Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2020 20:00 Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. Arkitektinn hafði sent viðvörun á byggingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg þar sem hann lýsti hættulegum aðstæðum íbúa í húsinu sem brann. Birgir Jóhannesson arkitekt á heima beint á móti húsinu. Þrír létust í eldsvoðanum en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Félagið HD verk á húsið en þar bjuggu útlendingar sem vinna hér á landi. Birgir hefur mikla reynslu af endurgerð gamalla húsa og hafði lengi haft áhyggjur af íbúum hússins. Hann sendi bréf á byggingarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg í lok apríl í fyrra sem ber heitið Hætta vegna Bræðraborgarstígs 1. Afrit var sent á borgarstjóra. Þar segir að íbúar á Vesturgötu 51a telji að þeir séu í hættu vegna hússins á Bræðraborgarstíg. Þar leki rigningarvatn inn með öllum gluggum, klæðning sé dottin af þaki og rennur brotnar. Það sé greinilega mikill raki inn í veggjum og rafmagn inn í veggjum. Hann telji að þar geti verið virkileg hætta á ferð. Burðarvirkið gæti verið virkilega skaddað og rafmagnið hættulegt í rakanum. Ef það kvikni í húsinu þá muni það brenna hratt og falla fljótt. Þá segir húsið hafi viljandi verið látið grotna niður í mörg ár og að nú þurfi virkilega að bregðast við. Hættan sé raunveruleg. „Ég sá að það lak inn í það, undir gluggum og það var sýnilegt að það voru ekki flóttaleiðir og mikið af fólki sem býr í húsinu. Það er bara ein flóttaleið, engar brunahurðir og engir opnanlegir gluggar á báðum efri hæðunum,“ segir Birgir. Hann segir að ástand hússins hafi lengi verið slæmt. „Síðan brotnuðu reglulega rúður í húsinu og það tók stundum marga mánuði að gera við gluggana,“ segir Birgir. Hann segist einnig hafa hringt í byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlitið vegna málsins. „Þeir töluðu nú um að það væru litlir möguleikar til að gera eitthvað í lögunum. Ég var nú samt að reyna benda þeim á að það væri nú fólk í hættu og það þyrfti þá að breyta lögunum , þetta gæti ekki verið svona.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt að sjá húsið brenna. „Það var fullt af góðu fólki sem bjó í þessu húsi og sérstaklega á efri hæðunum sem sumt er búið að vera hérna lengi. Fólk er náttúrulega bara í sjokki. Við vorum að horfa upp á nágranna okkar brenna inni,“ segir Birgir. Þá hafi barn búið í húsinu fyrir ekki svo löngu. „Það var skólafélagi sonar míns,“ segir Birgir. Húsið var í eigu HD verk ehf. Félagið á einnig húsið á Bræðraborgarstíg þrjú og þar býr einnig erlent verkafólk. „Við höfum enn þá áhyggjur af hinu húsinu. Það er ekki jafn slæmt því það er minna hús en það eru ekki flóttaleiðir þar. Það væri gott ef það hús yrðið skoðað,“ segir Birgir. Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. Arkitektinn hafði sent viðvörun á byggingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg þar sem hann lýsti hættulegum aðstæðum íbúa í húsinu sem brann. Birgir Jóhannesson arkitekt á heima beint á móti húsinu. Þrír létust í eldsvoðanum en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Félagið HD verk á húsið en þar bjuggu útlendingar sem vinna hér á landi. Birgir hefur mikla reynslu af endurgerð gamalla húsa og hafði lengi haft áhyggjur af íbúum hússins. Hann sendi bréf á byggingarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg í lok apríl í fyrra sem ber heitið Hætta vegna Bræðraborgarstígs 1. Afrit var sent á borgarstjóra. Þar segir að íbúar á Vesturgötu 51a telji að þeir séu í hættu vegna hússins á Bræðraborgarstíg. Þar leki rigningarvatn inn með öllum gluggum, klæðning sé dottin af þaki og rennur brotnar. Það sé greinilega mikill raki inn í veggjum og rafmagn inn í veggjum. Hann telji að þar geti verið virkileg hætta á ferð. Burðarvirkið gæti verið virkilega skaddað og rafmagnið hættulegt í rakanum. Ef það kvikni í húsinu þá muni það brenna hratt og falla fljótt. Þá segir húsið hafi viljandi verið látið grotna niður í mörg ár og að nú þurfi virkilega að bregðast við. Hættan sé raunveruleg. „Ég sá að það lak inn í það, undir gluggum og það var sýnilegt að það voru ekki flóttaleiðir og mikið af fólki sem býr í húsinu. Það er bara ein flóttaleið, engar brunahurðir og engir opnanlegir gluggar á báðum efri hæðunum,“ segir Birgir. Hann segir að ástand hússins hafi lengi verið slæmt. „Síðan brotnuðu reglulega rúður í húsinu og það tók stundum marga mánuði að gera við gluggana,“ segir Birgir. Hann segist einnig hafa hringt í byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlitið vegna málsins. „Þeir töluðu nú um að það væru litlir möguleikar til að gera eitthvað í lögunum. Ég var nú samt að reyna benda þeim á að það væri nú fólk í hættu og það þyrfti þá að breyta lögunum , þetta gæti ekki verið svona.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt að sjá húsið brenna. „Það var fullt af góðu fólki sem bjó í þessu húsi og sérstaklega á efri hæðunum sem sumt er búið að vera hérna lengi. Fólk er náttúrulega bara í sjokki. Við vorum að horfa upp á nágranna okkar brenna inni,“ segir Birgir. Þá hafi barn búið í húsinu fyrir ekki svo löngu. „Það var skólafélagi sonar míns,“ segir Birgir. Húsið var í eigu HD verk ehf. Félagið á einnig húsið á Bræðraborgarstíg þrjú og þar býr einnig erlent verkafólk. „Við höfum enn þá áhyggjur af hinu húsinu. Það er ekki jafn slæmt því það er minna hús en það eru ekki flóttaleiðir þar. Það væri gott ef það hús yrðið skoðað,“ segir Birgir.
Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira