Markahæsti leikmaður deildarinnar sinnir varnarvinnunni vel til að vinna sig inn í leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 13:15 Elín Metta í leik Vals gegn Þórs/KA nýverið. Vísir/Vilhelm Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mætti í Pepsi Max Mörkin í gær til að ræða gengi Vals og eigin frammistöðu. Sem fyrr er þátturinn í umsjón Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingar gærdagsins voru Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Valur er sem stendur á toppi Pepsi Max deildarinnar með fullt hús stiga, tólf stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 14 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Elín Metta hefur skorað sjö þessara 14 marka. Er það á pari við væntingar Vals fyrir mót? „Já það mætti segja það. Þetta hefur byrjað mjög vel og fín stemmning í hópnum eftir Covid.“ Leikmenn Vals fagna einu af þeim sex mörkum sem liðið gerði gegn Þór/KA.Vísir „Ég var í góðu símasambandi við Pétur Pétursson [annan af þjálfurum Vals] og hann sparkaði í rassinn á mér,“ sagði Elín og hló þegar Helena spurði hana út í hvernig hún væri í svona góðu formi eftir að ekki mátti æfa sökum kórónufaraldursins. „Við vorum bara allar á mjög góðu prógrami. Jói [Jóhann Emil Elíasson, yfirstyrktarþjálfari Vals] var orðinn mikilvægasti þjálfarinn í miðjum faraldri. Maður gerði samt bara það sama og liðsfélagarnir, út að hlaupa og taka Zoom-fundi,“ sagði Elín einnig. Kórónufaraldurinn stöðvaði alla skipulagða íþróttaiðkun og það reyndist flestum, ef ekki öllum, sem stunda hópíþróttir erfitt. Elín Metta gat vottað fyrir það. „Fyrir mína parta get ég sagt að þetta gaf manni tækifæri til að lýta inn á við og velta fyrir sér hversu mikils virði það er að vera í fótbolta og maður fann það í þessum faraldri. Gott að koma til baka, hitta stelpurnar, fara í klefann og á æfingar.“ Helena nefndi svo það að Margrét Lára hefði yfirgefið Val eftir að titillinn kom í hús en Margrét lagði skóna á hina margrómuðu hillu síðasta haust. Voru samherjar hennar ekkert að þrýsta á hana að halda áfram? „Auðvitað vonaði maður innst inni að hún myndi koma til baka í vetur en þegar Margrét Lára er búin að segja að hún ætli að gera eitthvað þá er ekkert hægt að breyta því,“ sagði Elín og hló. Margrét tók sjálf undir það og hló áður en hún spurði Elínu hvort Pétur væri búinn að breyta um taktík. Margréti finnst Valsliðið koma af miklum krafti inn í fyrri og seinni hálfleik svo hún velti fyrir sér hvort rólyndismaðurinn Pétur Pétursson væri farinn að garga og góla inn í klefa. Pétur Pétursson, annar af þjálfurum Vals, er enn hinn rólegasti inn í klefa þrátt fyrir að Valsliðið mæti vel stemmd inn í alla leiki.Vísir/Vilhelm „Nei, hann er bara sallarólegur inn í klefa. Ég veit ekki alveg hvað þetta er. Eiður (Benedikt Eiríksson, hinn þjálfarið liðsins] er að koma sterkur inn í hálfleik, þeir eru að skipta þessu vel á milli sín.“ Margrét hrósaði svo einnig varnarvinnu Elínar sem er ekki aðeins dugleg við að koma knettinum í netið heldur vinnur hún einnig mikilvæga vinnu sem fremsti varnarmaður liðsins. „Nei alls ekki. Kannski hef ég fundið hjá sjálfri mér að mér finnst gott að koma mér inn í leikinn að vinna svona einfalda hluti. Að vinna varnarvinnuna vel og þá kemur hitt með,“ svaraði Elín að endingu aðspurð hvort Pétur væri að setja aukna pressu á hana til að vinna varnarvinnuna vel. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Rætt við Elínu Mettu Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mætti í Pepsi Max Mörkin í gær til að ræða gengi Vals og eigin frammistöðu. Sem fyrr er þátturinn í umsjón Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingar gærdagsins voru Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Valur er sem stendur á toppi Pepsi Max deildarinnar með fullt hús stiga, tólf stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 14 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Elín Metta hefur skorað sjö þessara 14 marka. Er það á pari við væntingar Vals fyrir mót? „Já það mætti segja það. Þetta hefur byrjað mjög vel og fín stemmning í hópnum eftir Covid.“ Leikmenn Vals fagna einu af þeim sex mörkum sem liðið gerði gegn Þór/KA.Vísir „Ég var í góðu símasambandi við Pétur Pétursson [annan af þjálfurum Vals] og hann sparkaði í rassinn á mér,“ sagði Elín og hló þegar Helena spurði hana út í hvernig hún væri í svona góðu formi eftir að ekki mátti æfa sökum kórónufaraldursins. „Við vorum bara allar á mjög góðu prógrami. Jói [Jóhann Emil Elíasson, yfirstyrktarþjálfari Vals] var orðinn mikilvægasti þjálfarinn í miðjum faraldri. Maður gerði samt bara það sama og liðsfélagarnir, út að hlaupa og taka Zoom-fundi,“ sagði Elín einnig. Kórónufaraldurinn stöðvaði alla skipulagða íþróttaiðkun og það reyndist flestum, ef ekki öllum, sem stunda hópíþróttir erfitt. Elín Metta gat vottað fyrir það. „Fyrir mína parta get ég sagt að þetta gaf manni tækifæri til að lýta inn á við og velta fyrir sér hversu mikils virði það er að vera í fótbolta og maður fann það í þessum faraldri. Gott að koma til baka, hitta stelpurnar, fara í klefann og á æfingar.“ Helena nefndi svo það að Margrét Lára hefði yfirgefið Val eftir að titillinn kom í hús en Margrét lagði skóna á hina margrómuðu hillu síðasta haust. Voru samherjar hennar ekkert að þrýsta á hana að halda áfram? „Auðvitað vonaði maður innst inni að hún myndi koma til baka í vetur en þegar Margrét Lára er búin að segja að hún ætli að gera eitthvað þá er ekkert hægt að breyta því,“ sagði Elín og hló. Margrét tók sjálf undir það og hló áður en hún spurði Elínu hvort Pétur væri búinn að breyta um taktík. Margréti finnst Valsliðið koma af miklum krafti inn í fyrri og seinni hálfleik svo hún velti fyrir sér hvort rólyndismaðurinn Pétur Pétursson væri farinn að garga og góla inn í klefa. Pétur Pétursson, annar af þjálfurum Vals, er enn hinn rólegasti inn í klefa þrátt fyrir að Valsliðið mæti vel stemmd inn í alla leiki.Vísir/Vilhelm „Nei, hann er bara sallarólegur inn í klefa. Ég veit ekki alveg hvað þetta er. Eiður (Benedikt Eiríksson, hinn þjálfarið liðsins] er að koma sterkur inn í hálfleik, þeir eru að skipta þessu vel á milli sín.“ Margrét hrósaði svo einnig varnarvinnu Elínar sem er ekki aðeins dugleg við að koma knettinum í netið heldur vinnur hún einnig mikilvæga vinnu sem fremsti varnarmaður liðsins. „Nei alls ekki. Kannski hef ég fundið hjá sjálfri mér að mér finnst gott að koma mér inn í leikinn að vinna svona einfalda hluti. Að vinna varnarvinnuna vel og þá kemur hitt með,“ svaraði Elín að endingu aðspurð hvort Pétur væri að setja aukna pressu á hana til að vinna varnarvinnuna vel. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Rætt við Elínu Mettu
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð