Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 19:00 Eiður Smári Guðjohnsen í Kaplakrika í dag. mynd/stöð 2 „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. Ólafur Kristjánsson hætti með FH í dag og hefur verið ráðinn þjálfari Esbjerg í Danmörku. Eiður, sem ekki hefur áður þjálfað félagslið en er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins, og Logi voru fljótir að bregðast við þegar tilboðið úr Kaplakrika barst. „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi. En þegar ég horfi á aðstæður, félagið og leikmannahópinn þá er nokkuð ljóst að það er mikið inni og margt hægt að bæta. Vonandi, með reynslunni hans Loga, minni þekkingu og okkar blöndu, náum við að fá það besta út úr liðinu,“ segir Eiður í Sportpakkanum á Stöð 2 en viðtalið má sjá hér að neðan. Horft á deildina með öðrum augum Eiður hefur fylgst vel með Pepsi Max-deild karla undanfarið enda verið aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins frá því í janúar 2019. „Ég hef horft á deildina kannski með öðrum augum – að fylgjast með strákunum sem eru gjaldgengir í U21-liðið. Mér fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig, að fá reynslu af því að vera í daglegu hlutverki. U21-liðið felur bara í sér tarnir, sem koma upp 5-6 sinnum á ári. Hérna fæ ég að kynnast því að vera í daglegum undirbúningi fyrir æfingar og leiki. Ég er virkilega spenntur fyrir fyrsta leik,“ segir Eiður. Aðspurður hvers stuðningsmenn FH megi vænta, með Eið og Loga í brúnni, svarar Evrópumeistarinn fyrrverandi: „Við munum gefa allt sem við höfum og miðla allri þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum. Skilaboðin verða skýr, og vonandi förum við að rjúka upp töfluna sem fyrst.“ Klippa: Sportpakkinn - Eiður Smári um nýja starfið FH Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. Ólafur Kristjánsson hætti með FH í dag og hefur verið ráðinn þjálfari Esbjerg í Danmörku. Eiður, sem ekki hefur áður þjálfað félagslið en er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins, og Logi voru fljótir að bregðast við þegar tilboðið úr Kaplakrika barst. „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi. En þegar ég horfi á aðstæður, félagið og leikmannahópinn þá er nokkuð ljóst að það er mikið inni og margt hægt að bæta. Vonandi, með reynslunni hans Loga, minni þekkingu og okkar blöndu, náum við að fá það besta út úr liðinu,“ segir Eiður í Sportpakkanum á Stöð 2 en viðtalið má sjá hér að neðan. Horft á deildina með öðrum augum Eiður hefur fylgst vel með Pepsi Max-deild karla undanfarið enda verið aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins frá því í janúar 2019. „Ég hef horft á deildina kannski með öðrum augum – að fylgjast með strákunum sem eru gjaldgengir í U21-liðið. Mér fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig, að fá reynslu af því að vera í daglegu hlutverki. U21-liðið felur bara í sér tarnir, sem koma upp 5-6 sinnum á ári. Hérna fæ ég að kynnast því að vera í daglegum undirbúningi fyrir æfingar og leiki. Ég er virkilega spenntur fyrir fyrsta leik,“ segir Eiður. Aðspurður hvers stuðningsmenn FH megi vænta, með Eið og Loga í brúnni, svarar Evrópumeistarinn fyrrverandi: „Við munum gefa allt sem við höfum og miðla allri þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum. Skilaboðin verða skýr, og vonandi förum við að rjúka upp töfluna sem fyrst.“ Klippa: Sportpakkinn - Eiður Smári um nýja starfið
FH Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32