Solskjær segir að Chelsea fái ósanngjarnt forskot fyrir bikarleikinn við Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 08:00 Bruno Fernandes og félagar í liði Manchester United fá ekki mikla hvíld fyrir leikinn á móti Chelsea í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudaginn. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hjá Manchester United séu í betra formi en þeir hafa verið í mörg ár og þeir þurfa að sína það nú þegar liðið spilar fjóra mikilvæga leiki á næstu ellefu dögum. Ole Gunnar Solskjær ræddi formið á liði sínu á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United á móti Crystal Palace sem fer fram í kvöld. Solskjær segir að liðið sé að uppskera núna vegna æfingaferðarinnar til Perth sumarið 2019. „Við erum í formi, mjög góðu formi,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Ole Gunnar Solskjaer concerned about 'unfair' FA Cup semi-final scheduling | @TelegraphDucker https://t.co/YxIhnR23Kb— Telegraph Football (@TeleFootball) July 15, 2020 „Formið var stórmál undir lok síðasta tímabils því þá fannst okkur liðið ekki vera í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi og því fylgdu meiðsli. Við höfum ekki verið í slíkum vandræðum á þessu tímabili og okkar strákar hafa ekki verið í svona góðu formi áður,“ sagði Solskjær. Manchester United spilar fjóra leiki á næstu ellefu dögum, þrjá í deildinni og svo undanúrslitaleik enska bikarsins um næstu helgi. Manchester United mætir Chelsea í undaúrslitaleiknum á sunnudaginn og Ole Gunnar Solskjær er ekki ánægður með hvernig leikjadagskráin hjálpar Chelsea fyrir þann leik. Chelsea spilaði sinn leik í umferðinni á þriðjudaginn en leikur Manchester United fer ekki fram fyrr en í kvöld. Chelsea fær því fimm daga til að undirbúa sig fyrir bikarleikinn en United aðeins þrjá. Solskjaer criticises unfair fixture schedule which has handed Chelsea an extra 48 hours rest ahead of Sunday s FA Cup semi-final with Man Utd #MUFC #CFC https://t.co/NmKsx6HQs2— David McDonnell (@DiscoMirror) July 15, 2020 „48 klukkutímar skipta miklu máli á þessum tíma á leiktíðinni og við höfum ekki fjóra ása upp í erminni næstu tvær vikur. Við verðum bara að setja upp pókerandlitið og halda vel á spöðunum,“ sagði Solskjær. Manchester United er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni og Solskjær getur því ekkert hvílt menn í kvöld. United verður helst að vinna til að fylgja Chelsea og Leicester City eftir í baráttunni um tvö síðustu sætin inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hjá Manchester United séu í betra formi en þeir hafa verið í mörg ár og þeir þurfa að sína það nú þegar liðið spilar fjóra mikilvæga leiki á næstu ellefu dögum. Ole Gunnar Solskjær ræddi formið á liði sínu á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United á móti Crystal Palace sem fer fram í kvöld. Solskjær segir að liðið sé að uppskera núna vegna æfingaferðarinnar til Perth sumarið 2019. „Við erum í formi, mjög góðu formi,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Ole Gunnar Solskjaer concerned about 'unfair' FA Cup semi-final scheduling | @TelegraphDucker https://t.co/YxIhnR23Kb— Telegraph Football (@TeleFootball) July 15, 2020 „Formið var stórmál undir lok síðasta tímabils því þá fannst okkur liðið ekki vera í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi og því fylgdu meiðsli. Við höfum ekki verið í slíkum vandræðum á þessu tímabili og okkar strákar hafa ekki verið í svona góðu formi áður,“ sagði Solskjær. Manchester United spilar fjóra leiki á næstu ellefu dögum, þrjá í deildinni og svo undanúrslitaleik enska bikarsins um næstu helgi. Manchester United mætir Chelsea í undaúrslitaleiknum á sunnudaginn og Ole Gunnar Solskjær er ekki ánægður með hvernig leikjadagskráin hjálpar Chelsea fyrir þann leik. Chelsea spilaði sinn leik í umferðinni á þriðjudaginn en leikur Manchester United fer ekki fram fyrr en í kvöld. Chelsea fær því fimm daga til að undirbúa sig fyrir bikarleikinn en United aðeins þrjá. Solskjaer criticises unfair fixture schedule which has handed Chelsea an extra 48 hours rest ahead of Sunday s FA Cup semi-final with Man Utd #MUFC #CFC https://t.co/NmKsx6HQs2— David McDonnell (@DiscoMirror) July 15, 2020 „48 klukkutímar skipta miklu máli á þessum tíma á leiktíðinni og við höfum ekki fjóra ása upp í erminni næstu tvær vikur. Við verðum bara að setja upp pókerandlitið og halda vel á spöðunum,“ sagði Solskjær. Manchester United er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni og Solskjær getur því ekkert hvílt menn í kvöld. United verður helst að vinna til að fylgja Chelsea og Leicester City eftir í baráttunni um tvö síðustu sætin inn í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira