Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 14:58 Fánarnir við ríkisþinghúsið í Jackson voru teknir niður í síðasta skipti með viðhöfn í gær. Þeir voru fluttir á sögusafn. AP/Rogelio V. Solis Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Ákveðið var að hætta notkun gamla fánans sem var sá eini sem enn skartaði krossi gamla Suðurríkjasambandsins í kjölfar ákafrar umræðum um kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undafarinna vikna. Ríkisfáni Mississippi hafði verið í notkun í 126 ár en tákn Suðurríkjasambandsins var í efri vinstri fjórðungi hans. Hvítir þjóðernissinnar á ríkisþinginu komu því á fánann árið 1894, tæpum þrjátíu árum eftir að Suðurríkjasambandið leið undir lok, á sama tíma og hvítir íbúar Mississippi reyndu að svipta svarta íbúa nýfundnum pólitískum áhrif eftir að borgarastríðinu lauk. Þverpólitísk samstaða náðist um að leggja fánanum á ríkisþinginu á sunnudag og staðfesti Tate Reeves ríkisstjóri lögin á þriðjudag. Fáninn komst aftur í sviðsljósið eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður var drepinn í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mikil mótmælabylgja gegn kynþáttahyggju reis upp vegna dauða Floyd. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Samkoma var haldin við ríkisþinghúsið í borginni Jackson í gær þar sem þrír fánar voru teknir niður og brotnir saman í hinsta sinn. Fánarnir voru svo fluttir á sögusafn Mississippi þar sem einn þeirra verður hafður til sýnis. Hópur fólks fylgdist með athöfninni, þar á meðal Robert Clark sem var fyrsti blökkumaðurinn til að ná kjöri á ríkisþingið eftir að suðurríkin voru aftur sameinuð Bandaríkjunum eftir borgarastríðið. Clark, sem er 91 árs gamall, barðist í áratugi fyrir að fána Mississippi yrði breytt en án árangurs. Tákn Suðurríkjasambandsins er enda minnisvarði um kynþáttahyggju í hugum fjölda Bandaríkjamanna. Robert Clark, fyrrverandi varaforseti ríkisþings Mississippi, gladdist þegar gamli ríkisfáninn var tekinn niður í gær.AP/Rogelio V. Solis Á tímamótunum sagði Clark AP-fréttastofunni að sér hafi verið hugsað til afa síns sem var neyddur til að ganga um berfættur og matast úr trogi áður en hann var leystur úr þrældómi þegar hann var ellefu ára gamall. „Þess vegna barðist ég fyrir að fá fánanum breytt, vegna þess að fáninn táknaði þetta hvað mig varðaði,“ sagði Clark. Nefnd vinnur nú að hönnun nýs fána fyrir Mississippi án tákns gömlu suðurríkjanna. Ríkisþingmenn kváðu á um að á nýja fánann yrði að vera letrað „Við treystum á guð“. Hönnunin verður borin undir íbúa samhlið forsetakosningunum 3. nóvember. Suðurríkjasambandið var hópur sjö ríkja í sunnanverðum Bandaríkjunum þar sem þrælahald var við lýði sem gerði uppreisn og sagði sig úr lögum við þau árið 1861. Sambandið var leyst upp eftir ósigur þess í borgarastríðinu, sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið, árið 1865. Bandaríkin Tengdar fréttir Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46 NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Ákveðið var að hætta notkun gamla fánans sem var sá eini sem enn skartaði krossi gamla Suðurríkjasambandsins í kjölfar ákafrar umræðum um kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undafarinna vikna. Ríkisfáni Mississippi hafði verið í notkun í 126 ár en tákn Suðurríkjasambandsins var í efri vinstri fjórðungi hans. Hvítir þjóðernissinnar á ríkisþinginu komu því á fánann árið 1894, tæpum þrjátíu árum eftir að Suðurríkjasambandið leið undir lok, á sama tíma og hvítir íbúar Mississippi reyndu að svipta svarta íbúa nýfundnum pólitískum áhrif eftir að borgarastríðinu lauk. Þverpólitísk samstaða náðist um að leggja fánanum á ríkisþinginu á sunnudag og staðfesti Tate Reeves ríkisstjóri lögin á þriðjudag. Fáninn komst aftur í sviðsljósið eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður var drepinn í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mikil mótmælabylgja gegn kynþáttahyggju reis upp vegna dauða Floyd. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Samkoma var haldin við ríkisþinghúsið í borginni Jackson í gær þar sem þrír fánar voru teknir niður og brotnir saman í hinsta sinn. Fánarnir voru svo fluttir á sögusafn Mississippi þar sem einn þeirra verður hafður til sýnis. Hópur fólks fylgdist með athöfninni, þar á meðal Robert Clark sem var fyrsti blökkumaðurinn til að ná kjöri á ríkisþingið eftir að suðurríkin voru aftur sameinuð Bandaríkjunum eftir borgarastríðið. Clark, sem er 91 árs gamall, barðist í áratugi fyrir að fána Mississippi yrði breytt en án árangurs. Tákn Suðurríkjasambandsins er enda minnisvarði um kynþáttahyggju í hugum fjölda Bandaríkjamanna. Robert Clark, fyrrverandi varaforseti ríkisþings Mississippi, gladdist þegar gamli ríkisfáninn var tekinn niður í gær.AP/Rogelio V. Solis Á tímamótunum sagði Clark AP-fréttastofunni að sér hafi verið hugsað til afa síns sem var neyddur til að ganga um berfættur og matast úr trogi áður en hann var leystur úr þrældómi þegar hann var ellefu ára gamall. „Þess vegna barðist ég fyrir að fá fánanum breytt, vegna þess að fáninn táknaði þetta hvað mig varðaði,“ sagði Clark. Nefnd vinnur nú að hönnun nýs fána fyrir Mississippi án tákns gömlu suðurríkjanna. Ríkisþingmenn kváðu á um að á nýja fánann yrði að vera letrað „Við treystum á guð“. Hönnunin verður borin undir íbúa samhlið forsetakosningunum 3. nóvember. Suðurríkjasambandið var hópur sjö ríkja í sunnanverðum Bandaríkjunum þar sem þrælahald var við lýði sem gerði uppreisn og sagði sig úr lögum við þau árið 1861. Sambandið var leyst upp eftir ósigur þess í borgarastríðinu, sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið, árið 1865.
Bandaríkin Tengdar fréttir Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46 NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37
Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14
Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46
NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent