Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. júlí 2020 14:19 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 239 sérfræðingar sendu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, bréf þess efnis að gögn bendi til að smærri agnir geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Fram að þessu hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, berist á milli fólks með svokölluðu snerti- eða dropasmiti, til dæmist þegar smitað fólk hóstar, hnerrar eða talar. Smitið berist þegar fólk komist í snertingu við mengaðan hlut eða fær á sig dropa frá smituðum einstakling. Vísindamennirnir 239 sem koma frá 32 löndum vara við því að gögn bendi til að veiran geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. WHO þurfi að endurmeta leiðbeiningar sínar vegna þess. Vísindamennirnir hyggjast birta grein um álit sitt í vísindariti í næstu viku, að sögn New York Times. Yfirmaður smitvarna hjá WHO efast þá ályktun að veiran berist með lofti. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fundi WHO í Sviss vegna kórónuveirunnar. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið sein að taka við nýjum upplýsingum um kórónuveirunar.EPA-EFE/FABRICE COFFRINI Þá hafa margir bent á að stofnunin hafi í faraldrinum verið svifasein og haldið fast í ályktanir sínar þrátt fyrir að nýir hlutir hafi verið komnir í ljós. Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að aðstæður í þeim löndum sem þar sem faraldurinn breiðist hvað hraðast út séu allt aðrar en hér á landi. Hann segir jafnframt að þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi hafi komið upp smit sem hafi mögulega borist með lofti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45 Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59 Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 239 sérfræðingar sendu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, bréf þess efnis að gögn bendi til að smærri agnir geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Fram að þessu hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, berist á milli fólks með svokölluðu snerti- eða dropasmiti, til dæmist þegar smitað fólk hóstar, hnerrar eða talar. Smitið berist þegar fólk komist í snertingu við mengaðan hlut eða fær á sig dropa frá smituðum einstakling. Vísindamennirnir 239 sem koma frá 32 löndum vara við því að gögn bendi til að veiran geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. WHO þurfi að endurmeta leiðbeiningar sínar vegna þess. Vísindamennirnir hyggjast birta grein um álit sitt í vísindariti í næstu viku, að sögn New York Times. Yfirmaður smitvarna hjá WHO efast þá ályktun að veiran berist með lofti. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fundi WHO í Sviss vegna kórónuveirunnar. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið sein að taka við nýjum upplýsingum um kórónuveirunar.EPA-EFE/FABRICE COFFRINI Þá hafa margir bent á að stofnunin hafi í faraldrinum verið svifasein og haldið fast í ályktanir sínar þrátt fyrir að nýir hlutir hafi verið komnir í ljós. Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að aðstæður í þeim löndum sem þar sem faraldurinn breiðist hvað hraðast út séu allt aðrar en hér á landi. Hann segir jafnframt að þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi hafi komið upp smit sem hafi mögulega borist með lofti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45 Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59 Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45
Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59
Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17