Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 21:02 Saksóknarar kynntu stöðu rannsóknarinnar gegn Maxwell í dag. AP/John Minchillo Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. Hin breska Maxwell var handtekinn í New Hampshire-ríki Bandaríkjanna í morgun og kom hún fyrir alríkisdómara í dag þar sem henni voru kynntar ákærur á hendur henni. Er hún ákærð fyrir að hafa tælt ungar stúlkur til þess ferðast til þess að taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, að hafa flutt og aðstoðað við flutning á ungum stúlkum undir lögaldri með það í huga að þær myndu taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, auk þess að hún hefur verið ákærð fyrir að fremja meinsæri. Yfirvöld hafa verið á höttunum eftir Maxwell allt frá því að mál Epstein kom upp en hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Epstein lést í fangelsi í New York í ágúst á síðasta á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæru um kynferðisbrot og mansal. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar, oftar en ekki sögðust þær hafa kynnst Epstein í gegnum Maxwell. Maxwell hefur ávallt neitað sök í málinu en samkvæmt ákærum á hendur henni er hún sögð hafa leikið lykilhlutverk í mansalshring Epstein. Þar segir að henni hafi tekist að lokka ungar stúlkur með því að sýna þeim áhuga, fara með þeir í verslanir og kvikmyndahús. Þannig er hún sögð hafa náð tangarhaldi á þeim og nýtt það til þess að ræða kynferðislegar athafnir við þær, sem endaði með því að þær voru hvattar til að nudda Epstein, sem áttu það til að leiða til kynferðislegra athafna, að því er fram kemur í ákærunni. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9. júní 2020 12:00 Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. Hin breska Maxwell var handtekinn í New Hampshire-ríki Bandaríkjanna í morgun og kom hún fyrir alríkisdómara í dag þar sem henni voru kynntar ákærur á hendur henni. Er hún ákærð fyrir að hafa tælt ungar stúlkur til þess ferðast til þess að taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, að hafa flutt og aðstoðað við flutning á ungum stúlkum undir lögaldri með það í huga að þær myndu taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, auk þess að hún hefur verið ákærð fyrir að fremja meinsæri. Yfirvöld hafa verið á höttunum eftir Maxwell allt frá því að mál Epstein kom upp en hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Epstein lést í fangelsi í New York í ágúst á síðasta á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæru um kynferðisbrot og mansal. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar, oftar en ekki sögðust þær hafa kynnst Epstein í gegnum Maxwell. Maxwell hefur ávallt neitað sök í málinu en samkvæmt ákærum á hendur henni er hún sögð hafa leikið lykilhlutverk í mansalshring Epstein. Þar segir að henni hafi tekist að lokka ungar stúlkur með því að sýna þeim áhuga, fara með þeir í verslanir og kvikmyndahús. Þannig er hún sögð hafa náð tangarhaldi á þeim og nýtt það til þess að ræða kynferðislegar athafnir við þær, sem endaði með því að þær voru hvattar til að nudda Epstein, sem áttu það til að leiða til kynferðislegra athafna, að því er fram kemur í ákærunni.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9. júní 2020 12:00 Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55
Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9. júní 2020 12:00
Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06
Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent