Telja að viðvörunarkerfi Icelandair-þotunnar hafi komið í veg fyrir flugslys Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 17:57 Þotan var af gerðinni Boeing 757. Vísir/vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að viðvörunarkerfi Icelandair-þotu sem kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í október 2016 hafi komið í veg fyrir flugslys. Þá telur nefndin líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á „örlagastundu“, þar sem hann þurfti að stilla og handvelja flug-og fallhraða. Þetta kemur fram í skýrslu RNSA um atvikið sem birt var í dag. Talsverð hætta skapaðist þegar Boeing 757-þota Icelandair flaug óeðlilega nálægt jörðu í aðflugi að Keflavíkurflugvelli 19. október 2016. Vélin var á leið frá Glasgow og kom að Keflavík úr norðri skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis. Lenda átti á flugbraut 19. Vonskuveður var í Keflavík umrætt síðdegi og í skýrslu rannsóknarnefndar segir að flugmennirnir hafi rætt sín á milli hvort þeir ættu að bíða veðrið af sér í Glasgow, sem að endingu var ekki gert. Sáu ekki til jarðar fyrr en þeir sneru við Að sögn flugmannanna var gríðarmikil úrkoma þegar þeir komu niður úr skýjum í aðflugi að Keflavíkurflugvelli og sáu þeir ekki til jarðar. Þegar flugvélin var komin niður í um 500 feta hæð yfir jörðu fór svokallaður framsýnn jarðvari flugvélarinnar í gang, sem gaf til kynna að flugvélin væri of nálægt jörðu. Viðvaranirnar héldu áfram þar til flugvélin tók að hækka flugið á ný. Lægsta hæð flugvélarinnar yfir jörðu, samkvæmt gögnum ferðrita, varð 221 fet klukkan 15:15:12. Um tíu sekúndum síðar hafði flugturn samband við flugmennina til að gefa þeim heimild til lendingar en þeir létu þá vita að þeir hefðu byrjað fráhvarfsflug. Þeir sögðust ekki hafa séð til jarðar fyrr en eftir að þeir hófu fráhvarfsflugið. Vegna mikils hliðarvinds urðu flugmennirnir að fljúga tvö aðflug að flugbraut 11 áður en flugvélinni var lent á henni. Höfðu ekki fengið tækifæri til að æfa aðflugið Í niðurstöðum rannsóknarnefndar er ýmislegt tínt til um atvikið. Þannig hafi rannsókn gefið til kynna að flughermir sem notast var við í upphafi verklegar þjálfunar hermdi ekki rétt eftir hegðun Boeing 757-flugvéla í aðflugi undir svokallaðri svæðisleiðsögu (Area navigation, RNAV). Þá kvaðst flugstjórinn ekki viss um hvort þeir flugmennirnir væru að fljúga rétt aðflug við lendingu og tóku vangavelturnar um það bæði tíma og einbeitingu frá honum í aðfluginu. Rannsóknarnefndin telur að orsakir slyssins megi m.a. rekja til þess að flugmennirnir hafi ekki verið vanir að fljúga svokallað RNAV-aðflug, þ.e. aðflug eftir svæðisleiðsögu. Þá hefðu hvorki flugmenn né flugumferðarstjórar vitað hvaða aðflug samkvæmt svæðisleiðsögu var í gildi fyrir flugbraut 19. Flugmennirnir höfðu heldur ekki haft færi á að æfa slík aðflug og þá höfðu flugmenn og flugumferðarstjórar ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu framkvæmda á flugvellinum. Rannsóknarnefndin telur einnig líklegt að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni hafi verið með hugann við að stilla og handvelja flughraða og fallhraða og því „misst yfirsýn á örlagastundu í aðfluginu.“ Samvinnu í flugstjórnarklefanum á milli flugmanna hafi einnig líklega verið ábótavant, auk þess sem slæmt skyggni og mikill vindur var á svæðinu. Þá telur rannsóknarnefndin að viðvaranir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir að flugslys yrði. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að viðvörunarkerfi Icelandair-þotu sem kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í október 2016 hafi komið í veg fyrir flugslys. Þá telur nefndin líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á „örlagastundu“, þar sem hann þurfti að stilla og handvelja flug-og fallhraða. Þetta kemur fram í skýrslu RNSA um atvikið sem birt var í dag. Talsverð hætta skapaðist þegar Boeing 757-þota Icelandair flaug óeðlilega nálægt jörðu í aðflugi að Keflavíkurflugvelli 19. október 2016. Vélin var á leið frá Glasgow og kom að Keflavík úr norðri skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis. Lenda átti á flugbraut 19. Vonskuveður var í Keflavík umrætt síðdegi og í skýrslu rannsóknarnefndar segir að flugmennirnir hafi rætt sín á milli hvort þeir ættu að bíða veðrið af sér í Glasgow, sem að endingu var ekki gert. Sáu ekki til jarðar fyrr en þeir sneru við Að sögn flugmannanna var gríðarmikil úrkoma þegar þeir komu niður úr skýjum í aðflugi að Keflavíkurflugvelli og sáu þeir ekki til jarðar. Þegar flugvélin var komin niður í um 500 feta hæð yfir jörðu fór svokallaður framsýnn jarðvari flugvélarinnar í gang, sem gaf til kynna að flugvélin væri of nálægt jörðu. Viðvaranirnar héldu áfram þar til flugvélin tók að hækka flugið á ný. Lægsta hæð flugvélarinnar yfir jörðu, samkvæmt gögnum ferðrita, varð 221 fet klukkan 15:15:12. Um tíu sekúndum síðar hafði flugturn samband við flugmennina til að gefa þeim heimild til lendingar en þeir létu þá vita að þeir hefðu byrjað fráhvarfsflug. Þeir sögðust ekki hafa séð til jarðar fyrr en eftir að þeir hófu fráhvarfsflugið. Vegna mikils hliðarvinds urðu flugmennirnir að fljúga tvö aðflug að flugbraut 11 áður en flugvélinni var lent á henni. Höfðu ekki fengið tækifæri til að æfa aðflugið Í niðurstöðum rannsóknarnefndar er ýmislegt tínt til um atvikið. Þannig hafi rannsókn gefið til kynna að flughermir sem notast var við í upphafi verklegar þjálfunar hermdi ekki rétt eftir hegðun Boeing 757-flugvéla í aðflugi undir svokallaðri svæðisleiðsögu (Area navigation, RNAV). Þá kvaðst flugstjórinn ekki viss um hvort þeir flugmennirnir væru að fljúga rétt aðflug við lendingu og tóku vangavelturnar um það bæði tíma og einbeitingu frá honum í aðfluginu. Rannsóknarnefndin telur að orsakir slyssins megi m.a. rekja til þess að flugmennirnir hafi ekki verið vanir að fljúga svokallað RNAV-aðflug, þ.e. aðflug eftir svæðisleiðsögu. Þá hefðu hvorki flugmenn né flugumferðarstjórar vitað hvaða aðflug samkvæmt svæðisleiðsögu var í gildi fyrir flugbraut 19. Flugmennirnir höfðu heldur ekki haft færi á að æfa slík aðflug og þá höfðu flugmenn og flugumferðarstjórar ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu framkvæmda á flugvellinum. Rannsóknarnefndin telur einnig líklegt að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni hafi verið með hugann við að stilla og handvelja flughraða og fallhraða og því „misst yfirsýn á örlagastundu í aðfluginu.“ Samvinnu í flugstjórnarklefanum á milli flugmanna hafi einnig líklega verið ábótavant, auk þess sem slæmt skyggni og mikill vindur var á svæðinu. Þá telur rannsóknarnefndin að viðvaranir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir að flugslys yrði.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent