Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2020 19:05 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. „Við vitum að útbreiðslan er hvað mest í Bandaríkjunum, og hún er mikil í Brasilíu og á Indlandi, þannig ég held að við þurfum að vera mjög varkár. Ég myndi vera mjög áhyggjufullur yfir því ef við færum að opna á það," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Bandaríkjamenn hafa almennt ekki mátt ferðast til landa innan Schengen-svæðisins og nú virðist ekki útlit fyrir að það breytist þann 1. júlí þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð að hluta. Í umfjöllun New York Times í dag segir að Bandaríkin, Rússland og Brasilía séu ekki á drögum að lista yfir svokölluð örugg ríki sem opnað verður á. Dómsmálaráðherra segir listann í vinnslu, þetta sé þó líkleg niðurstaða. „Það er auðvitað líklegt miðað við fjölda smita þar núna og þróunina sem er í landinu," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir segir óljóst hvað þyrfti að breytast til að hann teldi öruggt að taka á móti bandarískum ferðamönnum. „Það eru margar þjóðir að reyna finna einhverja formúlu til að meta áhættuna á því að ferðamenn geti borið með sér veiruna frá ýmsum svæðum. Það eru mjög breytilegar forsendur sem menn eru að nota og ég get ekki séð að það sé mikið vit í þvi," segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Ekki útilokað að ganga lengra en önnur lönd Á upplýsingafundi almannavarna í dag kom fram að einungis tvö svokölluð virk smit hafa greinst í landamæraeftirliti á síðustu viku. Önnur hafa verið eldri smit þar sem einstaklingur er ekki lengur smitandi. Talið er líklegt að skimun verði að minnsta kosti haldið áfram til júlíloka. Dómsmálaráðherra hefur viðrað hugmyndir um að Ísland gangi lengra en önnur Schengen-ríki, sinni brottfarareftirliti hér á landi og hleypi þá til að mynda Bandaríkjamönnum til landsins Ríki innan Schengen hafa tekið illa í slíkar hugmyndir. Áslaug segir leiðina ekki útilokaða þrátt fyrir neikvæð viðbrögð. „Við þurfum alltaf að meta hagsmuni okkar í hvert sinn og við munum áfram gera það. Við höfum verið að fara þá leið að skima alla og erum þá ekki að gera upp á milli landa innan Schengen eins og mörg ríki eru að gera. Þannig við þurfum bara að gera þetta á okkar forsendum," segir Áslaug. Mikilvæg forsenda sé þó að Íslendingum verði jafnframt leyft að koma til Bandaríkjanna. „Gagnkvæmnin er ekki síður mikilvæg. En við höfum ekki fengið neinar vísbendingar frá Bandaríkjunum um hvað þau hyggjast gera og hver næstu skref verða þar," segir Áslaug. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/vilhelm Icelandair breytir Bandaríkjaflugi Icelandair hefur þurft að breyta flugáætlun sinni nú þegar útlit er fyrir að ekki sé von á bandarískum ferðamönnum. „Um miðjan júní vorum við með áætlun um að auka Bandaríkjaflugið talsvert frá 1. júlí en höfum nú dregið aftur úr því," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Félagið ætlaði að fljúga til sex áfangastaða í Bandaríkjunum. Nú verður einungis áfram flogið til Boston en Seattle þó bætt við. Hann segir það hafa verið viðbúið að breyta þyrfti áætlunum. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið hefur verið mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér. En við höfum gert ráð fyrir í okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í einhvern tíma," segir Bogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. „Við vitum að útbreiðslan er hvað mest í Bandaríkjunum, og hún er mikil í Brasilíu og á Indlandi, þannig ég held að við þurfum að vera mjög varkár. Ég myndi vera mjög áhyggjufullur yfir því ef við færum að opna á það," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Bandaríkjamenn hafa almennt ekki mátt ferðast til landa innan Schengen-svæðisins og nú virðist ekki útlit fyrir að það breytist þann 1. júlí þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð að hluta. Í umfjöllun New York Times í dag segir að Bandaríkin, Rússland og Brasilía séu ekki á drögum að lista yfir svokölluð örugg ríki sem opnað verður á. Dómsmálaráðherra segir listann í vinnslu, þetta sé þó líkleg niðurstaða. „Það er auðvitað líklegt miðað við fjölda smita þar núna og þróunina sem er í landinu," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir segir óljóst hvað þyrfti að breytast til að hann teldi öruggt að taka á móti bandarískum ferðamönnum. „Það eru margar þjóðir að reyna finna einhverja formúlu til að meta áhættuna á því að ferðamenn geti borið með sér veiruna frá ýmsum svæðum. Það eru mjög breytilegar forsendur sem menn eru að nota og ég get ekki séð að það sé mikið vit í þvi," segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Ekki útilokað að ganga lengra en önnur lönd Á upplýsingafundi almannavarna í dag kom fram að einungis tvö svokölluð virk smit hafa greinst í landamæraeftirliti á síðustu viku. Önnur hafa verið eldri smit þar sem einstaklingur er ekki lengur smitandi. Talið er líklegt að skimun verði að minnsta kosti haldið áfram til júlíloka. Dómsmálaráðherra hefur viðrað hugmyndir um að Ísland gangi lengra en önnur Schengen-ríki, sinni brottfarareftirliti hér á landi og hleypi þá til að mynda Bandaríkjamönnum til landsins Ríki innan Schengen hafa tekið illa í slíkar hugmyndir. Áslaug segir leiðina ekki útilokaða þrátt fyrir neikvæð viðbrögð. „Við þurfum alltaf að meta hagsmuni okkar í hvert sinn og við munum áfram gera það. Við höfum verið að fara þá leið að skima alla og erum þá ekki að gera upp á milli landa innan Schengen eins og mörg ríki eru að gera. Þannig við þurfum bara að gera þetta á okkar forsendum," segir Áslaug. Mikilvæg forsenda sé þó að Íslendingum verði jafnframt leyft að koma til Bandaríkjanna. „Gagnkvæmnin er ekki síður mikilvæg. En við höfum ekki fengið neinar vísbendingar frá Bandaríkjunum um hvað þau hyggjast gera og hver næstu skref verða þar," segir Áslaug. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/vilhelm Icelandair breytir Bandaríkjaflugi Icelandair hefur þurft að breyta flugáætlun sinni nú þegar útlit er fyrir að ekki sé von á bandarískum ferðamönnum. „Um miðjan júní vorum við með áætlun um að auka Bandaríkjaflugið talsvert frá 1. júlí en höfum nú dregið aftur úr því," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Félagið ætlaði að fljúga til sex áfangastaða í Bandaríkjunum. Nú verður einungis áfram flogið til Boston en Seattle þó bætt við. Hann segir það hafa verið viðbúið að breyta þyrfti áætlunum. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið hefur verið mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér. En við höfum gert ráð fyrir í okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í einhvern tíma," segir Bogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira