Klopp óskaði heljarmenninu hjá Wycombe til hamingju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2020 11:00 Adebayo Akinfenwa og Gareth Ainsworth, knattspyrnustjóri Wycombe Wanderers, eftir sigurinn á Oxford United í gær. getty/Andrew Kearns Adebayo Akinfenwa, framherjinn stóri og stæðilegi, var í skýjunum eftir að Wycombe Wanderers tryggði sér sæti í ensku B-deildinni í fyrsta sinn með 2-1 sigri á Oxford United í gær. Akinfenwa óð á súðum í viðtali við Sky Sports eftir leikinn þar sem hann gat ekki leynt gleði sinni. - "Tell me what we did!? I don't think they heard you at the back!"@daRealAkinfenwa helped Wycombe into the Championship for the first time in their 133-year history, last night.Match report and highlights: https://t.co/B03FIn1rdWpic.twitter.com/mTL3D74CdS— Sky Sports (@SkySports) July 14, 2020 Þar hvatti Akinfenwa m.a. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, til að senda sér skilaboð. Og að sjálfsögðu gerði Þjóðverjinn það. „Halló, stóri maður. Til hamingju. Ég horfði á leikinn en sá ekki viðtalið eftir hann. Hendo [Jordan Henderson] og strákarnir sögðu mér að hafa samband við þig á WhatsApp,“ sagði Klopp í skilaboðunum sem Akinfenwa deildi á Twitter. „Til hamingju! Ég er nokkuð viss um að þú hefur alltaf viljað vera a.m.k. B-deildarleikmaður og nú hefur það ræst. Vel gert. Frábær, frábær sigur. Jafnvel á þessum furðulegu tímum vona ég að þú fagnir við hæfi.“ Are u crazyyyyyyy the man, the myth, the legend sent me a Watsapp. Today can t get any better. Thank you Klopp #YNWA #Beast20 #BeastMode we did it #champHereWeCome pic.twitter.com/9RgiKZkYt2— daRealAAkinfenwa (@daRealAkinfenwa) July 13, 2020 Akinfenwa er mikill stuðningsmaður Liverpool og eftir að liðið varð Englandsmeistari mætti hann í Liverpool-treyju á æfingu Wycombe. Og var sektaður fyrir það. Fyrir fjórum árum mætti Akinfenwa í viðtal eftir að Wimbledon tryggði sér sæti í C-deildinni og sagðist vera atvinnulaus og hvatti stjóra til að hafa samband við sig á WhatsApp. Hann fór til Wycombe og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku B-deildina í fyrsta sinn í 133 ára sögu þess. Samningur Akinfenwas við Wycombe er að renna út og óvíst hvað tekur við hjá þessum skemmtilega framherja. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Fleiri fréttir Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Adebayo Akinfenwa, framherjinn stóri og stæðilegi, var í skýjunum eftir að Wycombe Wanderers tryggði sér sæti í ensku B-deildinni í fyrsta sinn með 2-1 sigri á Oxford United í gær. Akinfenwa óð á súðum í viðtali við Sky Sports eftir leikinn þar sem hann gat ekki leynt gleði sinni. - "Tell me what we did!? I don't think they heard you at the back!"@daRealAkinfenwa helped Wycombe into the Championship for the first time in their 133-year history, last night.Match report and highlights: https://t.co/B03FIn1rdWpic.twitter.com/mTL3D74CdS— Sky Sports (@SkySports) July 14, 2020 Þar hvatti Akinfenwa m.a. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, til að senda sér skilaboð. Og að sjálfsögðu gerði Þjóðverjinn það. „Halló, stóri maður. Til hamingju. Ég horfði á leikinn en sá ekki viðtalið eftir hann. Hendo [Jordan Henderson] og strákarnir sögðu mér að hafa samband við þig á WhatsApp,“ sagði Klopp í skilaboðunum sem Akinfenwa deildi á Twitter. „Til hamingju! Ég er nokkuð viss um að þú hefur alltaf viljað vera a.m.k. B-deildarleikmaður og nú hefur það ræst. Vel gert. Frábær, frábær sigur. Jafnvel á þessum furðulegu tímum vona ég að þú fagnir við hæfi.“ Are u crazyyyyyyy the man, the myth, the legend sent me a Watsapp. Today can t get any better. Thank you Klopp #YNWA #Beast20 #BeastMode we did it #champHereWeCome pic.twitter.com/9RgiKZkYt2— daRealAAkinfenwa (@daRealAkinfenwa) July 13, 2020 Akinfenwa er mikill stuðningsmaður Liverpool og eftir að liðið varð Englandsmeistari mætti hann í Liverpool-treyju á æfingu Wycombe. Og var sektaður fyrir það. Fyrir fjórum árum mætti Akinfenwa í viðtal eftir að Wimbledon tryggði sér sæti í C-deildinni og sagðist vera atvinnulaus og hvatti stjóra til að hafa samband við sig á WhatsApp. Hann fór til Wycombe og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku B-deildina í fyrsta sinn í 133 ára sögu þess. Samningur Akinfenwas við Wycombe er að renna út og óvíst hvað tekur við hjá þessum skemmtilega framherja.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Fleiri fréttir Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira