„Ég þorði ekki að segja neinum, ég vildi það ekki“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Frosti Logason skrifa 22. júní 2020 20:01 Gísli Már Helgason Ólafsfirðingur og fimm barna faðir segir sögu sína en eftir röð áfalla flutti hann frá Íslandi og settist að í Svíþjóð. Stöð 2 Gísli Már Helgason er Ólafsfirðingur og fimm barna faðir sem hefur búið í Svíþjóð síðastliðin 23 ár. Hann flutti frá Íslandi eftir röð áfalla sem gerðu það að verkum að honum fannst sér ekki vært þar lengur og vildi komast burt í nýtt umhverfi. Hann var tólf ára gamall þegar faðir hans lést af slysförum þann 26. júlí árið 1988. Hann hafði þá farið á selveiðar á opnum Zodiak bát en lenti í miklu óveðri og sneri aldrei aftur úr þeirri ferð. Andlátið var Gísla mikið reiðarslag og segist hann í raun aldrei hafa náð að verða krakki aftur eftir það. Hann saknað föður síns og þráði alltaf að verða eins og hann. Árið 1993 þegar Gísli var 17 ára unglingur kynnist hann svo Þórhalli nokkrum Guðmundssyni, landsþekktum sjáanda sem sagðist geta komið honum í samband við látinn föður sinn. Fyrstu samskipti þeirra voru að sögn Gísla góð þar sem Þórhallur náði að sannfæra hann um getu sína til að spjalla við hina framliðnu og nokkrum mánuðum síðar rakst Gísli svo á hann fyrir tilviljun á vídeóleigu í Reykjavík. Vert er að vara lesendur við því að í fréttinni er að finna nokkuð grafískar lýsingar á kynferðismisnotkun og sjálfsvígstilraunum. Gísli Már var aðeins sautján ára gamall þegar hann kynntist Þórhalli miðli.Aðsend „Þar einmitt kemur hann og segir við mig að hann sé með skilaboð frá pabba,“ segir Gísli. Hann segir Þórhall hafa spurt sig hvort hann vildi koma og heyra þau. „Ég náttúrulega, eins og ég segi, fyrstu samskiptin voru góð. Ég trúði honum.“ Brotnaði alveg niður í kjölfarið „Mér er boðið heim til hans, það byrjar með því að við förum inn í herbergi sem hann er með inni í þessari íbúð og þar byrjar hann að tala um pabba og það sé gott ef ég slappa af. Fyrst sit ég niður og hann byrjar eitthvað að nudda mig svona og hann segir við mig: Þú ert eitthvað svo spenntur,“ lýsir Gísli. Að svo komnu sagði Þórhallur Gísla að til að losa spennuna úr líkama hans þyrfti hann að afklæðast og leggjast á nuddbekk svo hægt væri að nudda hann allan og opna þannig rásir svo pabbi hans ætti greiðari aðgang inn í rýmið Gísli var tólf ára gamall þegar faðir hans lést af slysförum við veiðar í miklu óveðri.Aðsend „Og ég trúi því. Og já, hann byrjar að [nudda] fyrst hérna uppi og hann talar um að „nú er pabbi þinn hérna við hliðina á þér,“ en hann segir ekkert að það séu bein skilaboð frá honum, það er bara „nú er hann að komast inn í herbergið hérna, hann stendur hérna en þú ert svo lokaður.“ Svo byrjar hann að fara niður hérna á brjóstkassann á mér,“ segir Gísli. „Svo er hann kominn með höndina á tittlinginn á mér. Fyrir utan á handklæðinu og þá heyri ég ekkert hvað hann segir. Þá er það ég sjálfur, ég fatta ekki alveg hvað ég á að gera. Ég finn að ég byrja að dofna allur í munninum og ég hugsa svo mikið: Gísli, þú ert líkamlega hraustur. Stattu upp og dreptu hann! Svo hugsa ég: Hvað á ég að gera ef ég drep hann? Hvað á ég að segja?“ „Svo fer hann með höndina alveg undir handklæðið og svo byrjar hann bara að fróa mér,“ segir Gísli. „Ég hugsaði að ég væri aumingi að láta hann gera svona.“ Hann segir að þetta hafi brotið sig alveg niður. „Gjörsamlega. Gjörsamlega. Og hann fróaði mér þangað til ég fékk sáðlát og svo var það búið.“ Gísli segist ekki muna hvað hafi gerst eftir það. Hann muni ekki hvað eða hvort Þórhallur hafi sagt eitthvað, hann muni bara eftir atburðinum sjálfum. „Honum er ég búinn að lifa með síðan ´93. Kom upp þegar ég stundaði kynlíf við konur, hann gat komið upp þegar ég var í vinnunni, í hausnum. Búinn að bera þessa, eins og mér fannst, þessa skömm með mér.“ Þorði ekki að tala um atburðinn Hann segist fyrst og fremst hafa fundið fyrir skömm eftir atburðinn. „Ég fer heim til kærustunnar minnar eftir þennan fund og segi að þetta var fínn fundur.“ Hann segist ekki hafa viljað segja nokkrum manni frá því sem átti sér þarna stað. Það skal tekið fram að föstudaginn 5. júní síðastliðinn staðfesti Landsréttur 18 mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli miðli Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn rúmlega tvítugum manni. Þórhallur var sakfelldur fyrir nauðgun, eftir að hafa brotið á unga manninum með nákvæmlega sama hætti og hann braut á Gísla fyrir 27 árum. Aðsend Gísli segist viss um það þegar hann lítur til baka að Þórhallur hafi gert svona áður. „Hann náði mér á sitt vald eins og hann hafi gert þetta áður. Hann stýrði mér þangað sem hann vildi að ég færi, svo að ég held það. Alveg örugglega.“ Gísli segist hafa gert eina tilraun til að segja vini sínum frá því hvernig Þórhallur hefði misnotað hann um það bil ári eftir atburðinn en sá hefði einfaldlega ekki trúað honum og eftir það hafi hann ekki þorað að nefna þetta við nokkurn mann. Gísli segist hafa upplifað atburðinn eins og hann hafi bara verið honum sjálfum að kenna. Í því hafi skömmin verið fólgin. „[Þetta var] bara mér að kenna. Ég var aðal töffarinn. Ég var góður á skíðum og það voru strákar sem litu upp til mín og ég einhvern vegin leit á þetta eins og þetta væri aumingjaskapur. Að ég gæti ekki staðið upp fyrir sjálfan mig. Ég þorði ekki að segja neinum. Ég vildi það ekki.“ Lá milli heims og helju í margar vikur Árið 2006 hafði Gísli sig loksins í það að segja föðursystur sinni, Ingu Sæland, formanni Flokks Fólksins frá misnotkuninni. Gísli er frænku sinni afar þakklátur fyrir þann stuðning sem hún veitti honum en hún tók málið föstum tökum og vildi hjálpa Gísla að fá lögmann og leggja fram kæru. Gísli segist þá hins vegar hafa brotnað aftur niður og treysti hann sér ekki til að halda áfram málið þar sem hann taldi víst að honum yrði aldrei trúað. Gísli ásamt eiginkonu sinni og barni þeirra.Aðsend Gísli kynntist núverandi eiginkonu sinni, Söru Helgason, árið 2011 og fékk frá henni þann stuðning sem hann þurfti til að ákveða að gera eitthvað í sínum málum. Hann safnaði í sig kjarki til að skrifa niður sögu sína og sendi hana ásamt kæru til lögreglu árið 2013. Gísli segir að Þórhallur hafi þá hvorki játað né neitað við yfirheyrslur en þá kom í ljós að málið var fyrnt og fór því ekki lengra. En áður en til þess kom hafði skömmin og vanlíðanin verið orðin Gísla svo þungbær að honum fannst hann ekki geta lifað lengur og ákvað hann þá að svipta sig lífi. „Ég var búinn að segja sjálfum mér að „ég er ekki neins virði og það besta fyrir alla er að ég hverfi af því að ég hef bara verið með vesen frá því að ég var krakki.“ Ég trúði ekki að neinn, ég átti tvö börn þá en sjálfsvirðing mín var orðin svo lítil að ég hélt að engum þætti vænt um mig. Best fyrir alla, að ég myndi bara drepa mig.“ „Ég hengdi mig. Já, ég hengdi mig bara. Ég tók hundaól, sem er svona hengingaról. Setti hana yfir eldhúshurðina, í hurðarhúninn og yfir. Svo fór ég upp á sófa og hoppaði bara niður.“ Á þessum tímapunkti var það lán Gísla að hann hafði hringt í vinkonu sína þennan dag sem hafði áhyggjur af velferð hans og kom hún ásamt annarri konu að heimili Gísla nokkrum mínútum eftir að hann hafði látið verða af sjálfsvígstilrauninni. Aðkoman að sögn vinkonu Gísla var hræðileg en hún hélt í fyrstu að allt væri um seinan þegar hún sá hann hangandi í snörunni. „Hún sagði mér að augun hefðu verið nánast úr hausnum á mér og tungan lafandi niður. Ég var náttúrulega búinn að pissa á mig og svo var ég alveg rennandi blautur af svita. Ég hef líklega verið að rembast á móti þegar ég hékk þarna. Þær tóku mig niður, hringdu á sjúkrabíl og hún byrjaði að hnoða mig,“ segir Gísli. Eftir endurlífgunartilraunir í nokkrar mínútur greindist loks eitthvað lífsmark með Gísla en hann var mjög illa farinn þegar komið var með hann sjúkrahús þar sem hann var settur á öndunarvél í lífshættulegu ástandi. „Það átti nú bara að halda mér gangandi þangað til móðir mín kom frá Danmörku af því að hún fékk að vita þetta strax og það átti bara að halda mér gangandi [svo hún gæti hvatt mig],“ segir Gísli. „Ég held meira að segja, ef ég hef skilið allt rétt, þá var byrjað að flagga í hálfa stöng heima í Ólafsfirði.“ Gísli var illa haldinn eftir að hann reyndi að svipta sig lífi. Hann var í fimm mánuði á sjúkrahúsi í endurhæfingu.Aðsend Eftir þetta var Gísla haldið sofandi í öndunarvél á milli heims og helju í nokkrar vikur á eftir. Lungun á honum voru fallin saman og honum vart hugað líf enda öll líkamsstarfsemi hans hætt og Gísli í raun og veru tæknilega látinn. En eftir 5 mánaða sjúkrahúslegu, aðgerðir á lungum og langa endurhæfingu tókst Gísla að komast aftur á lappirnar. Það var þó ekki fyrr enn nokkrum árum síðar þegar hann fór í áfengismeðferð og fékk í framhaldi af því viðeigandi áfallameðferð vegna kynferðismisnotkunar að Gísli fór að sjá ljósið á ný. Hann hefur nú verið edrú í þrjú ár og í raun aldrei liðið betur. Hann á glæsilegt heimili og gullfallega fjölskyldu og er gríðarlega þakklátur fyrir að fá að vera á lífi eftir allt það sem á undan er gengið. „Núna sé ég ekki Þórhall fyrir mér lengur í hausnum eins og ég gerði frá ´93 og þangað til 2017. Þá gat hann komið upp í hausnum á mér hvenær sem er. En núna er ég búinn að fyrirgefa sjálfum mér. Þetta var ekkert mér að kenna.“ Gísli hitti Þórhall aldrei aftur eftir þennan örlagaríka atburð og segist hann ekki einu sinni hafa viljað fara til Íslands. „Ég hef náð að drepa hann nokkrum sinnum í huganum og ég var eiginlega hræddur við sjálfan mig um að hitta hann af því að ég hef kannski ekki vitað hverjar afleiðingarnar hefðu orðið.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Ísland í dag Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir frænda sinn hafa reynt að svipta sig lífi eftir misnotkun Þórhalls Inga Sæland, Alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir bróðurson sinn hafa reynt að svipta sig lífi í kjölfar þess að hafa verið misnotaður af Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni. Inga hafði áður sagt frá meintri misnotkun Þórhalls á Facebook. 10. júní 2020 11:34 Inga Sæland segir ungan frænda sinn í sárum hafa lent í klóm Þórhalls miðils Sláandi frásögn formanns Flokks fólksins vekur óhug. 8. júní 2020 09:32 Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5. júní 2020 16:42 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Gísli Már Helgason er Ólafsfirðingur og fimm barna faðir sem hefur búið í Svíþjóð síðastliðin 23 ár. Hann flutti frá Íslandi eftir röð áfalla sem gerðu það að verkum að honum fannst sér ekki vært þar lengur og vildi komast burt í nýtt umhverfi. Hann var tólf ára gamall þegar faðir hans lést af slysförum þann 26. júlí árið 1988. Hann hafði þá farið á selveiðar á opnum Zodiak bát en lenti í miklu óveðri og sneri aldrei aftur úr þeirri ferð. Andlátið var Gísla mikið reiðarslag og segist hann í raun aldrei hafa náð að verða krakki aftur eftir það. Hann saknað föður síns og þráði alltaf að verða eins og hann. Árið 1993 þegar Gísli var 17 ára unglingur kynnist hann svo Þórhalli nokkrum Guðmundssyni, landsþekktum sjáanda sem sagðist geta komið honum í samband við látinn föður sinn. Fyrstu samskipti þeirra voru að sögn Gísla góð þar sem Þórhallur náði að sannfæra hann um getu sína til að spjalla við hina framliðnu og nokkrum mánuðum síðar rakst Gísli svo á hann fyrir tilviljun á vídeóleigu í Reykjavík. Vert er að vara lesendur við því að í fréttinni er að finna nokkuð grafískar lýsingar á kynferðismisnotkun og sjálfsvígstilraunum. Gísli Már var aðeins sautján ára gamall þegar hann kynntist Þórhalli miðli.Aðsend „Þar einmitt kemur hann og segir við mig að hann sé með skilaboð frá pabba,“ segir Gísli. Hann segir Þórhall hafa spurt sig hvort hann vildi koma og heyra þau. „Ég náttúrulega, eins og ég segi, fyrstu samskiptin voru góð. Ég trúði honum.“ Brotnaði alveg niður í kjölfarið „Mér er boðið heim til hans, það byrjar með því að við förum inn í herbergi sem hann er með inni í þessari íbúð og þar byrjar hann að tala um pabba og það sé gott ef ég slappa af. Fyrst sit ég niður og hann byrjar eitthvað að nudda mig svona og hann segir við mig: Þú ert eitthvað svo spenntur,“ lýsir Gísli. Að svo komnu sagði Þórhallur Gísla að til að losa spennuna úr líkama hans þyrfti hann að afklæðast og leggjast á nuddbekk svo hægt væri að nudda hann allan og opna þannig rásir svo pabbi hans ætti greiðari aðgang inn í rýmið Gísli var tólf ára gamall þegar faðir hans lést af slysförum við veiðar í miklu óveðri.Aðsend „Og ég trúi því. Og já, hann byrjar að [nudda] fyrst hérna uppi og hann talar um að „nú er pabbi þinn hérna við hliðina á þér,“ en hann segir ekkert að það séu bein skilaboð frá honum, það er bara „nú er hann að komast inn í herbergið hérna, hann stendur hérna en þú ert svo lokaður.“ Svo byrjar hann að fara niður hérna á brjóstkassann á mér,“ segir Gísli. „Svo er hann kominn með höndina á tittlinginn á mér. Fyrir utan á handklæðinu og þá heyri ég ekkert hvað hann segir. Þá er það ég sjálfur, ég fatta ekki alveg hvað ég á að gera. Ég finn að ég byrja að dofna allur í munninum og ég hugsa svo mikið: Gísli, þú ert líkamlega hraustur. Stattu upp og dreptu hann! Svo hugsa ég: Hvað á ég að gera ef ég drep hann? Hvað á ég að segja?“ „Svo fer hann með höndina alveg undir handklæðið og svo byrjar hann bara að fróa mér,“ segir Gísli. „Ég hugsaði að ég væri aumingi að láta hann gera svona.“ Hann segir að þetta hafi brotið sig alveg niður. „Gjörsamlega. Gjörsamlega. Og hann fróaði mér þangað til ég fékk sáðlát og svo var það búið.“ Gísli segist ekki muna hvað hafi gerst eftir það. Hann muni ekki hvað eða hvort Þórhallur hafi sagt eitthvað, hann muni bara eftir atburðinum sjálfum. „Honum er ég búinn að lifa með síðan ´93. Kom upp þegar ég stundaði kynlíf við konur, hann gat komið upp þegar ég var í vinnunni, í hausnum. Búinn að bera þessa, eins og mér fannst, þessa skömm með mér.“ Þorði ekki að tala um atburðinn Hann segist fyrst og fremst hafa fundið fyrir skömm eftir atburðinn. „Ég fer heim til kærustunnar minnar eftir þennan fund og segi að þetta var fínn fundur.“ Hann segist ekki hafa viljað segja nokkrum manni frá því sem átti sér þarna stað. Það skal tekið fram að föstudaginn 5. júní síðastliðinn staðfesti Landsréttur 18 mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli miðli Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn rúmlega tvítugum manni. Þórhallur var sakfelldur fyrir nauðgun, eftir að hafa brotið á unga manninum með nákvæmlega sama hætti og hann braut á Gísla fyrir 27 árum. Aðsend Gísli segist viss um það þegar hann lítur til baka að Þórhallur hafi gert svona áður. „Hann náði mér á sitt vald eins og hann hafi gert þetta áður. Hann stýrði mér þangað sem hann vildi að ég færi, svo að ég held það. Alveg örugglega.“ Gísli segist hafa gert eina tilraun til að segja vini sínum frá því hvernig Þórhallur hefði misnotað hann um það bil ári eftir atburðinn en sá hefði einfaldlega ekki trúað honum og eftir það hafi hann ekki þorað að nefna þetta við nokkurn mann. Gísli segist hafa upplifað atburðinn eins og hann hafi bara verið honum sjálfum að kenna. Í því hafi skömmin verið fólgin. „[Þetta var] bara mér að kenna. Ég var aðal töffarinn. Ég var góður á skíðum og það voru strákar sem litu upp til mín og ég einhvern vegin leit á þetta eins og þetta væri aumingjaskapur. Að ég gæti ekki staðið upp fyrir sjálfan mig. Ég þorði ekki að segja neinum. Ég vildi það ekki.“ Lá milli heims og helju í margar vikur Árið 2006 hafði Gísli sig loksins í það að segja föðursystur sinni, Ingu Sæland, formanni Flokks Fólksins frá misnotkuninni. Gísli er frænku sinni afar þakklátur fyrir þann stuðning sem hún veitti honum en hún tók málið föstum tökum og vildi hjálpa Gísla að fá lögmann og leggja fram kæru. Gísli segist þá hins vegar hafa brotnað aftur niður og treysti hann sér ekki til að halda áfram málið þar sem hann taldi víst að honum yrði aldrei trúað. Gísli ásamt eiginkonu sinni og barni þeirra.Aðsend Gísli kynntist núverandi eiginkonu sinni, Söru Helgason, árið 2011 og fékk frá henni þann stuðning sem hann þurfti til að ákveða að gera eitthvað í sínum málum. Hann safnaði í sig kjarki til að skrifa niður sögu sína og sendi hana ásamt kæru til lögreglu árið 2013. Gísli segir að Þórhallur hafi þá hvorki játað né neitað við yfirheyrslur en þá kom í ljós að málið var fyrnt og fór því ekki lengra. En áður en til þess kom hafði skömmin og vanlíðanin verið orðin Gísla svo þungbær að honum fannst hann ekki geta lifað lengur og ákvað hann þá að svipta sig lífi. „Ég var búinn að segja sjálfum mér að „ég er ekki neins virði og það besta fyrir alla er að ég hverfi af því að ég hef bara verið með vesen frá því að ég var krakki.“ Ég trúði ekki að neinn, ég átti tvö börn þá en sjálfsvirðing mín var orðin svo lítil að ég hélt að engum þætti vænt um mig. Best fyrir alla, að ég myndi bara drepa mig.“ „Ég hengdi mig. Já, ég hengdi mig bara. Ég tók hundaól, sem er svona hengingaról. Setti hana yfir eldhúshurðina, í hurðarhúninn og yfir. Svo fór ég upp á sófa og hoppaði bara niður.“ Á þessum tímapunkti var það lán Gísla að hann hafði hringt í vinkonu sína þennan dag sem hafði áhyggjur af velferð hans og kom hún ásamt annarri konu að heimili Gísla nokkrum mínútum eftir að hann hafði látið verða af sjálfsvígstilrauninni. Aðkoman að sögn vinkonu Gísla var hræðileg en hún hélt í fyrstu að allt væri um seinan þegar hún sá hann hangandi í snörunni. „Hún sagði mér að augun hefðu verið nánast úr hausnum á mér og tungan lafandi niður. Ég var náttúrulega búinn að pissa á mig og svo var ég alveg rennandi blautur af svita. Ég hef líklega verið að rembast á móti þegar ég hékk þarna. Þær tóku mig niður, hringdu á sjúkrabíl og hún byrjaði að hnoða mig,“ segir Gísli. Eftir endurlífgunartilraunir í nokkrar mínútur greindist loks eitthvað lífsmark með Gísla en hann var mjög illa farinn þegar komið var með hann sjúkrahús þar sem hann var settur á öndunarvél í lífshættulegu ástandi. „Það átti nú bara að halda mér gangandi þangað til móðir mín kom frá Danmörku af því að hún fékk að vita þetta strax og það átti bara að halda mér gangandi [svo hún gæti hvatt mig],“ segir Gísli. „Ég held meira að segja, ef ég hef skilið allt rétt, þá var byrjað að flagga í hálfa stöng heima í Ólafsfirði.“ Gísli var illa haldinn eftir að hann reyndi að svipta sig lífi. Hann var í fimm mánuði á sjúkrahúsi í endurhæfingu.Aðsend Eftir þetta var Gísla haldið sofandi í öndunarvél á milli heims og helju í nokkrar vikur á eftir. Lungun á honum voru fallin saman og honum vart hugað líf enda öll líkamsstarfsemi hans hætt og Gísli í raun og veru tæknilega látinn. En eftir 5 mánaða sjúkrahúslegu, aðgerðir á lungum og langa endurhæfingu tókst Gísla að komast aftur á lappirnar. Það var þó ekki fyrr enn nokkrum árum síðar þegar hann fór í áfengismeðferð og fékk í framhaldi af því viðeigandi áfallameðferð vegna kynferðismisnotkunar að Gísli fór að sjá ljósið á ný. Hann hefur nú verið edrú í þrjú ár og í raun aldrei liðið betur. Hann á glæsilegt heimili og gullfallega fjölskyldu og er gríðarlega þakklátur fyrir að fá að vera á lífi eftir allt það sem á undan er gengið. „Núna sé ég ekki Þórhall fyrir mér lengur í hausnum eins og ég gerði frá ´93 og þangað til 2017. Þá gat hann komið upp í hausnum á mér hvenær sem er. En núna er ég búinn að fyrirgefa sjálfum mér. Þetta var ekkert mér að kenna.“ Gísli hitti Þórhall aldrei aftur eftir þennan örlagaríka atburð og segist hann ekki einu sinni hafa viljað fara til Íslands. „Ég hef náð að drepa hann nokkrum sinnum í huganum og ég var eiginlega hræddur við sjálfan mig um að hitta hann af því að ég hef kannski ekki vitað hverjar afleiðingarnar hefðu orðið.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Ísland í dag Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir frænda sinn hafa reynt að svipta sig lífi eftir misnotkun Þórhalls Inga Sæland, Alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir bróðurson sinn hafa reynt að svipta sig lífi í kjölfar þess að hafa verið misnotaður af Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni. Inga hafði áður sagt frá meintri misnotkun Þórhalls á Facebook. 10. júní 2020 11:34 Inga Sæland segir ungan frænda sinn í sárum hafa lent í klóm Þórhalls miðils Sláandi frásögn formanns Flokks fólksins vekur óhug. 8. júní 2020 09:32 Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5. júní 2020 16:42 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Segir frænda sinn hafa reynt að svipta sig lífi eftir misnotkun Þórhalls Inga Sæland, Alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir bróðurson sinn hafa reynt að svipta sig lífi í kjölfar þess að hafa verið misnotaður af Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni. Inga hafði áður sagt frá meintri misnotkun Þórhalls á Facebook. 10. júní 2020 11:34
Inga Sæland segir ungan frænda sinn í sárum hafa lent í klóm Þórhalls miðils Sláandi frásögn formanns Flokks fólksins vekur óhug. 8. júní 2020 09:32
Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. 5. júní 2020 16:42