Solskjær segir að De Gea þurfi á fleiri titlum að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 07:30 David de Gea hefur haldið marki sínu hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum Manchester United. EPA-EFE/Joe Giddens Spænski markvörðurinn David De Gea hefur verið lengi hjá Manchester United og hann spilar í kvöld sinn 400. leik fyrir félagið komist hann í byrjunarliðið hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær ræddi þessi tímamót Spánverjans í aðdraganda leiksins og hvað hann haldi að angri helst markvörðinn sinn þessum tímapunkti á ferli hans. David De Gea verður aðeins annar markvörðurinn í sögu Manchester United til að ná fjögur hundruð leikjum fyrir klúbbinn en hinn er Alex Stepney sem varði mark United frá 1966 til 1978. „Ég held að hann verði ekki sáttur með ferilinn sinn fyrr en hann vinnur fleiri titla,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um hinn 29 ára gamla spænska markvörð. David De Gea hefur fjórum sinnum verið valinn leikmaður ársins hjá Manchester United eða einu sinni oftar en Cristiano Ronaldo sem dæmi. David de Gea needs trophies to go with personal milestones, says Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer.Full story https://t.co/kHCfYljPKr #manutd #bbcfootball pic.twitter.com/QRPeasF78x— BBC Sport (@BBCSport) July 12, 2020 „Hann hefur unnið sér inn persónulegar viðurkenningar en David er ekki týpan sem er að hugsa um slíkt. Ég held að hann vilji að liðið vinni titla. Hann er búinn að vera svona lengi hjá Manchester United og hefur ekki unnið meira. Honum finnst það örugglega vera svartur blettur á ferli sínum, sagði Solskjær. De Gea hefur verið í níu tímabil hjá Manchester United og hefur bara orðið enskur meistari einu sinni auk þess að vinna einn bikarmeistaratitil, enska deildabikarinn einu sinni og svo Evrópudeildina einu sinni. De Gea var samt á bekknum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Peter Schmeichel vann ellefu stóra titla með Manchester United þar af ensku deildina fimm sinnum en hann var í átta ár hjá Manchester United og lék 398 leiki fyrir félagið. David De Gea fékk á sig gagnrýni fyrir mark sem hann fékk á sig á móti Tottenham en hefur síðan haldið markinu hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum United liðsins. Manchester United liðið er líka farið að líta út eins og lið sem getur farið að blanda sér aftur í baráttuna um enska meistaratitilinn. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Spænski markvörðurinn David De Gea hefur verið lengi hjá Manchester United og hann spilar í kvöld sinn 400. leik fyrir félagið komist hann í byrjunarliðið hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær ræddi þessi tímamót Spánverjans í aðdraganda leiksins og hvað hann haldi að angri helst markvörðinn sinn þessum tímapunkti á ferli hans. David De Gea verður aðeins annar markvörðurinn í sögu Manchester United til að ná fjögur hundruð leikjum fyrir klúbbinn en hinn er Alex Stepney sem varði mark United frá 1966 til 1978. „Ég held að hann verði ekki sáttur með ferilinn sinn fyrr en hann vinnur fleiri titla,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um hinn 29 ára gamla spænska markvörð. David De Gea hefur fjórum sinnum verið valinn leikmaður ársins hjá Manchester United eða einu sinni oftar en Cristiano Ronaldo sem dæmi. David de Gea needs trophies to go with personal milestones, says Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer.Full story https://t.co/kHCfYljPKr #manutd #bbcfootball pic.twitter.com/QRPeasF78x— BBC Sport (@BBCSport) July 12, 2020 „Hann hefur unnið sér inn persónulegar viðurkenningar en David er ekki týpan sem er að hugsa um slíkt. Ég held að hann vilji að liðið vinni titla. Hann er búinn að vera svona lengi hjá Manchester United og hefur ekki unnið meira. Honum finnst það örugglega vera svartur blettur á ferli sínum, sagði Solskjær. De Gea hefur verið í níu tímabil hjá Manchester United og hefur bara orðið enskur meistari einu sinni auk þess að vinna einn bikarmeistaratitil, enska deildabikarinn einu sinni og svo Evrópudeildina einu sinni. De Gea var samt á bekknum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Peter Schmeichel vann ellefu stóra titla með Manchester United þar af ensku deildina fimm sinnum en hann var í átta ár hjá Manchester United og lék 398 leiki fyrir félagið. David De Gea fékk á sig gagnrýni fyrir mark sem hann fékk á sig á móti Tottenham en hefur síðan haldið markinu hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum United liðsins. Manchester United liðið er líka farið að líta út eins og lið sem getur farið að blanda sér aftur í baráttuna um enska meistaratitilinn.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira