Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. júní 2020 19:31 Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. Óljóst er hversu margir voru í húsinu öllu þegar eldurinn kom upp um klukkan þrjú í gær. Sex voru á efstu hæð hússins og komust fjórir þeirra út undan eldhafinu, sumir við illan leik. Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi og einn á gjörgæslu en viðkomandi féll út um glugga á þriðju hæð samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjórir voru fluttir á slysadeild og enn liggja tveir inni. Annar þeirra á gjörgæslu. Húsið er gjörónýtt og verður það rifið að lokinni rannsókn lögreglu. Eftirlitsmenn frá Húsnæðis- og mannvirkastofnun eru meðal þeirra sem skoðuðu vettvanginn í dag. Rannsókn þeirra beinist meðal annars að aðstæðum í húsinu. „Það lítur út fyrir að gerðar hafi verið breytingar á húsinu frá síðustu samþykktu teikningum. Að þarna hafi búið fleiri í húsinu, það er búið að stúka af fleiri herbergi og slíkt," segir Davíð S. Snorrasson, forstöðumaður brunamála hjá HMS. Davíð S. Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá HMS.visir/Baldur Ein flóttaleið Líkt og á fleiri eldri húsum var einungis ein flóttaleið til staðar. Davíð segir þessar ósamþykktu breytingar auka áhættu með tilliti til brunavarna. Heimilt er að loka húsnæði við þessar aðstæður. „Það er náttúrulega breytt forsenda á notkun íbúðarinnar og það búa þarna fleiri en annars. Það hefur áhrif á áhættuna." Húsið er í eigu félagsins HD verk og ekki hefur náðst í eiganda þess í dag. Yfir sjötíu manns eru skráðir þar til lögheimils. Talið er að flestir þeirra séu erlent verkafólk og hefur ASÍ krafist þes að málið verði rannsakað ítarlega. Að sögn lögmanns félagsins er um harmleik að ræða. Hann segir fyrirtækið fasteignafélag sem ekki hafi tengsl við starfsmannaleigu. Rauði krossinn útvegaði átta íbúum sem ekki áttu í önnur hús að venda gistingu í nótt og mun þeim bjóðast annað úrræði á næstunni. Til stendur að kalla félagsmálaráðherra fyrir velferðarnefnd eftir helgi til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Samkvæmt síðasta ársreikning HD verks eru fjögur önnur hús í eigu félagsins. Þar á meðal Dalvegur 24 sem slökkvilið gerði tillögu um að yrði lokað fyrr í mánuðinum þar sem íbúðir voru þar í leigu í óleyfi og brunavarnir mjög slæmar. Þrír voru handteknir vegna brunans. Tveimur var sleppt að lokinni skýrslutöku en einn sem var handtekinn við rússneska sendiráðið hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald. Hann var íbúi í húsinu og talið er að hann hafi valdið eldsvoðanum sem kom upp við vistarverur hans í húsinu að sögn lögreglu. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. Óljóst er hversu margir voru í húsinu öllu þegar eldurinn kom upp um klukkan þrjú í gær. Sex voru á efstu hæð hússins og komust fjórir þeirra út undan eldhafinu, sumir við illan leik. Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi og einn á gjörgæslu en viðkomandi féll út um glugga á þriðju hæð samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjórir voru fluttir á slysadeild og enn liggja tveir inni. Annar þeirra á gjörgæslu. Húsið er gjörónýtt og verður það rifið að lokinni rannsókn lögreglu. Eftirlitsmenn frá Húsnæðis- og mannvirkastofnun eru meðal þeirra sem skoðuðu vettvanginn í dag. Rannsókn þeirra beinist meðal annars að aðstæðum í húsinu. „Það lítur út fyrir að gerðar hafi verið breytingar á húsinu frá síðustu samþykktu teikningum. Að þarna hafi búið fleiri í húsinu, það er búið að stúka af fleiri herbergi og slíkt," segir Davíð S. Snorrasson, forstöðumaður brunamála hjá HMS. Davíð S. Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá HMS.visir/Baldur Ein flóttaleið Líkt og á fleiri eldri húsum var einungis ein flóttaleið til staðar. Davíð segir þessar ósamþykktu breytingar auka áhættu með tilliti til brunavarna. Heimilt er að loka húsnæði við þessar aðstæður. „Það er náttúrulega breytt forsenda á notkun íbúðarinnar og það búa þarna fleiri en annars. Það hefur áhrif á áhættuna." Húsið er í eigu félagsins HD verk og ekki hefur náðst í eiganda þess í dag. Yfir sjötíu manns eru skráðir þar til lögheimils. Talið er að flestir þeirra séu erlent verkafólk og hefur ASÍ krafist þes að málið verði rannsakað ítarlega. Að sögn lögmanns félagsins er um harmleik að ræða. Hann segir fyrirtækið fasteignafélag sem ekki hafi tengsl við starfsmannaleigu. Rauði krossinn útvegaði átta íbúum sem ekki áttu í önnur hús að venda gistingu í nótt og mun þeim bjóðast annað úrræði á næstunni. Til stendur að kalla félagsmálaráðherra fyrir velferðarnefnd eftir helgi til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Samkvæmt síðasta ársreikning HD verks eru fjögur önnur hús í eigu félagsins. Þar á meðal Dalvegur 24 sem slökkvilið gerði tillögu um að yrði lokað fyrr í mánuðinum þar sem íbúðir voru þar í leigu í óleyfi og brunavarnir mjög slæmar. Þrír voru handteknir vegna brunans. Tveimur var sleppt að lokinni skýrslutöku en einn sem var handtekinn við rússneska sendiráðið hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald. Hann var íbúi í húsinu og talið er að hann hafi valdið eldsvoðanum sem kom upp við vistarverur hans í húsinu að sögn lögreglu.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Fleiri fréttir Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Sjá meira