Kemur í ljós í dag hvort Evrópubann Manchester City standi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2020 07:00 Í dag kemur í ljós hvort þessir leikmenn fái að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Vísir/Getty Manchester City var fyrr í vetur dæmt í bann frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu til næstu tveggja ára. City áfrýjaði dómnum til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, og í dag verður skorið úr um hvort bannið sé lögmætt. City var dæmt fyrir að brjóta fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu eða FFP-reglugerðina eins og hún er oftast kölluð. UEFA ákvað að kafa ofan í fjármál City eftir að þýski miðillinn Der Spiegel birti skjöl sem sýndu fram á að félagið hafði farið á mis við reglugerðina. Árið 2014 var City sektað um 49 milljónir punda fyrir að brjóta reglur UEFA. Sektin var síðar lækkuð niður í 16 milljónir punda. Talið er að niðurstaða dómstólsins gæti haft gífurleg áhrif á framtíð Manchester City sem og annara liða í Englandi og Evrópu. The Independent svaraði nokkrum af þeim spurningum sem vert er að vita svörin við. Hvað á City að hafa gert rangt? Talið er að félagið hafi logið um hversu mikið fjármagn var að koma inn í gegnum styrktaraðila félagsins frá árunum 2012 og 2016. Þar með hafi félagið geta eytt meiri fjármunum en það mátti í raun og veru. Þá gerði félagið ekkert sem í valdi þeirra stóð til að auðvelda rannsóknina. Refsingin er tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni ásamt sekt upp á 30 milljónir evra. Hvernig getur City varið sig? Þeir þurfa að sýna fram á að þeir hafi ekki logið til um fjármagn sem kom inn í gegnum styrktaraðila. Takist þeim að sýna fram á það þá ættu þeir að vinna áfrýjunina. Hvaða lið fer í Meistaradeildina ef bannið stendur? City er sem stendur öruggt með að enda í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fari svo að bannið standi mun 5. sæti deildarinnar gefa sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getur enska úrvalsdeildin einnig refsað félaginu? Já. FFP-reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru töluvert „slakari“ en þær sem UEFA fer eftir. Ef dómurinn stendur og það kemur í ljós að City tapaði meira þeir mega samkvæmt reglum deildarinnar þá gæti deildin gripið til aðgerða. Sekt væri líklegasta niðurstaðan þar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Manchester City var fyrr í vetur dæmt í bann frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu til næstu tveggja ára. City áfrýjaði dómnum til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, og í dag verður skorið úr um hvort bannið sé lögmætt. City var dæmt fyrir að brjóta fjárhagsreglugerð knattspyrnusambands Evrópu eða FFP-reglugerðina eins og hún er oftast kölluð. UEFA ákvað að kafa ofan í fjármál City eftir að þýski miðillinn Der Spiegel birti skjöl sem sýndu fram á að félagið hafði farið á mis við reglugerðina. Árið 2014 var City sektað um 49 milljónir punda fyrir að brjóta reglur UEFA. Sektin var síðar lækkuð niður í 16 milljónir punda. Talið er að niðurstaða dómstólsins gæti haft gífurleg áhrif á framtíð Manchester City sem og annara liða í Englandi og Evrópu. The Independent svaraði nokkrum af þeim spurningum sem vert er að vita svörin við. Hvað á City að hafa gert rangt? Talið er að félagið hafi logið um hversu mikið fjármagn var að koma inn í gegnum styrktaraðila félagsins frá árunum 2012 og 2016. Þar með hafi félagið geta eytt meiri fjármunum en það mátti í raun og veru. Þá gerði félagið ekkert sem í valdi þeirra stóð til að auðvelda rannsóknina. Refsingin er tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni ásamt sekt upp á 30 milljónir evra. Hvernig getur City varið sig? Þeir þurfa að sýna fram á að þeir hafi ekki logið til um fjármagn sem kom inn í gegnum styrktaraðila. Takist þeim að sýna fram á það þá ættu þeir að vinna áfrýjunina. Hvaða lið fer í Meistaradeildina ef bannið stendur? City er sem stendur öruggt með að enda í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fari svo að bannið standi mun 5. sæti deildarinnar gefa sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getur enska úrvalsdeildin einnig refsað félaginu? Já. FFP-reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru töluvert „slakari“ en þær sem UEFA fer eftir. Ef dómurinn stendur og það kemur í ljós að City tapaði meira þeir mega samkvæmt reglum deildarinnar þá gæti deildin gripið til aðgerða. Sekt væri líklegasta niðurstaðan þar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira