Andy Robertson enn harður á því að Jóhann Berg hafi brotið á honum og gagnrýnir VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 10:00 Andy Robertson fellur hér eftir tæklinguna frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og kallar strax eftir víti. Getty/Phil Noble Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Burnley. Fram að leiknum var Liverpool liðið búið að vinna alla sautján deildarleikina á Anfield á leiktíðinni. Bakvörðurinn Andy Robertson kom mikið við sögu í leiknum því hann kom Liverpool í 1-0 í fyrri hálfleik með laglegu skallamarki og vild síðan fá víti á íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson í þeim síðari. Robertson segist enn vera á klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti en skoski landsliðsfyrirliðinn segir þetta langt frá því að vera það eina sem Varsjáin hefur klikkað á að undanförnu. Andrew Robertson was left seething after Burnley draw... https://t.co/F3NYsFDP0C— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 14, 2020 „Bara í síðustu viku hafa verið fjórar eða fimm ákvarðanir sem áttu að fara öðruvísi og ég held að margir fótboltaáhugamenn séu sammála mér um það,“ sagði Andy Robertson. „Ég held að dómararnir treysti orðið á VAR en þegar Varsjáin er ekki að breyta neinum ákvörðunum þá erum við í fastir í limbói. Ég væri meira til í því að sleppa því og leyfa dómurunum bara að dæma. Ef dómarinn dæmir þá segir þú: Allt í lagi hann sá þetta öðruvísi,“ sagði Andy Robertson og bætti við. „Staðreyndin er að við erum með 40 myndavélar og 40 mismunandi sjónarhorn. Þessar ákvarðanir eiga því að vera réttar,“ sagði Andy Robertson. „Ég er enn harður á því að þetta var röng ákvörðun. Ég hef auðvitað séð myndbandið og ég átti aldrei að segja það sem ég sagði. Þetta var hins vegar pressuleikur og tilfinningarnar voru miklar,“ sagði Robertson. „Ég ræddi við dómarana í leikmannagöngunum eftir leikinn og hann útskýrði fyrir mér hvað hann sá. Ég ber virðingu fyrir því enda bjóða ekki allir dómarar upp á það. Það breytir þó ekki því að ég tel ennþá að hann hafi haft rangt fyrir sér og að þetta hafi verið víti,“ sagði Robertson. „Að mínu mati fengið við VAR inn til að taka á svona hlutum. Ég klóra mér enn í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti,“ sagði Robertson. Jóhann Berg Guðmundsson tæklaði Andy Robertson þarna innan teigs en margir hafa bent á það að íslenski landsliðsmaðurinn fór fyrst í boltann. Hvort það sé nóg til að komast upp með að taka síðan manninn er allt önnur saga og Andy Robertson er ekki á því. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Burnley. Fram að leiknum var Liverpool liðið búið að vinna alla sautján deildarleikina á Anfield á leiktíðinni. Bakvörðurinn Andy Robertson kom mikið við sögu í leiknum því hann kom Liverpool í 1-0 í fyrri hálfleik með laglegu skallamarki og vild síðan fá víti á íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson í þeim síðari. Robertson segist enn vera á klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti en skoski landsliðsfyrirliðinn segir þetta langt frá því að vera það eina sem Varsjáin hefur klikkað á að undanförnu. Andrew Robertson was left seething after Burnley draw... https://t.co/F3NYsFDP0C— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 14, 2020 „Bara í síðustu viku hafa verið fjórar eða fimm ákvarðanir sem áttu að fara öðruvísi og ég held að margir fótboltaáhugamenn séu sammála mér um það,“ sagði Andy Robertson. „Ég held að dómararnir treysti orðið á VAR en þegar Varsjáin er ekki að breyta neinum ákvörðunum þá erum við í fastir í limbói. Ég væri meira til í því að sleppa því og leyfa dómurunum bara að dæma. Ef dómarinn dæmir þá segir þú: Allt í lagi hann sá þetta öðruvísi,“ sagði Andy Robertson og bætti við. „Staðreyndin er að við erum með 40 myndavélar og 40 mismunandi sjónarhorn. Þessar ákvarðanir eiga því að vera réttar,“ sagði Andy Robertson. „Ég er enn harður á því að þetta var röng ákvörðun. Ég hef auðvitað séð myndbandið og ég átti aldrei að segja það sem ég sagði. Þetta var hins vegar pressuleikur og tilfinningarnar voru miklar,“ sagði Robertson. „Ég ræddi við dómarana í leikmannagöngunum eftir leikinn og hann útskýrði fyrir mér hvað hann sá. Ég ber virðingu fyrir því enda bjóða ekki allir dómarar upp á það. Það breytir þó ekki því að ég tel ennþá að hann hafi haft rangt fyrir sér og að þetta hafi verið víti,“ sagði Robertson. „Að mínu mati fengið við VAR inn til að taka á svona hlutum. Ég klóra mér enn í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti,“ sagði Robertson. Jóhann Berg Guðmundsson tæklaði Andy Robertson þarna innan teigs en margir hafa bent á það að íslenski landsliðsmaðurinn fór fyrst í boltann. Hvort það sé nóg til að komast upp með að taka síðan manninn er allt önnur saga og Andy Robertson er ekki á því.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira