Myndarbragur meirihlutans í Garðabæ þegar framtíðarsýnina vantar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. júlí 2020 07:30 Nýverið fór fram forkynning á staðsetningu tveggja íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Garðabæ. Markmiðið er að koma framkvæmdum af stað sem allra fyrst vegna óviðunandi stöðu Garðabæjar gagnvart fötluðum einstaklingum og skorti á búsetuúrræðum sem þeim bjóðast. Það húsnæði sem býðst er í misjöfnu ásigkomulagi og tryggir ekki íbúum þann aðbúnað sem þeim ber. Því liggur á. Í núverandi skipulagi eru einfaldlega ekki margar staðsetningar sem koma til greina þar sem hægt er að hefjast handa án mikillar fyrirhafnar. Þegar biðin er komin að þolmörkum og bregðast á skjótt við uppsöfnuðum langvarandi vanda, sem engin framtíðarsýn hefur verði mynduð um, er hættan sú að það verði teknar rangar ákvarðanir. Ákvarðanir sem byggja hvorki á rýnivinnu né mati á því sem fyrir er og hvernig til hefur tekist. Samráðsleysið við tilvonandi íbúa verður algjört, tillit til reglugerða, mannréttindasáttmála og laga um búseturétt fatlaðs fólks verður haft að vettugi. Meirihlutanum liggur á að bregðast við einni lagalegri skyldu og því víkja önnur meginsjónarmið, sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum, um rétt fatlaðs fólks til að koma að ákvörðunum um það húsnæði sem í boði verður. Hvorki verður höfð í heiðri 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður á um tækifæri fatlaðs fólks til þess að velja sér, til jafns við aðra, bæði búsetustað, hvar og með hverjum það býr og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Né heldur verður horft til stefnuskrár Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem byggir á alþjóðlegum mannréttindasamningum, þar sem fram kemur að heimili fatlaðra skulu dreifast milli hverfa og byggðarlaga. Af þessu höfum við í Garðabæjarlistanum miklar áhyggjur. Það er ekki bara hægt að gera betur, heldur ber okkur sem kjörnum fulltrúum skylda til þess að þjónusta alla íbúa og virða sjálfsagðan rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu þar sem ólíkum þörfum einstaklinga er mætt. Við höfum af því áhyggjur að það eigi að leggja upp með nákvæmlega eins íbúðakjarna og nýverið var tekinn í gagnið án nokkurrar athugunar á því hvernig hann er að reynast íbúum eða starfsfólki. Ég hef ítrekað lagt til að fram fari úttekt á því hvernig til tókst áður en ákvörðun um nýja kjarna verður tekin. Við höfum líka af því áhyggjur að fatlað fólk muni hafa skert frelsi til að velja búsetu sína þegar kemur að hverfum Garðabæjar, þar sem allir þrír íbúðakjarnarnir fyrir fatlað fók verða á svipuðum stað. Við teljum það hvorki samræmast kröfum nútímans né framtíðarinnar eða alþjóðlegum sáttmálum. Það færi betur á að Garðabær hefði yfir að ráða meirihluta með einhverja framtíðarsýn. Uppbygging á búsetu fatlaðs fólks er mikilvægt og þarft verkefni í stækkandi sveitarfélagi. Meirihluti með framtíðarsýn myndi meta fyrst þá reynslu sem komin er af núverandi skipulagi íbúakjarna og skipuleggja áframhaldandi uppbyggingu í eðlilegu samráði með fulltrúum tilvonandi íbúa. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fór fram forkynning á staðsetningu tveggja íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Garðabæ. Markmiðið er að koma framkvæmdum af stað sem allra fyrst vegna óviðunandi stöðu Garðabæjar gagnvart fötluðum einstaklingum og skorti á búsetuúrræðum sem þeim bjóðast. Það húsnæði sem býðst er í misjöfnu ásigkomulagi og tryggir ekki íbúum þann aðbúnað sem þeim ber. Því liggur á. Í núverandi skipulagi eru einfaldlega ekki margar staðsetningar sem koma til greina þar sem hægt er að hefjast handa án mikillar fyrirhafnar. Þegar biðin er komin að þolmörkum og bregðast á skjótt við uppsöfnuðum langvarandi vanda, sem engin framtíðarsýn hefur verði mynduð um, er hættan sú að það verði teknar rangar ákvarðanir. Ákvarðanir sem byggja hvorki á rýnivinnu né mati á því sem fyrir er og hvernig til hefur tekist. Samráðsleysið við tilvonandi íbúa verður algjört, tillit til reglugerða, mannréttindasáttmála og laga um búseturétt fatlaðs fólks verður haft að vettugi. Meirihlutanum liggur á að bregðast við einni lagalegri skyldu og því víkja önnur meginsjónarmið, sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum, um rétt fatlaðs fólks til að koma að ákvörðunum um það húsnæði sem í boði verður. Hvorki verður höfð í heiðri 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður á um tækifæri fatlaðs fólks til þess að velja sér, til jafns við aðra, bæði búsetustað, hvar og með hverjum það býr og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Né heldur verður horft til stefnuskrár Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem byggir á alþjóðlegum mannréttindasamningum, þar sem fram kemur að heimili fatlaðra skulu dreifast milli hverfa og byggðarlaga. Af þessu höfum við í Garðabæjarlistanum miklar áhyggjur. Það er ekki bara hægt að gera betur, heldur ber okkur sem kjörnum fulltrúum skylda til þess að þjónusta alla íbúa og virða sjálfsagðan rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu þar sem ólíkum þörfum einstaklinga er mætt. Við höfum af því áhyggjur að það eigi að leggja upp með nákvæmlega eins íbúðakjarna og nýverið var tekinn í gagnið án nokkurrar athugunar á því hvernig hann er að reynast íbúum eða starfsfólki. Ég hef ítrekað lagt til að fram fari úttekt á því hvernig til tókst áður en ákvörðun um nýja kjarna verður tekin. Við höfum líka af því áhyggjur að fatlað fólk muni hafa skert frelsi til að velja búsetu sína þegar kemur að hverfum Garðabæjar, þar sem allir þrír íbúðakjarnarnir fyrir fatlað fók verða á svipuðum stað. Við teljum það hvorki samræmast kröfum nútímans né framtíðarinnar eða alþjóðlegum sáttmálum. Það færi betur á að Garðabær hefði yfir að ráða meirihluta með einhverja framtíðarsýn. Uppbygging á búsetu fatlaðs fólks er mikilvægt og þarft verkefni í stækkandi sveitarfélagi. Meirihluti með framtíðarsýn myndi meta fyrst þá reynslu sem komin er af núverandi skipulagi íbúakjarna og skipuleggja áframhaldandi uppbyggingu í eðlilegu samráði með fulltrúum tilvonandi íbúa. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar