Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 21:02 Saksóknarar kynntu stöðu rannsóknarinnar gegn Maxwell í dag. AP/John Minchillo Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. Hin breska Maxwell var handtekinn í New Hampshire-ríki Bandaríkjanna í morgun og kom hún fyrir alríkisdómara í dag þar sem henni voru kynntar ákærur á hendur henni. Er hún ákærð fyrir að hafa tælt ungar stúlkur til þess ferðast til þess að taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, að hafa flutt og aðstoðað við flutning á ungum stúlkum undir lögaldri með það í huga að þær myndu taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, auk þess að hún hefur verið ákærð fyrir að fremja meinsæri. Yfirvöld hafa verið á höttunum eftir Maxwell allt frá því að mál Epstein kom upp en hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Epstein lést í fangelsi í New York í ágúst á síðasta á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæru um kynferðisbrot og mansal. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar, oftar en ekki sögðust þær hafa kynnst Epstein í gegnum Maxwell. Maxwell hefur ávallt neitað sök í málinu en samkvæmt ákærum á hendur henni er hún sögð hafa leikið lykilhlutverk í mansalshring Epstein. Þar segir að henni hafi tekist að lokka ungar stúlkur með því að sýna þeim áhuga, fara með þeir í verslanir og kvikmyndahús. Þannig er hún sögð hafa náð tangarhaldi á þeim og nýtt það til þess að ræða kynferðislegar athafnir við þær, sem endaði með því að þær voru hvattar til að nudda Epstein, sem áttu það til að leiða til kynferðislegra athafna, að því er fram kemur í ákærunni. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9. júní 2020 12:00 Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. Hin breska Maxwell var handtekinn í New Hampshire-ríki Bandaríkjanna í morgun og kom hún fyrir alríkisdómara í dag þar sem henni voru kynntar ákærur á hendur henni. Er hún ákærð fyrir að hafa tælt ungar stúlkur til þess ferðast til þess að taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, að hafa flutt og aðstoðað við flutning á ungum stúlkum undir lögaldri með það í huga að þær myndu taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, auk þess að hún hefur verið ákærð fyrir að fremja meinsæri. Yfirvöld hafa verið á höttunum eftir Maxwell allt frá því að mál Epstein kom upp en hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Epstein lést í fangelsi í New York í ágúst á síðasta á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæru um kynferðisbrot og mansal. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar, oftar en ekki sögðust þær hafa kynnst Epstein í gegnum Maxwell. Maxwell hefur ávallt neitað sök í málinu en samkvæmt ákærum á hendur henni er hún sögð hafa leikið lykilhlutverk í mansalshring Epstein. Þar segir að henni hafi tekist að lokka ungar stúlkur með því að sýna þeim áhuga, fara með þeir í verslanir og kvikmyndahús. Þannig er hún sögð hafa náð tangarhaldi á þeim og nýtt það til þess að ræða kynferðislegar athafnir við þær, sem endaði með því að þær voru hvattar til að nudda Epstein, sem áttu það til að leiða til kynferðislegra athafna, að því er fram kemur í ákærunni.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9. júní 2020 12:00 Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55
Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9. júní 2020 12:00
Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06
Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57