„Þessi ákvörðun er hneyksli“ Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2020 14:00 Jürgen Klopp og Jose Mourinho eru ekki hrifnir af niðurstöðu CAS. VÍSIR/GETTY Var gærdagurinn góður eða slæmur fyrir fótboltaheiminn? Pep Guardiola er á öndverðum meiði við Jürgen Klopp hvað skoðun á því varðar. José Mourinho segir ákvörðun alþjóða íþróttadómstólsins, um að draga til baka Evrópubann Manchester City en sekta samt félagið, algjört hneyksli. UEFA úrskurðaði í febrúar Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna meintra brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim úrskurði í gær og lækkaði jafnframt sekt City úr 30 milljónum evra í 10 milljónir evra. Þá sekt fær félagið fyrir að hafa ekki verið samvinnuþýtt í rannsókn málsins, sem snerist um það hvort að City hefði falið rekstrartap með peningum frá Sheikh Mansour, eiganda félagsins, í gegnum auglýsingasamninga. „Ég óska engum neins slæms en ég tel ekki að gærdagurinn hafi verið góður dagur fyrir fótboltann. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi eru góð hugmynd og voru settar til að verja liðin og keppnirnar, og félögin verða að gæta þess að peningarnir sem þau nota komi úr réttum áttum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag. „Ég kem frá Þýskalandi þar sem að kerfið er annað varðandi félögin, ekki þannig að þau séu í höndum eigenda, og á meðan að svo er þá koma ekki upp svona vandamál. Það er skýrt hvaðan peningarnir koma,“ sagði Klopp sem kvaðst þó ánægður með það að City yrði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Hvað mig sjálfan varðar þá er ég ánægður með að Manchester City spili í Meistaradeildinni því ef að liðið myndi spila 12 leikjum minna þá sé ég ekki að önnur lið í úrvalsdeildinni eigi möguleika.“ Klippa: Mourinho gagnrýndi ákvörðun CAS „Við ættum að fá afsökunarbeiðni“ Stjóri Tottenham var allt annað en hrifinn af niðurstöðu alþjóða íþróttadómstólsins. „Þessi ákvörðun er hneyksli því ef að City er saklaust þá ætti liðið ekki að fá 10 milljóna evru sekt. Ef að maður er ekki sekur þá á maður ekki að fá sekt. Ef að þeir eru sekir þá er ákvörðunin líka hneyksli og þeir hefðu átt að fá bann. Ég veit ekki hvort að Manchester City er sekt eða ekki en ákvörðunin er skandall hvort sem er,“ sagði Mourinho. Pep Guardiola hefur alltaf sagst sannfærður um sakleysi Manchester City.VÍSIR/GETTY Guardiola, stjóri City, var spurður út í ummæli Mourinho á blaðamannafundi: „Við ættum að fá afsökunarbeiðni. Ef að við hefðum gert eitthvað rangt þá myndum við auðvitað una þeirri niðurstöðu. Við höfum rétt á að verja okkur þegar við teljum okkur ekki hafa gert neitt rangt. Þetta var góður dagur fyrir fótboltann. Ef að við hefðum brotið reglurnar þá hefðum við fengið bann. Félagið trúði því að það hefði gert allt rétt og nú hafa dómararnir þrír sagt að svo sé. Fólkið sem sagði að við værum að ljúga og svindla skeytti engu um að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42 Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Var gærdagurinn góður eða slæmur fyrir fótboltaheiminn? Pep Guardiola er á öndverðum meiði við Jürgen Klopp hvað skoðun á því varðar. José Mourinho segir ákvörðun alþjóða íþróttadómstólsins, um að draga til baka Evrópubann Manchester City en sekta samt félagið, algjört hneyksli. UEFA úrskurðaði í febrúar Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum vegna meintra brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, sneri þeim úrskurði í gær og lækkaði jafnframt sekt City úr 30 milljónum evra í 10 milljónir evra. Þá sekt fær félagið fyrir að hafa ekki verið samvinnuþýtt í rannsókn málsins, sem snerist um það hvort að City hefði falið rekstrartap með peningum frá Sheikh Mansour, eiganda félagsins, í gegnum auglýsingasamninga. „Ég óska engum neins slæms en ég tel ekki að gærdagurinn hafi verið góður dagur fyrir fótboltann. Reglurnar um fjárhagslega háttvísi eru góð hugmynd og voru settar til að verja liðin og keppnirnar, og félögin verða að gæta þess að peningarnir sem þau nota komi úr réttum áttum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag. „Ég kem frá Þýskalandi þar sem að kerfið er annað varðandi félögin, ekki þannig að þau séu í höndum eigenda, og á meðan að svo er þá koma ekki upp svona vandamál. Það er skýrt hvaðan peningarnir koma,“ sagði Klopp sem kvaðst þó ánægður með það að City yrði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Hvað mig sjálfan varðar þá er ég ánægður með að Manchester City spili í Meistaradeildinni því ef að liðið myndi spila 12 leikjum minna þá sé ég ekki að önnur lið í úrvalsdeildinni eigi möguleika.“ Klippa: Mourinho gagnrýndi ákvörðun CAS „Við ættum að fá afsökunarbeiðni“ Stjóri Tottenham var allt annað en hrifinn af niðurstöðu alþjóða íþróttadómstólsins. „Þessi ákvörðun er hneyksli því ef að City er saklaust þá ætti liðið ekki að fá 10 milljóna evru sekt. Ef að maður er ekki sekur þá á maður ekki að fá sekt. Ef að þeir eru sekir þá er ákvörðunin líka hneyksli og þeir hefðu átt að fá bann. Ég veit ekki hvort að Manchester City er sekt eða ekki en ákvörðunin er skandall hvort sem er,“ sagði Mourinho. Pep Guardiola hefur alltaf sagst sannfærður um sakleysi Manchester City.VÍSIR/GETTY Guardiola, stjóri City, var spurður út í ummæli Mourinho á blaðamannafundi: „Við ættum að fá afsökunarbeiðni. Ef að við hefðum gert eitthvað rangt þá myndum við auðvitað una þeirri niðurstöðu. Við höfum rétt á að verja okkur þegar við teljum okkur ekki hafa gert neitt rangt. Þetta var góður dagur fyrir fótboltann. Ef að við hefðum brotið reglurnar þá hefðum við fengið bann. Félagið trúði því að það hefði gert allt rétt og nú hafa dómararnir þrír sagt að svo sé. Fólkið sem sagði að við værum að ljúga og svindla skeytti engu um að fólk er saklaust uns sekt er sönnuð,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42 Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag. 13. júlí 2020 08:42
Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Manchester City fagnaði sigri á UEFA í gær og mun láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum. 14. júlí 2020 08:30