Solskjær mun skipta framherjunum út ef þeir vinna enga bikara fyrir hann Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2020 11:00 Ole Gunnar Solskjær hefur komið Manchester United á rétta braut á ný vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það þurfi alltaf að vera samkeppni um stöður hjá félagi eins og Manchester United og er tilbúinn að skoða aðra framherja ef þeir sem hann hefur hjá félaginu bæta sig ekki. United er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir sigur á Norwich í framlengingu um helgina og í deildinni er liðið í 6. sæti deildarinnar, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. „Þú þarft samkeppni um stöður hjá Manchester United. Ég var hérna í svo mörg ár sem framherji og Teddy Sheringham, Dwight Yorke, Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney komu hingað,“ sagði Norðmaðurinn við fjölmiðla. „Ef þú telur þig svo heppinn að vera spila hvern leik og gera svo vel að við séum ekki að leita eftir öðrum leikmanni til að koma í þinn stað, þá ertu á röngum stað.“ Ole Gunnar Solskjaer warns his Man United attackers they will be REPLACED if they can't help United win the title https://t.co/Ua7InvsCUk— MailOnline Sport (@MailSport) June 29, 2020 Solskjær segir að ef framherjarnir bæta sig ekki - og skila inn úrslitum fyrir hann - þá þurfi hann að skoða aðra kosti í stöðunni. „Við erum alltaf að reyna bæta okkur og ef við erum ekki að bæta okkur þá þurfum við að kíkja eitthvað annað því við viljum verða betri. Við erum of langt frá því þar sem við þurfum að vera og viljum vera,“ sagði Solskjær og átti þar með við að berjast um titilinn. „Ég hef alltaf haft trú á framherjunum í þessu félagi. Mason, Marcus og Anthony. Þeir hafa axlað ábyrgð og ég er mjög ánægður með þá alla. Mér finnst þeir hafa bætt sig á þessari leiktíð en þeir geta svo mikið betur.“ „Ég er enn að bíða eftir að þeir springi út því það er hluti af þeirra leik sem þarf að bæta. Þeir vita að ég vil þeim allt það besta en þeir vita það einnig að ég þarf að taka ákvarðanir fyrir liðið og félagið,“ sagði sá norski. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það þurfi alltaf að vera samkeppni um stöður hjá félagi eins og Manchester United og er tilbúinn að skoða aðra framherja ef þeir sem hann hefur hjá félaginu bæta sig ekki. United er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir sigur á Norwich í framlengingu um helgina og í deildinni er liðið í 6. sæti deildarinnar, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. „Þú þarft samkeppni um stöður hjá Manchester United. Ég var hérna í svo mörg ár sem framherji og Teddy Sheringham, Dwight Yorke, Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney komu hingað,“ sagði Norðmaðurinn við fjölmiðla. „Ef þú telur þig svo heppinn að vera spila hvern leik og gera svo vel að við séum ekki að leita eftir öðrum leikmanni til að koma í þinn stað, þá ertu á röngum stað.“ Ole Gunnar Solskjaer warns his Man United attackers they will be REPLACED if they can't help United win the title https://t.co/Ua7InvsCUk— MailOnline Sport (@MailSport) June 29, 2020 Solskjær segir að ef framherjarnir bæta sig ekki - og skila inn úrslitum fyrir hann - þá þurfi hann að skoða aðra kosti í stöðunni. „Við erum alltaf að reyna bæta okkur og ef við erum ekki að bæta okkur þá þurfum við að kíkja eitthvað annað því við viljum verða betri. Við erum of langt frá því þar sem við þurfum að vera og viljum vera,“ sagði Solskjær og átti þar með við að berjast um titilinn. „Ég hef alltaf haft trú á framherjunum í þessu félagi. Mason, Marcus og Anthony. Þeir hafa axlað ábyrgð og ég er mjög ánægður með þá alla. Mér finnst þeir hafa bætt sig á þessari leiktíð en þeir geta svo mikið betur.“ „Ég er enn að bíða eftir að þeir springi út því það er hluti af þeirra leik sem þarf að bæta. Þeir vita að ég vil þeim allt það besta en þeir vita það einnig að ég þarf að taka ákvarðanir fyrir liðið og félagið,“ sagði sá norski.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira