Fylgir þú lögum? Ugla Stefaníu Kristjönudóttir Jónsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 7. júlí 2020 09:00 Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan Lög um kynrænt sjálfræði, langþráð tímamótalöggjöf í málefnum trans fólks, tóku gildi. Samkvæmt þeim þurfa allar stofnanir og fyrirtæki sem skrá upplýsingar um fólk að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns. Aðlögunarfrestur var gefinn, en lögin kveða á um að 18 mánuðum eftir að lögin taka gildi verði að bjóða upp á fleiri möguleika en karl og kona þegar upplýsingum um kyn er safnað. Samtökin ‘78 og Trans Ísland hafa því sett af stað átaksverkefni sem er ætlað að styðja við öll sem þurfa að uppfæra sig og auðvelda almenningi að benda á hvaða aðilar þurfi að bæta úr sínum málum. Ástæður þess að krafan um hlutlausa kynskráningu er rituð í landslög eru margvíslegar. Helstu ástæðurnar eru til að koma til móts við fólk sem skilgreinir sig utan hinna hefðbundnu kynjaflokka, eða kynsegin fólk. Kynsegin fólk hefur kynvitund sem fellur ekki eingöngu að því að vera karl eða kona, og getur fólk upplifað kynvitund sína fljótandi, bæði sem karl og kona eða algjörlega fyrir utan þessa flokka. Mikilvægt er að fólk geti skráð kyn sitt í samræmi við kynvitund til að auka aðgengi og lífsgæði hópsins í samfélaginu. Einnig er það mikilvægt til að tryggja að gagnaöflun sé sönn og rétt og endurspegli fjölbreytileika kynvitundar. En hvernig ber að standa að þessu? Ýmsir aðilar hafa haft samband við Samtökin ‘78 og Trans Ísland og leitað ráðgjafar um það hvernig sé best að standa að hlutlausri skráningu kyns. Til þess að mæta þessari þörf höfum við sett saman leiðbeiningar og gert þær aðgengilegar á vefnum. Í stuttu máli mælum við með því að valmöguleikar, t.a.m. á eyðublöðum, séu almennt hafðir fimm: karl, kona, kynsegin, annað og vil ekki svara. Við mælum eindregið með því að fólk kynni sér leiðbeiningarnar í heild sinni, þar sem þær eru mun ítarlegri og taka á hinum ýmsu vafamálum. Það skiptir máli að vandað sé til verka. Eftir aðeins sex mánuði, 18 mánuðum eftir gildistöku Laga um kynrænt sjálfræði, verður hlutlaus skráning kyns lögbundin og innleiðingartímabili lokið. Ólíkt því sem mörg halda, þá eiga lögin ekki aðeins við um Þjóðskrá Íslands, heldur segir í 6. grein: „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“ Við hvetjum stofnanir og fyrirtæki þess vegna til þess að breyta kynskráningu í kerfum sínum, skráningarformum og eyðublöðum í tæka tíð. Í dag hefja Samtökin ‘78 fjögurra vikna hvatningarátak til þess að styðja við innleiðingu laganna. Við biðjum fólk sem rekst á úrelt form að láta okkur vita, svo við getum minnt viðkomandi aðila á löggjöfina sem þarf að uppfylla innan tíðar. Á vefsíðu Samtakanna ‘78 munum við bæði taka við ábendingum um það sem betur má fara og halda utan um fyrirmyndarlista yfir þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa breytt upplýsingaöflun sinni til betri vegar. Mikilvægt er að við byggjum saman samfélag þar sem við erum öll meðtalin og tryggjum að þessi stóra réttarbót fyrir hóp sem hefur hingað til verið ósýnilegur innan kerfisins gangi eftir. Þessar viðbætur munu koma til með að auðga samfélagsvitund okkar og sýna að við ætlum öll að gera okkar besta í það að tryggja sanngjarnt, réttlátt og aðgengilegt samfélag fyrir okkur öll, burtséð frá kynvitund. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Hinsegin Ugla Stefanía Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan Lög um kynrænt sjálfræði, langþráð tímamótalöggjöf í málefnum trans fólks, tóku gildi. Samkvæmt þeim þurfa allar stofnanir og fyrirtæki sem skrá upplýsingar um fólk að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns. Aðlögunarfrestur var gefinn, en lögin kveða á um að 18 mánuðum eftir að lögin taka gildi verði að bjóða upp á fleiri möguleika en karl og kona þegar upplýsingum um kyn er safnað. Samtökin ‘78 og Trans Ísland hafa því sett af stað átaksverkefni sem er ætlað að styðja við öll sem þurfa að uppfæra sig og auðvelda almenningi að benda á hvaða aðilar þurfi að bæta úr sínum málum. Ástæður þess að krafan um hlutlausa kynskráningu er rituð í landslög eru margvíslegar. Helstu ástæðurnar eru til að koma til móts við fólk sem skilgreinir sig utan hinna hefðbundnu kynjaflokka, eða kynsegin fólk. Kynsegin fólk hefur kynvitund sem fellur ekki eingöngu að því að vera karl eða kona, og getur fólk upplifað kynvitund sína fljótandi, bæði sem karl og kona eða algjörlega fyrir utan þessa flokka. Mikilvægt er að fólk geti skráð kyn sitt í samræmi við kynvitund til að auka aðgengi og lífsgæði hópsins í samfélaginu. Einnig er það mikilvægt til að tryggja að gagnaöflun sé sönn og rétt og endurspegli fjölbreytileika kynvitundar. En hvernig ber að standa að þessu? Ýmsir aðilar hafa haft samband við Samtökin ‘78 og Trans Ísland og leitað ráðgjafar um það hvernig sé best að standa að hlutlausri skráningu kyns. Til þess að mæta þessari þörf höfum við sett saman leiðbeiningar og gert þær aðgengilegar á vefnum. Í stuttu máli mælum við með því að valmöguleikar, t.a.m. á eyðublöðum, séu almennt hafðir fimm: karl, kona, kynsegin, annað og vil ekki svara. Við mælum eindregið með því að fólk kynni sér leiðbeiningarnar í heild sinni, þar sem þær eru mun ítarlegri og taka á hinum ýmsu vafamálum. Það skiptir máli að vandað sé til verka. Eftir aðeins sex mánuði, 18 mánuðum eftir gildistöku Laga um kynrænt sjálfræði, verður hlutlaus skráning kyns lögbundin og innleiðingartímabili lokið. Ólíkt því sem mörg halda, þá eiga lögin ekki aðeins við um Þjóðskrá Íslands, heldur segir í 6. grein: „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“ Við hvetjum stofnanir og fyrirtæki þess vegna til þess að breyta kynskráningu í kerfum sínum, skráningarformum og eyðublöðum í tæka tíð. Í dag hefja Samtökin ‘78 fjögurra vikna hvatningarátak til þess að styðja við innleiðingu laganna. Við biðjum fólk sem rekst á úrelt form að láta okkur vita, svo við getum minnt viðkomandi aðila á löggjöfina sem þarf að uppfylla innan tíðar. Á vefsíðu Samtakanna ‘78 munum við bæði taka við ábendingum um það sem betur má fara og halda utan um fyrirmyndarlista yfir þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa breytt upplýsingaöflun sinni til betri vegar. Mikilvægt er að við byggjum saman samfélag þar sem við erum öll meðtalin og tryggjum að þessi stóra réttarbót fyrir hóp sem hefur hingað til verið ósýnilegur innan kerfisins gangi eftir. Þessar viðbætur munu koma til með að auðga samfélagsvitund okkar og sýna að við ætlum öll að gera okkar besta í það að tryggja sanngjarnt, réttlátt og aðgengilegt samfélag fyrir okkur öll, burtséð frá kynvitund. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun