„Ef þetta verður svona í allt sumar gjaldfellir það mótið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2020 14:30 Valur verður væntanlega kominn sex stigum á undan Breiðabliki þegar Kópavogsliðið leikur næst í Pepsi Max-deild kvenna. vísir/vilhelm Nú þegar hefur sex leikjum í Pepsi Max-deild kvenna verið frestað eftir að smit komu upp í liði Breiðabliks og Fylkis. Aðeins tveir af fimm leikjum í 4. umferðinni gátu farið fram og þremur af fimm leikjum í 5. umferðinni hefur einnig verið frestað. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðinga Pepsi Max marka kvenna, segir að ef ástandið vari lengi og það þurfi að fresta leikjum í allt sumar gjaldfelli það tímabilið. Hún segir jafnframt að frestanir á leikjum komi hvað verst við Breiðablik sem flestir búast við að berjist við Val um Íslandsmeistaratitilinn „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif og veldur því að lið þurfa strax að elta. Það getur verið mjög dýrt fyrir Breiðablik, sem er í harðri samkeppni við Val, að missa út tvær vikur,“ sagði Bára í samtali við Vísi. „Valur og Breiðablik eru í sérflokki og að missa Valskonur fram úr sér núna er mjög slæmt fyrir Blika,“ bætti Bára við. Næst þegar Breiðablik spilar, gegn ÍBV í Eyjum 14. júlí, gæti liðið verið sex stigum á eftir Val. Stór hluti leikmannahóps KR er í sóttkví og næsti deildarleikur liðsins er ekki fyrr en 14. júlí. KR-ingar hafa farið illa af stað og tapað öllum þremur leikjum sínum. Sömu sögu er að segja af FH-ingum. „Ég held að þetta hafi mjög vond áhrif á FH og KR. Að mínu mati hafa þetta verið slökustu liðin til þessa. Það er ekki gott fyrir þessi lið að detta úr rútínu. Ég hefði haldið að þau yrðu betri með hverjum leik. En svo getur verið að þetta verði vítamínsprauta fyrir þessi lið,“ sagði Bára. Staðan er ekki ákjósanleg og sú spurning vaknar hvort frestanir og allt sem þeim fylgir gjaldfelli þetta tímabil. „Ef þetta er bara smá niðursveifla sem er svo búin held ég að þetta verði allt í lagi. En miðað við hvað smit komu fljótt upp hef ég áhyggjur af því að þetta verði gegnumgangandi í sumar. Og ef það verður gjaldfellir það mótið algjörlega,“ sagði Bára að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Nú þegar hefur sex leikjum í Pepsi Max-deild kvenna verið frestað eftir að smit komu upp í liði Breiðabliks og Fylkis. Aðeins tveir af fimm leikjum í 4. umferðinni gátu farið fram og þremur af fimm leikjum í 5. umferðinni hefur einnig verið frestað. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðinga Pepsi Max marka kvenna, segir að ef ástandið vari lengi og það þurfi að fresta leikjum í allt sumar gjaldfelli það tímabilið. Hún segir jafnframt að frestanir á leikjum komi hvað verst við Breiðablik sem flestir búast við að berjist við Val um Íslandsmeistaratitilinn „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif og veldur því að lið þurfa strax að elta. Það getur verið mjög dýrt fyrir Breiðablik, sem er í harðri samkeppni við Val, að missa út tvær vikur,“ sagði Bára í samtali við Vísi. „Valur og Breiðablik eru í sérflokki og að missa Valskonur fram úr sér núna er mjög slæmt fyrir Blika,“ bætti Bára við. Næst þegar Breiðablik spilar, gegn ÍBV í Eyjum 14. júlí, gæti liðið verið sex stigum á eftir Val. Stór hluti leikmannahóps KR er í sóttkví og næsti deildarleikur liðsins er ekki fyrr en 14. júlí. KR-ingar hafa farið illa af stað og tapað öllum þremur leikjum sínum. Sömu sögu er að segja af FH-ingum. „Ég held að þetta hafi mjög vond áhrif á FH og KR. Að mínu mati hafa þetta verið slökustu liðin til þessa. Það er ekki gott fyrir þessi lið að detta úr rútínu. Ég hefði haldið að þau yrðu betri með hverjum leik. En svo getur verið að þetta verði vítamínsprauta fyrir þessi lið,“ sagði Bára. Staðan er ekki ákjósanleg og sú spurning vaknar hvort frestanir og allt sem þeim fylgir gjaldfelli þetta tímabil. „Ef þetta er bara smá niðursveifla sem er svo búin held ég að þetta verði allt í lagi. En miðað við hvað smit komu fljótt upp hef ég áhyggjur af því að þetta verði gegnumgangandi í sumar. Og ef það verður gjaldfellir það mótið algjörlega,“ sagði Bára að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira