„Uppgjöfin var mér erfið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júní 2020 10:29 Jónína Ben gafst upp og fór í langtímameðferð í Krísuvík. Íþróttafræðingurinn og heilsu frumkvöðullinn Jónína Benediktsdóttir hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi. Jónína hefur alltaf verið opinská og hrein og bein og nú er hún nýkomin úr áfengismeðferð og ræddi við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jónína er nú flutt til Hveragerðis þar sem hún hefur hafið nýtt og betra líf og er glöð og hamingjusöm. Og Jónína er nú með heilsubótarnámskeið og detox á Hótel Örk í Hveragerði. Færri komust að en vildu á námskeiðið sem nú stendur yfir og verður því annað námskeið haldið 17. júlí. „Eftir alla mína reynslu að vinna með veiku fólki þá tengi ég sjúkdóma á svo marga hætti. Við erum andi með huga, sál og líkama. Það sem gerist svo oft hjá okkur að við vanrækjum einn þátt og ég vanrækti bara sjálfan mig, þessa sálrænu hluti sem er kvíði. Kvíðinn minn var orðinn þannig að ég gat ekki gengið, né sofið,“ segir Jónína og heldur áfram. „Ég var alltaf verkjuð en ég er gömul íþróttakona og líkami minn brást algjörlega. Ég gat ekki gert neitt af viti og þá fór ég að deyfa mig. Ég fór að deyfa mig með áfengi sem var alveg þvert gegn því sem ég hafði alltaf trúað. Ég var alltaf á móti áfengi og upplifði mikinn alkóhólisma í minni fjölskyldu og sá hvaða afleiðingar það hefur. Alkahólistinn er einn fullur í gleðivímu á meðan kannski hundrað manns eru í gleði og sorg heima. Alkahólistinn býr til mjög veikar fjölskyldur án þess að ráða við það.“ Svefnlyfin helsta vandamálið Hún segist hafa þróað með sér þennan sjúkdóm og hafi átt mjög erfitt með að viðurkenna það. „Uppgjöfin var mér erfið vegna þess að ég er svo sterk. Þegar maður er sterkur þá lyftir maður ekkert upp höndum og segist hafa gefist upp. En ég neyddist til þess að gera það og vá það var svo gott.“ Jónína segist hafa reynt að hætta sjálf. „Mitt aðalvandamál var í raun orðið svefnlyf. Í kvíðanum þurfti ég að sofa og að taka eina svefntöflu fór allt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að bæði svefnlyf og áfengi, þetta er bara olía á eld kvíðans. Þegar maður verður kvíðnari þá hættir allt að virka. Það virkar ekki áfengi, svefnlyfin hætta að virka og það virkar bara ekki neitt. Og meira segja Lindu buffið virkaði ekki til þess að róa okkur.“ Jónína var hætt að trúa því að hún gæti komist út úr þessu ástandi. Yðar allt af lífi í rólegheitunum á heilsunámskeiðum Jónínu Ben. „Ég var orðin rosalega lasin. Það vildu mér allir vel og fjölskyldan stóð öll með mér eins og klettar. Ég bara gafst upp og ákvað að fara í langtímameðferð á Krísuvík, þvert á það sem allir ráðlögðu mér. Það er ákveðið snobb í gangi þegar kemur að alkóhólisma og ég er bara ekki snobbuð og ég vildi bara fá langan tíma. Það var þvílíkt lán en fyrstu mánuðirnir voru gríðarlega erfiðir en ráðgjafarnir einstakir og allt fólk með reynslu sem hafði trú á mér þegar ég hafði það ekki sjálf. Fíknin er allt annað en vitsmunirnir og það biður enginn að verða veikur, það er alveg sama hvað það er. Ég mun aldrei sætta mig við það að vera veik og það er miklu meiri aumingjaskapur að gefast ekki upp, heldur en að gefast upp.“ Hún segist hafa ákveðið að stíga fram og segja sannleikann. Segi alltaf sannleikann „Ég er búin að temja mér að segja sannleikann, þó að ýmsir hafi sagt að ég væri alltaf að ljúga þegar ég er ekki að ljúga. Ég vildi segja satt frekar en að lesa um mig einhverjar lygasögur á forsíðum blaða. Í mörg ár voru ákveðin öfl sem unnu við það að níða mig niður því ég hef alltaf þótt hættuleg.