Gary Martin: Vitum hvað við erum góðir Ísak Hallmundarson skrifar 13. júní 2020 19:30 Gary Martin var í viðtali eftir leik Grindavíkur og ÍBV vísir/stöð 2 sport „Augljóslega viljum við fara eins langt og við getum í bikarnum en það er ekki efst á listanum, við ætlum okkur upp og fáum ekki þrjú stig fyrir þennan sigur. Ég er ánægður með góða byrjun á tímabilinu og lít á þetta sem góða upphitun fyrir næstu helgi,“ sagði Gary Martin eftir 5-1 sigurinn á Grindavík í Mjólkurbikarnum í dag. Eyjamenn höfðu töluverða yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og komust yfir strax eftir 55 sekúndur eftir nokkuð umdeilt mark. „Við unnum 5-1 og fólk mun gera mikið úr þessu, ég veit hvernig þetta er á Íslandi. Þetta var góð liðsframmistaða og gott að skora þrjú mörk. Þetta snýst um liðið og þú sérð í lokin að leikmennirnir sem eru að koma inná eru 16-19 ára gamlir.“ Flestir ef ekki allir sparkspekingar spá því að ÍBV fari beina leið aftur upp í Pepsi Max-deildina eftir að hafa fallið þaðan eftir síðustu leiktíð. Liðið er vel mannað og sýndu í dag að þeir eru ógnarsterkir. „Við vitum hvað við erum góðir þegar við spilum okkar leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við fyrir slakari liðum. Ef við náum okkar leik þá gerum við þetta. Við spiluðum æfingaleik við KA síðustu helgi og hefðum getað unnið 5-1. Það fór 1-1 og nýttum ekki færin. Í dag nýttum við færin og það er jákvætt.“ Hefur Gary áhyggjur af því að það verði erfitt að halda leikmönnum ÍBV á jörðinni í sumar? „Nei, það er ekki erfitt. Eina markmið okkar er að fara upp. Þetta þýðir ekkert, við unnum 5-1 en 2-1 hefði verið það sama. Við tökum þetta leik fyrir leik, ég hef leikið í næst efstu deild áður því ég gerði það þegar ég kom hingað fyrst fyrir 10 árum. Besta liðið fer yfirleitt upp og við erum líklega eitt besta liðið sem hefur verið í þessari deild.“ „Við erum með fagmenn í þessum hóp og við vitum að þetta var góð frammistaða og ekkert meira en það.“ ÍBV Mjólkurbikarinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Augljóslega viljum við fara eins langt og við getum í bikarnum en það er ekki efst á listanum, við ætlum okkur upp og fáum ekki þrjú stig fyrir þennan sigur. Ég er ánægður með góða byrjun á tímabilinu og lít á þetta sem góða upphitun fyrir næstu helgi,“ sagði Gary Martin eftir 5-1 sigurinn á Grindavík í Mjólkurbikarnum í dag. Eyjamenn höfðu töluverða yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og komust yfir strax eftir 55 sekúndur eftir nokkuð umdeilt mark. „Við unnum 5-1 og fólk mun gera mikið úr þessu, ég veit hvernig þetta er á Íslandi. Þetta var góð liðsframmistaða og gott að skora þrjú mörk. Þetta snýst um liðið og þú sérð í lokin að leikmennirnir sem eru að koma inná eru 16-19 ára gamlir.“ Flestir ef ekki allir sparkspekingar spá því að ÍBV fari beina leið aftur upp í Pepsi Max-deildina eftir að hafa fallið þaðan eftir síðustu leiktíð. Liðið er vel mannað og sýndu í dag að þeir eru ógnarsterkir. „Við vitum hvað við erum góðir þegar við spilum okkar leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við fyrir slakari liðum. Ef við náum okkar leik þá gerum við þetta. Við spiluðum æfingaleik við KA síðustu helgi og hefðum getað unnið 5-1. Það fór 1-1 og nýttum ekki færin. Í dag nýttum við færin og það er jákvætt.“ Hefur Gary áhyggjur af því að það verði erfitt að halda leikmönnum ÍBV á jörðinni í sumar? „Nei, það er ekki erfitt. Eina markmið okkar er að fara upp. Þetta þýðir ekkert, við unnum 5-1 en 2-1 hefði verið það sama. Við tökum þetta leik fyrir leik, ég hef leikið í næst efstu deild áður því ég gerði það þegar ég kom hingað fyrst fyrir 10 árum. Besta liðið fer yfirleitt upp og við erum líklega eitt besta liðið sem hefur verið í þessari deild.“ „Við erum með fagmenn í þessum hóp og við vitum að þetta var góð frammistaða og ekkert meira en það.“
ÍBV Mjólkurbikarinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira