Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 14:00 Arnar Þór (nr. 2) og Halldór Kristján (nr. 15) hefðu eflaust þegið þriðja miðvörðinn með sér í gær. Vísir/Daniel Thor Leikur Breiðabliks og Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla á Kópavogsvelli í gærkvöld var merkilegur fyrir margar sakir sem hafa verið ræddar í þaula. Óskar Hrafn Þorvaldsson – maðurinn sem er ein helsta ástæða þess að Grótta er yfir höfuð í efstu deild – er nú þjálfara Breiðabliks. Þá er Ágúst Gylfason nú þjálfari Gróttu en hann þjálfaði Blika þar áður. Leikurinn sjálfur var hálfgerð einstefna Blika frá upphafi til enda og áttu nýliðar Gróttu fá svör við frábærum leik heimamanna. Það sem vakti þó hvað helst athygli var sú staðreynd að bæði lið stilltu upp fjögurra manna varnarlínu og í raun einhverskonar afbrigði af 4-3-3 eða 4-2-3-1 leikkerfi. Í aðdraganda mótsins hefur mikið verið rætt og ritað um leikstíl Blika og mætti Óskar Hrafn til að mynda í hlaðvarpsþátt Hjörvar Hafliðasonar, Dr. Football, og ræddi þar dálæti sitt á þriggja manna varnarlínu. Raunar gaf Óskar það út að Blikar yrðu í þriggja manna línu en annað kom á daginn í gær. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Óskar Hrafn Þorvaldsson BREIÐABLIKI (1/6) Anton Ari Einarsson var á sínum stað í markinu – þó svo að hann hafi eflaust eytt meiri tíma fyrir utan vítateig sinn heldur en inn í honum. Þar fyrir framan voru þeir Andri Rafn Yeoman, Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic og Davíð Ingvarsson. Djúpur á miðju var svo Oliver Sigurjónsson. Þegar í ljós kom að Andri Rafn Yeoman – sem hefur undanfarin ár verið talinn einn af bestu miðjumönnum deildarinnar – væri í hægri bakverði þá grunaði blaðamanni að Andri yrði í því sem kalla mætti Pep Guardiola-hlutverki. Hér er átt við að Andri Rafn myndi þá stíga upp í miðjuna við hlið Oliver þegar liðið væri í sókn. Í stað þess var Andri líkt og rennilás á hægri vængnum. Hann lagði upp eitt af þremur mörkum Blika ásamt því að vera frábær varnarlega. „Við höfum daðrað við þessa leikaðferð í vetur og Andri Rafn gæti eflaust spilað í marki ef þess þyrft. Hann er ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur maður. Hann hélt Axel Sigurðarsyni niðri sem er ekki létt verk,“ sagði Óskar Hrafn að leik loknum um frammistöðu Andra í leiknum. Andri í baráttunni við Pétur Theodór, framherja Gróttu.Vísir/Daniel Thor Þá var Grótta líka líka með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu en Breiðablik á síðustu leiktíð spilaði nokkuð oft með þriggja manna línu undir stjórn Ágúst Gylfasonar og þá hafði Grótta leikið með þriggja manna varnarlínu í æfingaleik fyrir mót. Grótta stillti í raun upp þeim þremur leikmönnum sem væru að öllum líkindum í þriggja manna vörn liðsins en Bjarki Leósson hóf leik í stöðu vinstri bakvarðar frekar en í miðverði. Þá kom nokkuð á óvart að Kristófer Melsteð – sem er örvfættur – hóf leik í hægri bakverði. Þó Ágúst gæti mögulega viljað stilla upp í þriggja manna vörn gegn Val í næstu umferð þá verður að telja ólíklegt að það gerist þar sem Arnar Þór Helgason fékk tvö gul spjöld í gær og þar með rautt. Þá fékk Bjarki högg í fyrri hálfleik og var tekinn út af í hálfleik fyrir Ástbjörn Þórðarson sem fór í hægri bakvörðinn og Kristófer yfir í þann vinstri. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað Ágúst gerir í næsta leik ef Bjarki er ekki leikfær. Eitt lið hefur nú þegar stillt upp í þriggja miðvarða kerfi en það er KA sem tapaði 3-1 fyrir ÍA upp á Skaga. Þá er reiknað með því að Fjölnir leiki með þrjá miðverði er liðið mætir í Víkina og mætir Víking klukkan 18:00, að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla á Kópavogsvelli í gærkvöld var merkilegur fyrir margar sakir sem hafa verið ræddar í þaula. Óskar Hrafn Þorvaldsson – maðurinn sem er ein helsta ástæða þess að Grótta er yfir höfuð í efstu deild – er nú þjálfara Breiðabliks. Þá er Ágúst Gylfason nú þjálfari Gróttu en hann þjálfaði Blika þar áður. Leikurinn sjálfur var hálfgerð einstefna Blika frá upphafi til enda og áttu nýliðar Gróttu fá svör við frábærum leik heimamanna. Það sem vakti þó hvað helst athygli var sú staðreynd að bæði lið stilltu upp fjögurra manna varnarlínu og í raun einhverskonar afbrigði af 4-3-3 eða 4-2-3-1 leikkerfi. Í aðdraganda mótsins hefur mikið verið rætt og ritað um leikstíl Blika og mætti Óskar Hrafn til að mynda í hlaðvarpsþátt Hjörvar Hafliðasonar, Dr. Football, og ræddi þar dálæti sitt á þriggja manna varnarlínu. Raunar gaf Óskar það út að Blikar yrðu í þriggja manna línu en annað kom á daginn í gær. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Óskar Hrafn Þorvaldsson BREIÐABLIKI (1/6) Anton Ari Einarsson var á sínum stað í markinu – þó svo að hann hafi eflaust eytt meiri tíma fyrir utan vítateig sinn heldur en inn í honum. Þar fyrir framan voru þeir Andri Rafn Yeoman, Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic og Davíð Ingvarsson. Djúpur á miðju var svo Oliver Sigurjónsson. Þegar í ljós kom að Andri Rafn Yeoman – sem hefur undanfarin ár verið talinn einn af bestu miðjumönnum deildarinnar – væri í hægri bakverði þá grunaði blaðamanni að Andri yrði í því sem kalla mætti Pep Guardiola-hlutverki. Hér er átt við að Andri Rafn myndi þá stíga upp í miðjuna við hlið Oliver þegar liðið væri í sókn. Í stað þess var Andri líkt og rennilás á hægri vængnum. Hann lagði upp eitt af þremur mörkum Blika ásamt því að vera frábær varnarlega. „Við höfum daðrað við þessa leikaðferð í vetur og Andri Rafn gæti eflaust spilað í marki ef þess þyrft. Hann er ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur maður. Hann hélt Axel Sigurðarsyni niðri sem er ekki létt verk,“ sagði Óskar Hrafn að leik loknum um frammistöðu Andra í leiknum. Andri í baráttunni við Pétur Theodór, framherja Gróttu.Vísir/Daniel Thor Þá var Grótta líka líka með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu en Breiðablik á síðustu leiktíð spilaði nokkuð oft með þriggja manna línu undir stjórn Ágúst Gylfasonar og þá hafði Grótta leikið með þriggja manna varnarlínu í æfingaleik fyrir mót. Grótta stillti í raun upp þeim þremur leikmönnum sem væru að öllum líkindum í þriggja manna vörn liðsins en Bjarki Leósson hóf leik í stöðu vinstri bakvarðar frekar en í miðverði. Þá kom nokkuð á óvart að Kristófer Melsteð – sem er örvfættur – hóf leik í hægri bakverði. Þó Ágúst gæti mögulega viljað stilla upp í þriggja manna vörn gegn Val í næstu umferð þá verður að telja ólíklegt að það gerist þar sem Arnar Þór Helgason fékk tvö gul spjöld í gær og þar með rautt. Þá fékk Bjarki högg í fyrri hálfleik og var tekinn út af í hálfleik fyrir Ástbjörn Þórðarson sem fór í hægri bakvörðinn og Kristófer yfir í þann vinstri. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað Ágúst gerir í næsta leik ef Bjarki er ekki leikfær. Eitt lið hefur nú þegar stillt upp í þriggja miðvarða kerfi en það er KA sem tapaði 3-1 fyrir ÍA upp á Skaga. Þá er reiknað með því að Fjölnir leiki með þrjá miðverði er liðið mætir í Víkina og mætir Víking klukkan 18:00, að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05