“ Heilsubótameðferðir Jónínu hafa hjálpað mörgum. Í Hveragerði eru læknar eins og Haraldur Erlendsson og fleiri sérfræðingar sem vinna með Jónínu. Fyrsta heilsunámskeiðið á Hótel Örk var uppselt og skráðu sextíu manns sig. „Ég hef svona svipaða dagskrá og ég hef gert út í Póllandi. Það byrjar á morgnanna með gönguferðum, teygjum og djúpöndum og síðan er alltaf morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur á sama tíma og við erum með stafagöngu, sundleikfimi, jóga, nudd og snyrtistofu. Hér yðar allt af lífi, en í rólegheitum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Íþróttafræðingurinn og heilsu frumkvöðullinn Jónína Benediktsdóttir hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi. Jónína hefur alltaf verið opinská og hrein og bein og nú er hún nýkomin úr áfengismeðferð og ræddi við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jónína er nú flutt til Hveragerðis þar sem hún hefur hafið nýtt og betra líf og er glöð og hamingjusöm. Og Jónína er nú með heilsubótarnámskeið og detox á Hótel Örk í Hveragerði. Færri komust að en vildu á námskeiðið sem nú stendur yfir og verður því annað námskeið haldið 17. júlí. „Eftir alla mína reynslu að vinna með veiku fólki þá tengi ég sjúkdóma á svo marga hætti. Við erum andi með huga, sál og líkama. Það sem gerist svo oft hjá okkur að við vanrækjum einn þátt og ég vanrækti bara sjálfan mig, þessa sálrænu hluti sem er kvíði. Kvíðinn minn var orðinn þannig að ég gat ekki gengið, né sofið,“ segir Jónína og heldur áfram. „Ég var alltaf verkjuð en ég er gömul íþróttakona og líkami minn brást algjörlega. Ég gat ekki gert neitt af viti og þá fór ég að deyfa mig. Ég fór að deyfa mig með áfengi sem var alveg þvert gegn því sem ég hafði alltaf trúað. Ég var alltaf á móti áfengi og upplifði mikinn alkóhólisma í minni fjölskyldu og sá hvaða afleiðingar það hefur. Alkahólistinn er einn fullur í gleðivímu á meðan kannski hundrað manns eru í gleði og sorg heima. Alkahólistinn býr til mjög veikar fjölskyldur án þess að ráða við það.“ Svefnlyfin helsta vandamálið Hún segist hafa þróað með sér þennan sjúkdóm og hafi átt mjög erfitt með að viðurkenna það. „Uppgjöfin var mér erfið vegna þess að ég er svo sterk. Þegar maður er sterkur þá lyftir maður ekkert upp höndum og segist hafa gefist upp. En ég neyddist til þess að gera það og vá það var svo gott.“ Jónína segist hafa reynt að hætta sjálf. „Mitt aðalvandamál var í raun orðið svefnlyf. Í kvíðanum þurfti ég að sofa og að taka eina svefntöflu fór allt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að bæði svefnlyf og áfengi, þetta er bara olía á eld kvíðans. Þegar maður verður kvíðnari þá hættir allt að virka. Það virkar ekki áfengi, svefnlyfin hætta að virka og það virkar bara ekki neitt. Og meira segja Lindu buffið virkaði ekki til þess að róa okkur.“ Jónína var hætt að trúa því að hún gæti komist út úr þessu ástandi. Yðar allt af lífi í rólegheitunum á heilsunámskeiðum Jónínu Ben. „Ég var orðin rosalega lasin. Það vildu mér allir vel og fjölskyldan stóð öll með mér eins og klettar. Ég bara gafst upp og ákvað að fara í langtímameðferð á Krísuvík, þvert á það sem allir ráðlögðu mér. Það er ákveðið snobb í gangi þegar kemur að alkóhólisma og ég er bara ekki snobbuð og ég vildi bara fá langan tíma. Það var þvílíkt lán en fyrstu mánuðirnir voru gríðarlega erfiðir en ráðgjafarnir einstakir og allt fólk með reynslu sem hafði trú á mér þegar ég hafði það ekki sjálf. Fíknin er allt annað en vitsmunirnir og það biður enginn að verða veikur, það er alveg sama hvað það er. Ég mun aldrei sætta mig við það að vera veik og það er miklu meiri aumingjaskapur að gefast ekki upp, heldur en að gefast upp.“ Hún segist hafa ákveðið að stíga fram og segja sannleikann. Segi alltaf sannleikann „Ég er búin að temja mér að segja sannleikann, þó að ýmsir hafi sagt að ég væri alltaf að ljúga þegar ég er ekki að ljúga. Ég vildi segja satt frekar en að lesa um mig einhverjar lygasögur á forsíðum blaða. Í mörg ár voru ákveðin öfl sem unnu við það að níða mig niður því ég hef alltaf þótt hættuleg.“ Heilsubótameðferðir Jónínu hafa hjálpað mörgum. Í Hveragerði eru læknar eins og Haraldur Erlendsson og fleiri sérfræðingar sem vinna með Jónínu. Fyrsta heilsunámskeiðið á Hótel Örk var uppselt og skráðu sextíu manns sig. „Ég hef svona svipaða dagskrá og ég hef gert út í Póllandi. Það byrjar á morgnanna með gönguferðum, teygjum og djúpöndum og síðan er alltaf morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur á sama tíma og við erum með stafagöngu, sundleikfimi, jóga, nudd og snyrtistofu. Hér yðar allt af lífi, en í rólegheitum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið