Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 18:30 Hópur karlamanna fagnar ákvörðuninni um að Ægisif verði breytt í mosku fyrir utan safnið í dag. Bæði múslimar og kristnir menn bera lotningu fyrir henni. Vísir/EPA Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. Erdogan tilkynnti um breytinguna eftir að æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að gera Ægisif að safni árið 1934 hafi verið ólögleg. Ægisif var reist sem dómkirkja Austrómverska ríkisins á 6. öld en eftir innrás Tyrkjaveldis á 15. öld var hún gerð að mosku. Ákvörðun Tyrkja vekur spurningar um hvort að Ægisif uppfylli áfram skilyrði fyrir því að komast á heimsminjaskrána, að sögn UNESCO. Til þess þurfa minnisvarðar og staðir að teljast hluti af menningararfi mannkyns þvert á landamæri og kynslóðir. Þá segir stofnunin að ríki þurfi að tilkynna um breytingar á stað á heimsminjaskrá sem getur orðið tilefni til þess að staða hans sé endurskoðuð. Hvetur UNESCO tyrknesk stjórnvöld til þess að hefja viðræður um að hætta við að rýra gildi Ægisifjar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Rússlands og Grikklands auk ýmissar leiðtoga kristinna safnaða eru á meðal þeirra sem hafa hvatt Tyrki til að hafa Ægisif áfram safn. Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Trúmál Tengdar fréttir Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Opnað fyrir möguleikann á að Ægisif verði að mosku Tyrkneskur dómstóll hefur ákvarðað að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, sem betur er þekkt sem Haga Sophia verði ekki lengur skilgreind sem safn. 10. júlí 2020 13:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. Erdogan tilkynnti um breytinguna eftir að æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að gera Ægisif að safni árið 1934 hafi verið ólögleg. Ægisif var reist sem dómkirkja Austrómverska ríkisins á 6. öld en eftir innrás Tyrkjaveldis á 15. öld var hún gerð að mosku. Ákvörðun Tyrkja vekur spurningar um hvort að Ægisif uppfylli áfram skilyrði fyrir því að komast á heimsminjaskrána, að sögn UNESCO. Til þess þurfa minnisvarðar og staðir að teljast hluti af menningararfi mannkyns þvert á landamæri og kynslóðir. Þá segir stofnunin að ríki þurfi að tilkynna um breytingar á stað á heimsminjaskrá sem getur orðið tilefni til þess að staða hans sé endurskoðuð. Hvetur UNESCO tyrknesk stjórnvöld til þess að hefja viðræður um að hætta við að rýra gildi Ægisifjar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Rússlands og Grikklands auk ýmissar leiðtoga kristinna safnaða eru á meðal þeirra sem hafa hvatt Tyrki til að hafa Ægisif áfram safn.
Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Trúmál Tengdar fréttir Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Opnað fyrir möguleikann á að Ægisif verði að mosku Tyrkneskur dómstóll hefur ákvarðað að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, sem betur er þekkt sem Haga Sophia verði ekki lengur skilgreind sem safn. 10. júlí 2020 13:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04
Opnað fyrir möguleikann á að Ægisif verði að mosku Tyrkneskur dómstóll hefur ákvarðað að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, sem betur er þekkt sem Haga Sophia verði ekki lengur skilgreind sem safn. 10. júlí 2020 13:45