur fólk í dilka eftir þjóðerni, stundar racial profiling, þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist https://t.co/DsDSEazhEk pic.twitter.com/Cm3YMiSL4N— Jóhann Páll (@JPJohannsson) June 13, 2020 Skil núna af hverju stjórnvöld voga sér ekki að gagnrýna BNA, við erum með eigin ICE https://t.co/4G1yBpBDIM— Isabel (@islandsbel) June 13, 2020 Alveg þokkalega ömurlegt að íslenska lögreglan™ sé að stunda virkilega gróft racial profiling, en á sama tíma þykjast vera á móti rasisma... https://t.co/4vCu5bLK7f— snorri🌹 (@thrahyggja) June 13, 2020 talandi um kerfisbundinn rasisma... https://t.co/fTxvjlEQBH— Eygló Hilmarsdóttir (@eyglohilmars) June 13, 2020
Lögreglan Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira