Fullyrðir að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungs hafi ekki kunnað reglurnar: „Fyrir mér er þetta lágpunktur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2020 09:00 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungar hafi ekki kunnað reglurnar hvað varðar skiptingar í leiknum. Undanfarin tímabil hefur liðum í 2. deild og neðar verið heimilt að skipta fimm leikmönnum inn á og stýra liðin hversu oft þau geta stöðvað leikinn til að gera skiptingarnar fimm. Fyrir tímabilið í ár var svo leyft í öllum keppnum að skipta fimm leikmönnum inn á - en einungis í þremur stoppum í Mjólkurbikarnum, Pepsi Max-deildunum og Lengjudeildunum. Mikael segir að hann hafi spurt dómara leiksins á laugardaginn, Gunnar Frey Róbertsson, sem og aðstoðardómara 1, Guðmund Ragnar Björnsson, um hvort hann mætti ekki örugglega stöðva leikinn fimm sinnum til að skipta inn á. Þeir brugðust ókváðir við og voru vissir um að það væri bara þrisvar. „Dómararnir í þeim leik, hvorki dómarinn né línuvörðurinn í Njarðvík - Völsungur vissi hvernig skiptingarnar virkuðu. Þeir vissu það ekki. Ég spurði línuvörðinn svona sjö sinnum og hann var orðinn vel pirraður á mér. Svo stoppaði leikurinn því það meiddist einhver, svo ég kallaði dómarann til mín, því ég virkilega þurfti að vita þetta upp á skiptingarnar mínar,“ sagði Mikael. „Ég var búinn með tvær skiptingar, einn leikmaður í hvort skipti og línuvörðurinn var harður á því að ég mætti bara taka eitt í viðbót. Þjálfarinn hjá Völsung, bekkurinn hjá þeim og ég vorum alveg harðir á því að það mætti taka fimm stopp. Línuvörðurinn var harður á því að það væru þrjú.“ Mikael segir að eftir mikið japl, jaml og fuður hafi dómari leiksins loksins ákveðið að koma til hans og sagt honum að hann væri alveg með reglurnar á hreinu. Annað átti eftir að koma í ljós. „Dómarinn var ekki að nenna að koma til mín en hann mætti. Ég spurði hann að við værum ekki alveg sammála línuvörðurinn hvernig það væri með stoppin. „Það eru bara þrjú stopp.“ Ég sagði: „Ertu viss?“ Þá svaraði hann: „Við erum dómararnir og erum með þetta 100% á hreinu. Slakaðu á,“ á dómarinn að hafa sagt við Mikael sem var ekki sáttur við þetta. „Það þýddi það að ég þurfti að breyta hjá mér skiptinginum í þessum leik. Sem betur fer hafði það ekki áhrif á úrslit leiksins. Þetta fyrir mér er lágpunktur. Mér er alveg sama að ég sé þjálfari Njarðvíkur og hvað sem það er. Að dómarar leiksins séu ekki með reglurnar á hreinu áður en leikurinn byrjar er ekki nógu gott og KSÍ ekki til hróss.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Agent Montejo, Vogamenn rændir og framtíð Arsenal Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungar hafi ekki kunnað reglurnar hvað varðar skiptingar í leiknum. Undanfarin tímabil hefur liðum í 2. deild og neðar verið heimilt að skipta fimm leikmönnum inn á og stýra liðin hversu oft þau geta stöðvað leikinn til að gera skiptingarnar fimm. Fyrir tímabilið í ár var svo leyft í öllum keppnum að skipta fimm leikmönnum inn á - en einungis í þremur stoppum í Mjólkurbikarnum, Pepsi Max-deildunum og Lengjudeildunum. Mikael segir að hann hafi spurt dómara leiksins á laugardaginn, Gunnar Frey Róbertsson, sem og aðstoðardómara 1, Guðmund Ragnar Björnsson, um hvort hann mætti ekki örugglega stöðva leikinn fimm sinnum til að skipta inn á. Þeir brugðust ókváðir við og voru vissir um að það væri bara þrisvar. „Dómararnir í þeim leik, hvorki dómarinn né línuvörðurinn í Njarðvík - Völsungur vissi hvernig skiptingarnar virkuðu. Þeir vissu það ekki. Ég spurði línuvörðinn svona sjö sinnum og hann var orðinn vel pirraður á mér. Svo stoppaði leikurinn því það meiddist einhver, svo ég kallaði dómarann til mín, því ég virkilega þurfti að vita þetta upp á skiptingarnar mínar,“ sagði Mikael. „Ég var búinn með tvær skiptingar, einn leikmaður í hvort skipti og línuvörðurinn var harður á því að ég mætti bara taka eitt í viðbót. Þjálfarinn hjá Völsung, bekkurinn hjá þeim og ég vorum alveg harðir á því að það mætti taka fimm stopp. Línuvörðurinn var harður á því að það væru þrjú.“ Mikael segir að eftir mikið japl, jaml og fuður hafi dómari leiksins loksins ákveðið að koma til hans og sagt honum að hann væri alveg með reglurnar á hreinu. Annað átti eftir að koma í ljós. „Dómarinn var ekki að nenna að koma til mín en hann mætti. Ég spurði hann að við værum ekki alveg sammála línuvörðurinn hvernig það væri með stoppin. „Það eru bara þrjú stopp.“ Ég sagði: „Ertu viss?“ Þá svaraði hann: „Við erum dómararnir og erum með þetta 100% á hreinu. Slakaðu á,“ á dómarinn að hafa sagt við Mikael sem var ekki sáttur við þetta. „Það þýddi það að ég þurfti að breyta hjá mér skiptinginum í þessum leik. Sem betur fer hafði það ekki áhrif á úrslit leiksins. Þetta fyrir mér er lágpunktur. Mér er alveg sama að ég sé þjálfari Njarðvíkur og hvað sem það er. Að dómarar leiksins séu ekki með reglurnar á hreinu áður en leikurinn byrjar er ekki nógu gott og KSÍ ekki til hróss.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Agent Montejo, Vogamenn rændir og framtíð Arsenal
Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira