Héldu stuttmyndinni leyndri frá öllum vinum og héldu svo partý Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. júní 2020 16:00 Bandið XIX DEAD MONARCHS er að mestu skipað Íslendingum búsettum í Noregi. Aðsend mynd Um helgina var frumsýnd fyrsta íslenska metal stuttmyndin og er hún nú aðgengileg á Youtube. Myndin, sem á að gerast árið 2021, fjallar um heim þar sem vírus hefur þurrkað út nánast alla íbúa heimsins. Aðalpersóna myndarinnar er maður sem leitar svara við því hvaðan vírusinn kom og svörin standa ekki á sér. Myndina gerði bandið XIX DEAD MONARCHS, en fjórir af fimm meðlimum hljómsveitarinnar eru Íslendingar búsettir í Noregi. Myndin var frumsýnd í Osló um helgina. Einn af forsprökkum sveitarinnar, Gunnar V, er einnig er þekktur húðflúrlistamaður. Hann segir að þetta ferli hafi byrjað snemma á árinu og þróast hratt. „Ég hitti Kyle Chakour sem er frá Iowa í Bandaríkjunum. Hann hefur mikinn áhuga á metal og ég hef ekki gert metal síðan ég var í Nevolution fyrir ansi mörgum árum. Við ákváðum að hittast og búa til músík og áður en við vissum af þá vorum við komnir með plötu. Við ákváðum að halda þessu alveg leyndu fyrir öllum okkar vinum því okkur fannst það spennandi. Við létum prenta boli og límmiða með logoi og fórum að setja út um allt og settum plötuna á Spotify og náðum þar að komast inn á nokkra playlista og náðum smá momentum. Við héldum svo partý fyrir vini og vandamenn og sögðum þeim ekkert.“ Myndin var sýnd í kjallara á fínum pizzustað í Osló og fólkið sem mætti vissi ekkert hvað væri í gangi. Hljómsveitarmeðlimirnir mættu svo inn í búningunum úr myndinni með linsur í augunum. Aðsend mynd „Fólk vissi ekki hvað það átti að halda. Svo var myndinni varpað á stórt tjald og fólk var mjög hissa. Algengasta spurningin var „hvenær í ands.... gerðuð þið þetta“ og „hvernig höfðuð þið tíma í allt þetta?“ Þetta var virkilega gaman. Síðan þá hafa þrír sem voru á frumsýningunni gengið til liðs við bandið. Það eru þeir Ólafur Kiljan, Hreinn Logi Gunnarsson sem var einnig í Nevolution og Almar Snær Agnesarson. Þetta eru miklir meistarar og þetta hefur verið virkilega gaman. Við hvetjum fólk til að horfa á myndina og followa okkur á instagram! Það er margt spenandi framundan.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Um helgina var frumsýnd fyrsta íslenska metal stuttmyndin og er hún nú aðgengileg á Youtube. Myndin, sem á að gerast árið 2021, fjallar um heim þar sem vírus hefur þurrkað út nánast alla íbúa heimsins. Aðalpersóna myndarinnar er maður sem leitar svara við því hvaðan vírusinn kom og svörin standa ekki á sér. Myndina gerði bandið XIX DEAD MONARCHS, en fjórir af fimm meðlimum hljómsveitarinnar eru Íslendingar búsettir í Noregi. Myndin var frumsýnd í Osló um helgina. Einn af forsprökkum sveitarinnar, Gunnar V, er einnig er þekktur húðflúrlistamaður. Hann segir að þetta ferli hafi byrjað snemma á árinu og þróast hratt. „Ég hitti Kyle Chakour sem er frá Iowa í Bandaríkjunum. Hann hefur mikinn áhuga á metal og ég hef ekki gert metal síðan ég var í Nevolution fyrir ansi mörgum árum. Við ákváðum að hittast og búa til músík og áður en við vissum af þá vorum við komnir með plötu. Við ákváðum að halda þessu alveg leyndu fyrir öllum okkar vinum því okkur fannst það spennandi. Við létum prenta boli og límmiða með logoi og fórum að setja út um allt og settum plötuna á Spotify og náðum þar að komast inn á nokkra playlista og náðum smá momentum. Við héldum svo partý fyrir vini og vandamenn og sögðum þeim ekkert.“ Myndin var sýnd í kjallara á fínum pizzustað í Osló og fólkið sem mætti vissi ekkert hvað væri í gangi. Hljómsveitarmeðlimirnir mættu svo inn í búningunum úr myndinni með linsur í augunum. Aðsend mynd „Fólk vissi ekki hvað það átti að halda. Svo var myndinni varpað á stórt tjald og fólk var mjög hissa. Algengasta spurningin var „hvenær í ands.... gerðuð þið þetta“ og „hvernig höfðuð þið tíma í allt þetta?“ Þetta var virkilega gaman. Síðan þá hafa þrír sem voru á frumsýningunni gengið til liðs við bandið. Það eru þeir Ólafur Kiljan, Hreinn Logi Gunnarsson sem var einnig í Nevolution og Almar Snær Agnesarson. Þetta eru miklir meistarar og þetta hefur verið virkilega gaman. Við hvetjum fólk til að horfa á myndina og followa okkur á instagram! Það er margt spenandi framundan.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira