Vill heimila rafhlaupahjól á götum þar sem hámarkshraði er lágur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2020 20:00 Eyþór Máni Steinarsson er rekstrarstjóri Hopps. BALDUR HRAFNKELL Bæta þarf löggjöf um rafhlaupahjól að mati rekstrarstjóra stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins. Heimila ætti að nota fararskjótann á götum þar sem hámarkshraði er lágur og bæta þurfi vegakerfið með tilliti til hjólanna. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist milli ára en fyrstu fimm mánuði ársins voru ríflega 4.500 slík hjól flutt inn til landsins. Framkvæmdastjóri Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins segir að gera þurfi úrbætur á vegakerfinu með tilliti til tækjanna. „Besta lausnin væri að byggja göngustíga sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir þessi farartæki og þar koma engir bílar né gangandi nálægt en það er uppbygging sem mun taka nokkra tugi ára,“ sagði Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopps. Notendur Hopps eru orðnir 50 þúsund talsins. Þeir hafa hjólað um 400 þúsund kílómetra samtals en það samsvarar vegalengdinni héðan og til tunglsins. „Síðan væri markmiðið á þéttari svæðum að takmarka umferð bílanna og gefa þessum farartækjum meira rými á vegunum sem eru til staðar nú þegar. Þannig það er ráð að leggjast í smá framkvæmdir á sérstökum hjólastígum fyrir þessi tæki sem væru jafnvel upphitaðir og nothæfir alllan ársins hring,“ sagði Eyþór. Óheimilt er að nota farartækið á götum en Eyþór vill sjá breytingu þar á. „Ef þú mátt hjóla á götum þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund þá ættiru að sjálsögðu, að minnsta kosti á götum með 30 kílómetra hámarkshraða á klukkustund, mega vera á þessum tækjum líka,“ sagði Eyþór. Stýrihópur á vegum skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vinnur nú að nýrri hjólreiðaráætlun fyrir borgina. Hópurinn skilar áherslum í september og niðurstöðum í desember. Til skoðunar er hvort hækka eigi heildarfjármagn sem fer í uppbyggingu fyrir hjólandi vegfarendur. Vilji er fyrir því að forgangsraða hjólum ofar einkabílnum. Í kvöldfréttum í vikunni greindum við frá því að daglega leita einn til tveir á bráðamóttöku eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka. Eyþór segir að koma megi í veg fyrir slys með því að bæta löggjöf í kringum tækin og hvetur hann fólk til að haga sér með ábyrgum hætti á hjólunum. Mér finnst áberandi að börn eru á þessum hjólum hjálmlaus, hvað finnst þér um það? „Það er að sjálfsögðu bannað og það er 16 ára hjálmskylda á Íslandi og allir sem eru undir 16 ára ættu að vera með hjálm sama hvort þeir eru á sínu eigin tæki eða leigutæki,“ sagði Eyþór. Rafhlaupahjól Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Bæta þarf löggjöf um rafhlaupahjól að mati rekstrarstjóra stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins. Heimila ætti að nota fararskjótann á götum þar sem hámarkshraði er lágur og bæta þurfi vegakerfið með tilliti til hjólanna. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist milli ára en fyrstu fimm mánuði ársins voru ríflega 4.500 slík hjól flutt inn til landsins. Framkvæmdastjóri Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins segir að gera þurfi úrbætur á vegakerfinu með tilliti til tækjanna. „Besta lausnin væri að byggja göngustíga sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir þessi farartæki og þar koma engir bílar né gangandi nálægt en það er uppbygging sem mun taka nokkra tugi ára,“ sagði Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopps. Notendur Hopps eru orðnir 50 þúsund talsins. Þeir hafa hjólað um 400 þúsund kílómetra samtals en það samsvarar vegalengdinni héðan og til tunglsins. „Síðan væri markmiðið á þéttari svæðum að takmarka umferð bílanna og gefa þessum farartækjum meira rými á vegunum sem eru til staðar nú þegar. Þannig það er ráð að leggjast í smá framkvæmdir á sérstökum hjólastígum fyrir þessi tæki sem væru jafnvel upphitaðir og nothæfir alllan ársins hring,“ sagði Eyþór. Óheimilt er að nota farartækið á götum en Eyþór vill sjá breytingu þar á. „Ef þú mátt hjóla á götum þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund þá ættiru að sjálsögðu, að minnsta kosti á götum með 30 kílómetra hámarkshraða á klukkustund, mega vera á þessum tækjum líka,“ sagði Eyþór. Stýrihópur á vegum skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vinnur nú að nýrri hjólreiðaráætlun fyrir borgina. Hópurinn skilar áherslum í september og niðurstöðum í desember. Til skoðunar er hvort hækka eigi heildarfjármagn sem fer í uppbyggingu fyrir hjólandi vegfarendur. Vilji er fyrir því að forgangsraða hjólum ofar einkabílnum. Í kvöldfréttum í vikunni greindum við frá því að daglega leita einn til tveir á bráðamóttöku eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka. Eyþór segir að koma megi í veg fyrir slys með því að bæta löggjöf í kringum tækin og hvetur hann fólk til að haga sér með ábyrgum hætti á hjólunum. Mér finnst áberandi að börn eru á þessum hjólum hjálmlaus, hvað finnst þér um það? „Það er að sjálfsögðu bannað og það er 16 ára hjálmskylda á Íslandi og allir sem eru undir 16 ára ættu að vera með hjálm sama hvort þeir eru á sínu eigin tæki eða leigutæki,“ sagði Eyþór.
Rafhlaupahjól Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira