Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun á salerni skemmtistaðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 19:15 Landsréttur dæmdi í dag í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við þolanda og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Maðurinn, sem heitir Karol Szostek, dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða þolandanum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Suðurlands þann 12. júlí 2019 og skaut ríkissaksóknari málinu til Landsréttar þann 24. júlí síðastliðinn að ósk ákærða. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms nú í dag. Karol var sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. nóvember 2018 haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola á kvennasalerni á efri hæð skemmtistaðar. Hann hafi gert þetta án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum að hann hafi ýtt konunni inn á salernið henni að óvörum, rifið margsinnis og haldið í hár hennar, snúið henni, ýtt niður og haldið henni, tekið niður um hana buxurnar og sokkabuxur, stungið fingri í leggöng hennar og haft við hana samræði um leggöng, auk þess að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Hún hlaut af þessu mikla áverka og var hún meðal annars bólgin og aum yfir hægra kinnbeini, yfir hársverði frá ofanverðum hvirfli og aftur í hnakka, á hægri mjöðm, neðst á spjaldhrygg og í vöðvum aftan á hálsi. Þá kemur fram að sviðsstjóri rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hafi metið það svo að magn alkóhóls í blóði brotaþola hafi verið 2,8 til 2,9 prómill um það leiti sem brotið var framið. Áætlað er að alkóhól í blóði ákærða hafi verið á bilinu 2,2 til 2,3 prómill á sama tíma. Þá kemur fram að þegar alkóhól í blóði nálgast þrjú prómill geti ástandið verið þannig að fólk geti dáið áfengisdauða. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við þolanda og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Maðurinn, sem heitir Karol Szostek, dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða þolandanum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Suðurlands þann 12. júlí 2019 og skaut ríkissaksóknari málinu til Landsréttar þann 24. júlí síðastliðinn að ósk ákærða. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms nú í dag. Karol var sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. nóvember 2018 haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola á kvennasalerni á efri hæð skemmtistaðar. Hann hafi gert þetta án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum að hann hafi ýtt konunni inn á salernið henni að óvörum, rifið margsinnis og haldið í hár hennar, snúið henni, ýtt niður og haldið henni, tekið niður um hana buxurnar og sokkabuxur, stungið fingri í leggöng hennar og haft við hana samræði um leggöng, auk þess að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Hún hlaut af þessu mikla áverka og var hún meðal annars bólgin og aum yfir hægra kinnbeini, yfir hársverði frá ofanverðum hvirfli og aftur í hnakka, á hægri mjöðm, neðst á spjaldhrygg og í vöðvum aftan á hálsi. Þá kemur fram að sviðsstjóri rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hafi metið það svo að magn alkóhóls í blóði brotaþola hafi verið 2,8 til 2,9 prómill um það leiti sem brotið var framið. Áætlað er að alkóhól í blóði ákærða hafi verið á bilinu 2,2 til 2,3 prómill á sama tíma. Þá kemur fram að þegar alkóhól í blóði nálgast þrjú prómill geti ástandið verið þannig að fólk geti dáið áfengisdauða.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira