Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 12:40 Þau sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis þurfa að bíða í tvo mánuði eftir viðtali. visir/Hanna Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. „Því miður ráðum við ekki alveg nógu við þetta. Við höfum gert okkar allra, allra besta til þess að taka á móti öllum í viðtöl en akkúrat núna höfum við sett stopp á ný viðtöl og setjum alla á biðlista," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu á síðasta ári 885 til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, ríflega eitt hundruð fleiri en árið áður. Starfsfólk Stígamóta líkir aukningunni á síðustu árum við sprengingu. Frá árinu 2014 nemur fjölgunin ríflega fjörtíu prósentum. Steinunn bendir á að þrátt fyrir það hafi framlag ríkisins til starfseminnar haldist óbreytt síðan þá. „Við þyrftum auðvitað að bæta við starfsfólki til þess að geta tekið á móti öllum þeim sem vilja leita sér hjálpar í kjöfar kynferðisofbeldis. Þeir sem eru að koma inn nýir núna eru að bíða í rúmlega tvo mánuði eftir viðtali," segir Steinunn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.vísir/Einar Um sjötíu þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu orðið fyrir nauðgun og um þriðjungur fyrir sifjaspelli. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og langflestar eru að leita til okkar vegna kynferðisofbeldis sem þær voru beittar í æsku. Sjötíu prósent af okkar fólki var undir átján ára aldri þegar það var fyrst beitt kynferðisofbeldi." Hún telur víst að heimilisofbeldi hafi aukist á tímum kórónuveirunnar. Einungis voru tekin símaviðtöl um tíma af sóttvarnarástæðum. Fólk sem ekki treysti sér í símaviðtal er að skila sér núna í viðtal í persónu. „Hér á stígamótum erum við að hitta margar konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi í makasambandi og stóran hóp af fólki sem var beitt kynferðisofbeldi á heimilum sínum af fjölskyldumeðlimum þegar þau voru börn. Það eru allar líkur á því að þetta ofbeldi hafi aukist á covid-tímanum. Þetta er heimilisofbeldi sem er oft mjög falið og við eigum von á því að það verði aukning hér á Stígamótum," segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. „Því miður ráðum við ekki alveg nógu við þetta. Við höfum gert okkar allra, allra besta til þess að taka á móti öllum í viðtöl en akkúrat núna höfum við sett stopp á ný viðtöl og setjum alla á biðlista," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu á síðasta ári 885 til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, ríflega eitt hundruð fleiri en árið áður. Starfsfólk Stígamóta líkir aukningunni á síðustu árum við sprengingu. Frá árinu 2014 nemur fjölgunin ríflega fjörtíu prósentum. Steinunn bendir á að þrátt fyrir það hafi framlag ríkisins til starfseminnar haldist óbreytt síðan þá. „Við þyrftum auðvitað að bæta við starfsfólki til þess að geta tekið á móti öllum þeim sem vilja leita sér hjálpar í kjöfar kynferðisofbeldis. Þeir sem eru að koma inn nýir núna eru að bíða í rúmlega tvo mánuði eftir viðtali," segir Steinunn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.vísir/Einar Um sjötíu þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu orðið fyrir nauðgun og um þriðjungur fyrir sifjaspelli. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og langflestar eru að leita til okkar vegna kynferðisofbeldis sem þær voru beittar í æsku. Sjötíu prósent af okkar fólki var undir átján ára aldri þegar það var fyrst beitt kynferðisofbeldi." Hún telur víst að heimilisofbeldi hafi aukist á tímum kórónuveirunnar. Einungis voru tekin símaviðtöl um tíma af sóttvarnarástæðum. Fólk sem ekki treysti sér í símaviðtal er að skila sér núna í viðtal í persónu. „Hér á stígamótum erum við að hitta margar konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi í makasambandi og stóran hóp af fólki sem var beitt kynferðisofbeldi á heimilum sínum af fjölskyldumeðlimum þegar þau voru börn. Það eru allar líkur á því að þetta ofbeldi hafi aukist á covid-tímanum. Þetta er heimilisofbeldi sem er oft mjög falið og við eigum von á því að það verði aukning hér á Stígamótum," segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira