Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. júlí 2020 12:32 Fyrir helgi voru yfir fimmtíu manns í sóttkví í farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg. Mynd/Já.is Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. Umsjónarmaður hússins segir að dvölin reynist barnafjölskyldum erfið og til skoðunar sé að opna sérstakt úrræði fyrir fjölskyldufólk. Fyrir helgi voru yfir fimmtíu manns í sóttkví í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg og var húsið nánast orðið yfirfullt vegna hælisleitenda sem komið hafa hingað til lands undanfarnar vikur. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo búnu að dvelja í fimm daga í farsóttahúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt er fólkið útskrifað og fer í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahússins segir að nokkrir hafi verið útskrifaðir úr húsinu um helgina og staðan sé því öllu betri. „Og erum þar af leiðandi á mun þægilegri stað í dag en við vorum fyrir helgi. Hjá okkur eru 36 núna og af þeim eru 34 sem eru í leit að alþjóðlegri vernd. Við erum hérna með nokkur börn hjá okkur," segir Gylfi. Tólf börn dvelja nú í húsinu, yngsta um eins árs. „Það hefur gengið mjög vel, en við aftur er á móti erum ekki vel í stakk búin til að sinna ungum börnum eins og staðan er akkúrat núna. En það hefur blessunarlega gengið vel." Gylfi segir að til skoðunar sé að taka annað hús til leigu sem henti betur þörfum fjölskyldufólks. „Á meðan þau eru hér í þessari biðsóttkví þessa fimm daga þá eru þau bara inni á sínum herbergjum og það er óneitanlega svolítið erfitt, enda erum við að skoða að vera með sérúrræði fyrir fjölskyldufólk," segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. Umsjónarmaður hússins segir að dvölin reynist barnafjölskyldum erfið og til skoðunar sé að opna sérstakt úrræði fyrir fjölskyldufólk. Fyrir helgi voru yfir fimmtíu manns í sóttkví í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg og var húsið nánast orðið yfirfullt vegna hælisleitenda sem komið hafa hingað til lands undanfarnar vikur. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo búnu að dvelja í fimm daga í farsóttahúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt er fólkið útskrifað og fer í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahússins segir að nokkrir hafi verið útskrifaðir úr húsinu um helgina og staðan sé því öllu betri. „Og erum þar af leiðandi á mun þægilegri stað í dag en við vorum fyrir helgi. Hjá okkur eru 36 núna og af þeim eru 34 sem eru í leit að alþjóðlegri vernd. Við erum hérna með nokkur börn hjá okkur," segir Gylfi. Tólf börn dvelja nú í húsinu, yngsta um eins árs. „Það hefur gengið mjög vel, en við aftur er á móti erum ekki vel í stakk búin til að sinna ungum börnum eins og staðan er akkúrat núna. En það hefur blessunarlega gengið vel." Gylfi segir að til skoðunar sé að taka annað hús til leigu sem henti betur þörfum fjölskyldufólks. „Á meðan þau eru hér í þessari biðsóttkví þessa fimm daga þá eru þau bara inni á sínum herbergjum og það er óneitanlega svolítið erfitt, enda erum við að skoða að vera með sérúrræði fyrir fjölskyldufólk," segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21