„Eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2020 11:30 Patrick leikur sér að varnarmönnum Vals um helgina. vísir/s2s Valur lenti í engum vandræðum með Gróttu um helgina er liðin mættust í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni sögðu Valsmenn hafa fengið alltof mikið pláss og tíma í leiknum. Grótta er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í frumraun sinni í efstu deild en liðið hefur fengið á sig sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum gegn Breiðabliki og Val. Sigurvin Ólafsson sér ekki hvernig Grótta á að fara að því að vinna leiki ef þeir lenda undir. „Maður sér bara ekki hvernig í fjandanum þeir eiga að koma til baka. Eins og staðan er núna þá sér maður þá ekki ná í stig nema að þeir skori fyrsta markið,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi Tómasson benti á plássið sem Valsararnir fengu um helgina en þeir fengu að spila boltanum léttilega á milli sín inni í vítateig Gróttu. „Sérðu allt plássið sem þeir hafa. Þeir eru með flesta fyrir allan boltann en þeir eru í reitabolti inn í teig. Það sem vantar hjá þeim er að vera nær mönnunum. Valsararnir höfðu þrjá til sjö metra til að vinna með og Vals-liðið er of gott til að þú gefir þeim þennan séns.“ Sigurvin sagði að þetta liti út eins og æfing fyrir Valsara á köflum og það vantaði bara að Heimir Guðjónsson fengi aðeins að stoppa og fara yfir nokkur atriði. „Þeir eru eins og keilur í þessum leik. Þegar Valsmenn eru að byggja upp sóknir þá vantaði stundum bara Heimi Guðjónsson og segja: Stopp. Og færi aðeins yfir sóknarleikinn í rólegheitunum.“ Tómas Ingi var ekki hrifinn af varnarlínu Gróttu. „Svo ertu með fjögurra manna vörn og tvo hafsenta. Patrick Pedersen, hann fékk bara alltaf boltann. Hvorugur þeirra stimplaði upp. Það gerðist ekki í leiknum. Þetta er eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki,“ sagði Tómas Ingi. Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um leik Vals og Gróttu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Grótta Valur Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Valur lenti í engum vandræðum með Gróttu um helgina er liðin mættust í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni sögðu Valsmenn hafa fengið alltof mikið pláss og tíma í leiknum. Grótta er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í frumraun sinni í efstu deild en liðið hefur fengið á sig sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum gegn Breiðabliki og Val. Sigurvin Ólafsson sér ekki hvernig Grótta á að fara að því að vinna leiki ef þeir lenda undir. „Maður sér bara ekki hvernig í fjandanum þeir eiga að koma til baka. Eins og staðan er núna þá sér maður þá ekki ná í stig nema að þeir skori fyrsta markið,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi Tómasson benti á plássið sem Valsararnir fengu um helgina en þeir fengu að spila boltanum léttilega á milli sín inni í vítateig Gróttu. „Sérðu allt plássið sem þeir hafa. Þeir eru með flesta fyrir allan boltann en þeir eru í reitabolti inn í teig. Það sem vantar hjá þeim er að vera nær mönnunum. Valsararnir höfðu þrjá til sjö metra til að vinna með og Vals-liðið er of gott til að þú gefir þeim þennan séns.“ Sigurvin sagði að þetta liti út eins og æfing fyrir Valsara á köflum og það vantaði bara að Heimir Guðjónsson fengi aðeins að stoppa og fara yfir nokkur atriði. „Þeir eru eins og keilur í þessum leik. Þegar Valsmenn eru að byggja upp sóknir þá vantaði stundum bara Heimi Guðjónsson og segja: Stopp. Og færi aðeins yfir sóknarleikinn í rólegheitunum.“ Tómas Ingi var ekki hrifinn af varnarlínu Gróttu. „Svo ertu með fjögurra manna vörn og tvo hafsenta. Patrick Pedersen, hann fékk bara alltaf boltann. Hvorugur þeirra stimplaði upp. Það gerðist ekki í leiknum. Þetta er eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki,“ sagði Tómas Ingi. Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um leik Vals og Gróttu
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Grótta Valur Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira