Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 12:00 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Í gær bárust þau tíðindi að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hafði keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir tíðindin hafa komið eins og þruma út heiðskíru lofti. Hafa rithöfundar haft samband við ykkur vegna þessa? „Já því er ekki hægt að neita. Það hafa logað símalínur, tölvupóstar og facebook hópar þannig að almennt séð kom þetta fólki gríðarlega á óvart og menn eru mjög óöruggir. Þess vegna hafa þeir verið að leita mikið til okkar,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. Hún segir áhyggjur rithöfunda snúa að mörgum þáttum, en helst hvaða áhrif breytt eignarhald hefur til framtíðar. Útgefendur séu einnig uggandi yfir stöðunni. „Menn hafa almennt áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á íslenska bókaútgáfu að erlendur aðili á markaði skuli nú eiga 70% í stærsta bókaforlagi landsins og hvort að það óneitanlega muni ekki hafa til framtíðar áhrif á útgáfustefnuna hjá forlaginu,“ sagði Ragnheiður. Rithöfundasambandið ætlar að funda með lögmanni sambandsins í fyrramálið. „Stjórn Rithöfundasambandsins og lögmaður ætla að hittast á óformlegum fundi í fyrramálið og safna saman því sem við höfum verið að heyra síðasta sólarhringinn og hugsa okkar gang. Hvort við eigum að senda út yfirlýsingu á félagsmenn eða hvort við eigum að bregðast einhvern vegin við akkúrat núna,“ sagði Ragnheiður. Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Í gær bárust þau tíðindi að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hafði keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir tíðindin hafa komið eins og þruma út heiðskíru lofti. Hafa rithöfundar haft samband við ykkur vegna þessa? „Já því er ekki hægt að neita. Það hafa logað símalínur, tölvupóstar og facebook hópar þannig að almennt séð kom þetta fólki gríðarlega á óvart og menn eru mjög óöruggir. Þess vegna hafa þeir verið að leita mikið til okkar,“ sagði Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands. Hún segir áhyggjur rithöfunda snúa að mörgum þáttum, en helst hvaða áhrif breytt eignarhald hefur til framtíðar. Útgefendur séu einnig uggandi yfir stöðunni. „Menn hafa almennt áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á íslenska bókaútgáfu að erlendur aðili á markaði skuli nú eiga 70% í stærsta bókaforlagi landsins og hvort að það óneitanlega muni ekki hafa til framtíðar áhrif á útgáfustefnuna hjá forlaginu,“ sagði Ragnheiður. Rithöfundasambandið ætlar að funda með lögmanni sambandsins í fyrramálið. „Stjórn Rithöfundasambandsins og lögmaður ætla að hittast á óformlegum fundi í fyrramálið og safna saman því sem við höfum verið að heyra síðasta sólarhringinn og hugsa okkar gang. Hvort við eigum að senda út yfirlýsingu á félagsmenn eða hvort við eigum að bregðast einhvern vegin við akkúrat núna,“ sagði Ragnheiður.
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00