Reginn vísar á bug fullyrðingum um óviðunandi ástand vallarins í Egilshöll Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 20:20 Úr leik í Egilshöll. vísir/andri Fasteignafélagið Reginn hefur vísað á bug fullyrðingum um að gervigrasið í Egilshöll uppfylli ekki kröfur eða að viðhaldi vallarins sé ekki sinnt með fullnægjandi hætti. KR-ingarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Emil Ásmundsson hafa báðir slitið krossband í hné í knattspyrnuleikjum í Egilshöll á þessu ári. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að félagið væri með til skoðunar hvort það ætti rétt á bótum frá Regin þar sem að ástand vallarins væri ekki viðunandi. Knatthöllin ehf., dótturfélag Regins, rekur Egilshöllina. Páll sagði að það væri mat KR-inga að Reginn hefði „vanrækt þá skyldu sína að sjá til þess að viðhald sé með þeim hætti að gervigrasið í Egilshöll uppfylli þau skilyrði að völlurinn sé hættulaus leikmönnum.“ Í yfirlýsingu sem Reginn sendi frá sér í dag er þeim fullyrðingum vísað á bug. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um gervigras í Egilshöll Vegna umfjöllunar um gervigras í Egilshöll nú í morgun vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd dótturfélags síns, Knatthallarinnar ehf. Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug. Hið sama kemur fram í yfirlýsingu sem KSÍ hefur sent frá sér. Þar segir að vallarleyfi Egilshallar gildi út árið 2021. Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd í febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ í mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur. Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út í mars 2020 og gildir út árið 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn. Íslenski boltinn KR KSÍ Reykjavík Tengdar fréttir Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. 25. júní 2020 09:30 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Fasteignafélagið Reginn hefur vísað á bug fullyrðingum um að gervigrasið í Egilshöll uppfylli ekki kröfur eða að viðhaldi vallarins sé ekki sinnt með fullnægjandi hætti. KR-ingarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Emil Ásmundsson hafa báðir slitið krossband í hné í knattspyrnuleikjum í Egilshöll á þessu ári. Í viðtali í Fréttablaðinu í dag sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að félagið væri með til skoðunar hvort það ætti rétt á bótum frá Regin þar sem að ástand vallarins væri ekki viðunandi. Knatthöllin ehf., dótturfélag Regins, rekur Egilshöllina. Páll sagði að það væri mat KR-inga að Reginn hefði „vanrækt þá skyldu sína að sjá til þess að viðhald sé með þeim hætti að gervigrasið í Egilshöll uppfylli þau skilyrði að völlurinn sé hættulaus leikmönnum.“ Í yfirlýsingu sem Reginn sendi frá sér í dag er þeim fullyrðingum vísað á bug. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um gervigras í Egilshöll Vegna umfjöllunar um gervigras í Egilshöll nú í morgun vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd dótturfélags síns, Knatthallarinnar ehf. Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug. Hið sama kemur fram í yfirlýsingu sem KSÍ hefur sent frá sér. Þar segir að vallarleyfi Egilshallar gildi út árið 2021. Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd í febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ í mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur. Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út í mars 2020 og gildir út árið 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn.
Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um gervigras í Egilshöll Vegna umfjöllunar um gervigras í Egilshöll nú í morgun vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd dótturfélags síns, Knatthallarinnar ehf. Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug.
Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri. Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd í febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ í mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur. Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út í mars 2020 og gildir út árið 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn.
Íslenski boltinn KR KSÍ Reykjavík Tengdar fréttir Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. 25. júní 2020 09:30 Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Íhuga að leita réttar síns gagnvart Regin eftir meiðsli tveggja leikmanna Knattspyrnudeild KR íhugar að leita réttar síns gagnvart fasteignafélaginu Regin eftir að annar leikmaður liðsins meiddist á gervigrasinu í Egilshöllinni fyrr í vikunni. Fréttablaðið greinir frá. 25. júní 2020 09:30
Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. 24. júní 2020 19:00