Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Telma Tómasson skrifar 9. júlí 2020 07:05 Norræna. Vísir/Jói K. Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þarf sýni úr tæplega 500 farþegum. Tólf manna teymi heilbrigðisstarfsfólks flaug til Færeyja í gær og er um borð í ferjunni, 10 manns sinna sýnatöku og tveir eru tæknimenn. Byrjað verður að taka sýnin 24 sjómílum frá landgrunni Íslands og er áætlað að starfinu sé að mestu lokið þegar skipið leggst að bryggju á Seyðisfirði klukkan hálf níu, að sögn Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line. Teymið er mannað af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Til stóð að hópurinn væri að hluta mannaður af starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar, en hætt var við aðkomu þeirra í ljósi breytinga. Næstu þrjár vikur er áætlað að um 750 til 800 farþegar komi með Norrænu hingað til lands í hverri viku. Í frétt á vefsíðu Austurfréttar segir að farþegar fái afhent upplýsingablað við komuna til landsins þar sem þeim er meðal annars ráðlagt að nota ekki almenningssamgöngur, halda kyrru fyrir á áfangastað eða heimili og forðast náin samskipti, þar til niðurstöður skimunarinnar liggja fyrir. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir í samtali við Austurfrétt að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og hvetur jafnt þá sem heimamenn að gæta að persónulegum smitvörnum og fjarlægðatakmörkunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Seyðisfjörður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þarf sýni úr tæplega 500 farþegum. Tólf manna teymi heilbrigðisstarfsfólks flaug til Færeyja í gær og er um borð í ferjunni, 10 manns sinna sýnatöku og tveir eru tæknimenn. Byrjað verður að taka sýnin 24 sjómílum frá landgrunni Íslands og er áætlað að starfinu sé að mestu lokið þegar skipið leggst að bryggju á Seyðisfirði klukkan hálf níu, að sögn Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line. Teymið er mannað af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Til stóð að hópurinn væri að hluta mannaður af starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar, en hætt var við aðkomu þeirra í ljósi breytinga. Næstu þrjár vikur er áætlað að um 750 til 800 farþegar komi með Norrænu hingað til lands í hverri viku. Í frétt á vefsíðu Austurfréttar segir að farþegar fái afhent upplýsingablað við komuna til landsins þar sem þeim er meðal annars ráðlagt að nota ekki almenningssamgöngur, halda kyrru fyrir á áfangastað eða heimili og forðast náin samskipti, þar til niðurstöður skimunarinnar liggja fyrir. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir í samtali við Austurfrétt að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og hvetur jafnt þá sem heimamenn að gæta að persónulegum smitvörnum og fjarlægðatakmörkunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Seyðisfjörður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira