Væri „martröð“ að rekja smit af íþróttamóti eða skemmtistað Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. júní 2020 12:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að til greina komi að herða aðgerðir og samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar, eftir að eitt nýtt innanlandssmit greindist í gær. Óttast er að önnur bylgja faraldursins fari af stað. Þá væri það „martröð“ að rekja smit sem upp kæmi á fjölmennu íþróttamóti eða skemmtistað. Tveir greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, einn við landamæraskimun og annar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Enn eitt innanlandssmitið bættist þannig í hóp þeirra sem greinst hafa frá því að landamæri voru formlega opnuð 15. júní. Allt önnur staða nú en fyrir viku Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að innanlandssmitið sem greindist núna síðast sé tengt þeim sem greinst hafa síðustu daga og hafa verið rakin til knattspyrnuhreyfingarinnar. Víðir segir greinilegt að enn sé kraftur í veirunni. Til greina komi að herða aðgerðir til að hefta útbreiðslu hennar á ný. „Við höfum bara verið heppin síðustu vikurnar að það hefur ekki komið upp nein samfélagsleg dreifing en við erum í annarri stöðu í dag heldur en við vorum fyrir bara viku síðan og þurfum að bregðast við samkvæmt því. Við tökum þetta mál alvarlega,“ segir Víðir. Sjáið þið fyrir ykkur að herða aftur aðgerðir? „Við erum í hörðum aðgerðum núna. Það er komið upp í 470 manns sem eru komnir í sóttkví og við erum að fara yfir stöðu aðgerða og sjá hvort sé ástæða til að breyta einhverju eða slíkt og sú vinna er í gangi núna og skýrist í dag.“ Kemur til greina að herða aftur aðgerðir? „Það kemur allt til greina í þessu. Það sýndi sig að það að taka málin föstum tökum, það sýnir sig að það er það sem virkar, og við munum ekki hika við að gera það ef það er talið þurfa til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ N1-mótið í knattspyrnu fer fram á Akureyri 1.-4. júlí.Vísir/Vilhelm Þarf að fara yfir verklag á barnamótunum Sumarið er tími íþróttamóta og æskulýðsstarfs. Haldin hafa verið fjölmenn knattspyrnumót barna undanfarnar helgar. Nú um helgina fór Orkumótið fram í Vestmannaeyjum og N1-mótið á Akureyri er fyrirhugað strax núna í vikunni. Víðir segir aðspurður að verið sé að fara ofan í saumana á fyrirkomulagi við mótin. „Við höfum fengið dálítið mikið af reynslusögum í morgun frá mótinu um helgina og það eru nokkur atriði þar sem þarf greinilega að hnykkja á varðandi skiptingu hólfa og annað slíkt sem norðanmenn þurfa að fara yfir og verða örugglega í lagi hjá þeim. Þannig að við erum að skoða hvað er til í þessum sögum sem við erum að heyra. Við eigum eftir að heyra í Vestmannaeyingum og fá þeirra sýn á þetta,“ segir Víðir. Fjölmennasti viðburðurinn 100 manns Þá kveðst Víðir hafa áhyggjur af auknu samneyti landsmanna í sumarfríinu, sem og því að veiran nái sér mögulega hratt á strik aftur og seinni bylgja faraldursins sé nú væntanlega. „Já, ég hef það. Og við höfum það öll. Það er auðvitað raunveruleg hætta á að úti séu samfélagsleg smit sem við erum ekki búin að ná utan um. Og það er augljóst að því fleiri sem koma saman, því hraðari getur útbreiðslan orðið, og líka bara það að smitrakningin og sóttkvíin verður enn þá umfangsmeiri. Við sjáum það að við erum með 470 manns í sóttkví og stærsti viðburðurinn sem það tengist er rétt um 100 manns,“ segir Víðir. „Við getum ímyndað okkur ef við værum að vinna með hólf þar sem við værum með 500 manns, sem við vissum ekkert hverjir væru. Þetta var viðráðanlegt því það var mjög auðvelt að finna hvaða fólk var á þessum viðburðum en ef þetta hefði komið upp á íþróttamóti eða skemmtistað eða einhvers staðar þar sem væru 500 manns saman sem við vissum ekkert hverjir væru, það væri martröð að ná utan um það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að til greina komi að herða aðgerðir og samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar, eftir að eitt nýtt innanlandssmit greindist í gær. Óttast er að önnur bylgja faraldursins fari af stað. Þá væri það „martröð“ að rekja smit sem upp kæmi á fjölmennu íþróttamóti eða skemmtistað. Tveir greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, einn við landamæraskimun og annar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Enn eitt innanlandssmitið bættist þannig í hóp þeirra sem greinst hafa frá því að landamæri voru formlega opnuð 15. júní. Allt önnur staða nú en fyrir viku Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að innanlandssmitið sem greindist núna síðast sé tengt þeim sem greinst hafa síðustu daga og hafa verið rakin til knattspyrnuhreyfingarinnar. Víðir segir greinilegt að enn sé kraftur í veirunni. Til greina komi að herða aðgerðir til að hefta útbreiðslu hennar á ný. „Við höfum bara verið heppin síðustu vikurnar að það hefur ekki komið upp nein samfélagsleg dreifing en við erum í annarri stöðu í dag heldur en við vorum fyrir bara viku síðan og þurfum að bregðast við samkvæmt því. Við tökum þetta mál alvarlega,“ segir Víðir. Sjáið þið fyrir ykkur að herða aftur aðgerðir? „Við erum í hörðum aðgerðum núna. Það er komið upp í 470 manns sem eru komnir í sóttkví og við erum að fara yfir stöðu aðgerða og sjá hvort sé ástæða til að breyta einhverju eða slíkt og sú vinna er í gangi núna og skýrist í dag.“ Kemur til greina að herða aftur aðgerðir? „Það kemur allt til greina í þessu. Það sýndi sig að það að taka málin föstum tökum, það sýnir sig að það er það sem virkar, og við munum ekki hika við að gera það ef það er talið þurfa til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ N1-mótið í knattspyrnu fer fram á Akureyri 1.-4. júlí.Vísir/Vilhelm Þarf að fara yfir verklag á barnamótunum Sumarið er tími íþróttamóta og æskulýðsstarfs. Haldin hafa verið fjölmenn knattspyrnumót barna undanfarnar helgar. Nú um helgina fór Orkumótið fram í Vestmannaeyjum og N1-mótið á Akureyri er fyrirhugað strax núna í vikunni. Víðir segir aðspurður að verið sé að fara ofan í saumana á fyrirkomulagi við mótin. „Við höfum fengið dálítið mikið af reynslusögum í morgun frá mótinu um helgina og það eru nokkur atriði þar sem þarf greinilega að hnykkja á varðandi skiptingu hólfa og annað slíkt sem norðanmenn þurfa að fara yfir og verða örugglega í lagi hjá þeim. Þannig að við erum að skoða hvað er til í þessum sögum sem við erum að heyra. Við eigum eftir að heyra í Vestmannaeyingum og fá þeirra sýn á þetta,“ segir Víðir. Fjölmennasti viðburðurinn 100 manns Þá kveðst Víðir hafa áhyggjur af auknu samneyti landsmanna í sumarfríinu, sem og því að veiran nái sér mögulega hratt á strik aftur og seinni bylgja faraldursins sé nú væntanlega. „Já, ég hef það. Og við höfum það öll. Það er auðvitað raunveruleg hætta á að úti séu samfélagsleg smit sem við erum ekki búin að ná utan um. Og það er augljóst að því fleiri sem koma saman, því hraðari getur útbreiðslan orðið, og líka bara það að smitrakningin og sóttkvíin verður enn þá umfangsmeiri. Við sjáum það að við erum með 470 manns í sóttkví og stærsti viðburðurinn sem það tengist er rétt um 100 manns,“ segir Víðir. „Við getum ímyndað okkur ef við værum að vinna með hólf þar sem við værum með 500 manns, sem við vissum ekkert hverjir væru. Þetta var viðráðanlegt því það var mjög auðvelt að finna hvaða fólk var á þessum viðburðum en ef þetta hefði komið upp á íþróttamóti eða skemmtistað eða einhvers staðar þar sem væru 500 manns saman sem við vissum ekkert hverjir væru, það væri martröð að ná utan um það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira