„Þessi ákvörðun er hneyksli“ Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2020 14:00 Jürgen Klopp og Jose Mourinho eru ekki hrifnir af niðurstöðu CAS. VÍSIR/GETTY Var gærdagurinn góður eða slæmur fyrir fótboltaheiminn? Pep Guardiola er á öndverðum meiði við Jürgen Klopp hvað skoðun á því varðar. José Mourinho segir ákvörðun alþjóða íþróttadómstólsins, um að draga til baka Evrópubann Manchester City en sekta samt félagið, algjört hneyksli. UEFA úrskurðaði í febrúar Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna meintra brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim úrskurði í gær og lækkaði jafnframt sekt City úr 30 milljónum evra í 10 milljónir evra. Þá sekt fær félagið fyrir að hafa ekki verið samvinnuþýtt í rannsókn málsins, sem snerist um það hvort að City hefði falið rekstrartap með peningum frá Sheikh Mansour, eiganda félagsins, í gegnum auglýsingasamninga. „Ég óska engum neins slæms en ég tel ekki að gærdagurinn hafi verið góður dagur fyrir fótboltann. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi eru góð hugmynd og voru settar til að verja liðin og keppnirnar, og félögin verða að gæta þess að peningarnir sem þau nota komi úr réttum áttum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag. „Ég kem frá Þýskalandi þar sem að kerfið er annað varðandi félögin, ekki þannig að þau séu í höndum eigenda, og á meðan að svo er þá koma ekki upp svona vandamál. Það er skýrt hvaðan peningarnir koma,“ sagði Klopp sem kvaðst þó ánægður með það að City yrði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Hvað mig sjálfan varðar þá er ég ánægður með að Manchester City spili í Meistaradeildinni því ef að liðið myndi spila 12 leikjum minna þá sé ég ekki að önnur lið í úrvalsdeildinni eigi möguleika.“ Klippa: Mourinho gagnrýndi ákvörðun CAS „Við ættum að fá afsökunarbeiðni“ Stjóri Tottenham var allt annað en hrifinn af niðurstöðu alþjóða íþróttadómstólsins. „Þessi ákvörðun er hneyksli því ef að City er saklaust þá ætti liðið ekki að fá 10 milljóna evru sekt. Ef að maður er ekki sekur þá á maður ekki að fá sekt. Ef að þeir eru sekir þá er ákvörðunin líka hneyksli og þeir hefðu átt að fá bann. Ég veit ekki hvort að Manchester City er sekt eða ekki en ákvörðunin er skandall hvort sem er,“ sagði Mourinho. Pep Guardiola hefur alltaf sagst sannfærður um sakleysi Manchester City.VÍSIR/GETTY Guardiola, stjóri City, var spurður út í ummæli Mourinho á blaðamannafundi: „Við ættum að fá afsökunarbeiðni. Ef að við hefðum gert eitthvað rangt þá myndum við auðvitað una þeirri niðurstöðu. Við höfum rétt á að verja okkur þegar við teljum okkur ekki hafa gert neitt rangt. Þetta var góður dagur fyrir fótboltann. Ef að við hefðum brotið reglurnar þá hefðum við fengið bann. Félagið trúði því að það hefði gert allt rétt og nú hafa dómararnir þrír sagt að svo sé. Fólkið sem sagði að við værum að ljúga og svindla skeytti engu um að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42 Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30 Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Var gærdagurinn góður eða slæmur fyrir fótboltaheiminn? Pep Guardiola er á öndverðum meiði við Jürgen Klopp hvað skoðun á því varðar. José Mourinho segir ákvörðun alþjóða íþróttadómstólsins, um að draga til baka Evrópubann Manchester City en sekta samt félagið, algjört hneyksli. UEFA úrskurðaði í febrúar Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna meintra brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim úrskurði í gær og lækkaði jafnframt sekt City úr 30 milljónum evra í 10 milljónir evra. Þá sekt fær félagið fyrir að hafa ekki verið samvinnuþýtt í rannsókn málsins, sem snerist um það hvort að City hefði falið rekstrartap með peningum frá Sheikh Mansour, eiganda félagsins, í gegnum auglýsingasamninga. „Ég óska engum neins slæms en ég tel ekki að gærdagurinn hafi verið góður dagur fyrir fótboltann. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi eru góð hugmynd og voru settar til að verja liðin og keppnirnar, og félögin verða að gæta þess að peningarnir sem þau nota komi úr réttum áttum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag. „Ég kem frá Þýskalandi þar sem að kerfið er annað varðandi félögin, ekki þannig að þau séu í höndum eigenda, og á meðan að svo er þá koma ekki upp svona vandamál. Það er skýrt hvaðan peningarnir koma,“ sagði Klopp sem kvaðst þó ánægður með það að City yrði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Hvað mig sjálfan varðar þá er ég ánægður með að Manchester City spili í Meistaradeildinni því ef að liðið myndi spila 12 leikjum minna þá sé ég ekki að önnur lið í úrvalsdeildinni eigi möguleika.“ Klippa: Mourinho gagnrýndi ákvörðun CAS „Við ættum að fá afsökunarbeiðni“ Stjóri Tottenham var allt annað en hrifinn af niðurstöðu alþjóða íþróttadómstólsins. „Þessi ákvörðun er hneyksli því ef að City er saklaust þá ætti liðið ekki að fá 10 milljóna evru sekt. Ef að maður er ekki sekur þá á maður ekki að fá sekt. Ef að þeir eru sekir þá er ákvörðunin líka hneyksli og þeir hefðu átt að fá bann. Ég veit ekki hvort að Manchester City er sekt eða ekki en ákvörðunin er skandall hvort sem er,“ sagði Mourinho. Pep Guardiola hefur alltaf sagst sannfærður um sakleysi Manchester City.VÍSIR/GETTY Guardiola, stjóri City, var spurður út í ummæli Mourinho á blaðamannafundi: „Við ættum að fá afsökunarbeiðni. Ef að við hefðum gert eitthvað rangt þá myndum við auðvitað una þeirri niðurstöðu. Við höfum rétt á að verja okkur þegar við teljum okkur ekki hafa gert neitt rangt. Þetta var góður dagur fyrir fótboltann. Ef að við hefðum brotið reglurnar þá hefðum við fengið bann. Félagið trúði því að það hefði gert allt rétt og nú hafa dómararnir þrír sagt að svo sé. Fólkið sem sagði að við værum að ljúga og svindla skeytti engu um að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42 Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30 Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42
Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30