Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 12:01 Halldóra Mogensen er flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu fíkniefna. Málið er í takti við stefnu Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og stjórnarsáttmálann. Engu að síður telja margir að stjórnarliðar muni ekki greiða því atkvæði sitt. visir/vilhelm Augu margra verða á þingmönnum meirihlutans í dag, hvernig þeir haga atkvæðum sínum en þá verður kosið um frumvarp sem þingmenn flokka í minnihlutanum leggja fram um afglæpavæðingu vímuefna. Framsögumaður er Halldóra Mogensen en meðflutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Logi Einarsson, Helga Vala Helgadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Þorsteinn Víglundsson, Jón Steindór Valdimarsson og Guðmundur Ingi Kristinsson. Orðrómur um að meirihlutinn gangi úr skaftinu Fyrir utan hið efnislega er þetta athyglisvert í flokkspólitísku samhengi, hvort flokkslínur á annarlegum forsendum ráði. Bæði Sjálfstæðisflokkur og VG hafa haft þetta mál á stefnuskrá sinni og þá er um þetta kveðið sérstaklega í stefnuskrá ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur: „Snúa þarf af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Tryggja þarf fíklum viðunandi meðferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og heilbrigðiskerfis,“ segir í stjórnarsáttmálanum. Samkvæmt heimildum Vísis er þó uppi orðrómur um að stjórnarþingmenn hafi fengið tilskipun frá flokksráðum að greiða atkvæði gegn frumvarpinu; sú sé flokkslínan. Þó frumvarpið sé í dúr og moll við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar. Unnar Þór heitir maður sem hefur látið málið til sín taka á Twitter. Hann telur frumvarpið mikla bót, geti hreinlega reynst lífsbjörg fyrir marga þá sem eiga við fíkinefnavanda að etja og biðlar til þingmanna að veita því brautargengi. En hann er ekki bjartsýnn eftir að hafa sett sig í samband við þingheim og greinir frá því að svörin sem hann fái séu torkennileg. 4/ Þegar ég byrjaði símtölin í dag var ég vongóður og trúði því innilega að þingmenn meirihlutans myndu leggja pólitíkina til hliðar og gera það sem rétt er. En þegar leið á fór ég að taka eftir mynstri, svörin voru öll á sömu leið;— Unnar þór (@Unnarth) June 28, 2020 Vísir ræddi við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata. Hann segir það rétt, að frekar sé gert ráð fyrir því en hitt, meðal þingmanna sem styðja málið að meirihlutinn muni leggjast gegn því. Þrátt fyrir að það sé í samræmi við stefnu flokkanna og stjórnarsáttmála. Að leggjast gegn frumvarpinu svik við kjósendur „Þingmenn þessara flokka virðist ekki vilja fylgja stefnu flokksins og samþykkt stjórnarsáttmálann, þó Píratar hafa fengið málið í atkvæðagreiðslu og gefið þeim dauðafæri.“ Jón Þór segist þannig ekki bjartsýnn á að málið nái fram að ganga. Ekki nema þeim megi ljóst verða að það kosti að svíkja kjósendur í þessu máli. „Málið verður samþykkt ef VG og XD sitja hjá. Það verður fellt ef þeir kjósa á móti,“ segir Jón Þór. Spurður hvað þeir sem greiði atkvæði gegn því geti borið fyrir sig með þá afstöðu telur Jón Þór að það verði hugsanlega einhver moðreykur um að nú sé ekki rétti tíminn eða að þetta sé ekki rétta málið. Rætt var við Jón Þór um þetta tiltekna mál í Bítinu í morgun. Alþingi Heilbrigðismál Lögreglumál Fíkn Tengdar fréttir Almannahagsmunir krefjast afglæpavæðingu neysluskammta Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. 29. júní 2020 07:00 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Sjá meira
Augu margra verða á þingmönnum meirihlutans í dag, hvernig þeir haga atkvæðum sínum en þá verður kosið um frumvarp sem þingmenn flokka í minnihlutanum leggja fram um afglæpavæðingu vímuefna. Framsögumaður er Halldóra Mogensen en meðflutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Logi Einarsson, Helga Vala Helgadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Þorsteinn Víglundsson, Jón Steindór Valdimarsson og Guðmundur Ingi Kristinsson. Orðrómur um að meirihlutinn gangi úr skaftinu Fyrir utan hið efnislega er þetta athyglisvert í flokkspólitísku samhengi, hvort flokkslínur á annarlegum forsendum ráði. Bæði Sjálfstæðisflokkur og VG hafa haft þetta mál á stefnuskrá sinni og þá er um þetta kveðið sérstaklega í stefnuskrá ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur: „Snúa þarf af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Tryggja þarf fíklum viðunandi meðferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og heilbrigðiskerfis,“ segir í stjórnarsáttmálanum. Samkvæmt heimildum Vísis er þó uppi orðrómur um að stjórnarþingmenn hafi fengið tilskipun frá flokksráðum að greiða atkvæði gegn frumvarpinu; sú sé flokkslínan. Þó frumvarpið sé í dúr og moll við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar. Unnar Þór heitir maður sem hefur látið málið til sín taka á Twitter. Hann telur frumvarpið mikla bót, geti hreinlega reynst lífsbjörg fyrir marga þá sem eiga við fíkinefnavanda að etja og biðlar til þingmanna að veita því brautargengi. En hann er ekki bjartsýnn eftir að hafa sett sig í samband við þingheim og greinir frá því að svörin sem hann fái séu torkennileg. 4/ Þegar ég byrjaði símtölin í dag var ég vongóður og trúði því innilega að þingmenn meirihlutans myndu leggja pólitíkina til hliðar og gera það sem rétt er. En þegar leið á fór ég að taka eftir mynstri, svörin voru öll á sömu leið;— Unnar þór (@Unnarth) June 28, 2020 Vísir ræddi við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata. Hann segir það rétt, að frekar sé gert ráð fyrir því en hitt, meðal þingmanna sem styðja málið að meirihlutinn muni leggjast gegn því. Þrátt fyrir að það sé í samræmi við stefnu flokkanna og stjórnarsáttmála. Að leggjast gegn frumvarpinu svik við kjósendur „Þingmenn þessara flokka virðist ekki vilja fylgja stefnu flokksins og samþykkt stjórnarsáttmálann, þó Píratar hafa fengið málið í atkvæðagreiðslu og gefið þeim dauðafæri.“ Jón Þór segist þannig ekki bjartsýnn á að málið nái fram að ganga. Ekki nema þeim megi ljóst verða að það kosti að svíkja kjósendur í þessu máli. „Málið verður samþykkt ef VG og XD sitja hjá. Það verður fellt ef þeir kjósa á móti,“ segir Jón Þór. Spurður hvað þeir sem greiði atkvæði gegn því geti borið fyrir sig með þá afstöðu telur Jón Þór að það verði hugsanlega einhver moðreykur um að nú sé ekki rétti tíminn eða að þetta sé ekki rétta málið. Rætt var við Jón Þór um þetta tiltekna mál í Bítinu í morgun.
Alþingi Heilbrigðismál Lögreglumál Fíkn Tengdar fréttir Almannahagsmunir krefjast afglæpavæðingu neysluskammta Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. 29. júní 2020 07:00 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Sjá meira
Almannahagsmunir krefjast afglæpavæðingu neysluskammta Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. 29. júní 2020 07:00
„Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20. maí 2020 18:20
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30