Vélsmiður í Bolungarvík kallaði Ramsay aumingja Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2020 10:30 Finnbogi og Arndís Hjartardóttir hafa verið hjón í yfir fimmtíu ár og búa saman í Bolungarvík. MYND/ARNDÍS HJARTARDÓTTIR OG GETTY „Maðurinn kom bara og vildi fá að smakka hákarl,“ segir Finnbogi Bernódusson sem hefur í áratugi verið vélsmiður í Bolungarvík en breski kokkurinn Gordon Ramsay hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum við tökur á matreiðsluþætti. Ísfirðingar hafa séð kokkinn víðfræga á ferli um götur bæjarins og sömuleiðis fjölmennt tökulið sem fylgir þessum þekkta matreiðslumanni. „Ég er nú ekki vanur þessum nútíma gúrme matarræði og vil annað hvort hafa þetta kæst eða súrt og vel höndlað upp á gamla mátann. Það er svona óðum að hverfa öll kunnátta í því og líka væntumþykja um þessa bragðtegund. Það er bara pítsan og pasta og hvað þetta helvíti heitir allt saman,“ segir Finnbogi og skellihlær. Ramsey hefur einnig kynnt sér veitingahús bæjarins, meðal annars skolaði hann niður kökusneið með kaffi á ísfirska kaffihúsinu Heimabyggð. Þá sást einnig til hans veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði og svo kíkti hann í heimsókn til Finnboga sem er maður af gamla skólanum. Hann gaf Ramsey hákarl. „Það var nú ekkert hægt að misskilja hans viðbrögð. Það var eins og hann hafi étið óðs manns skít kallgreyið. Hann hrækti þessu út og vildi fá að skola þessu niður með íslensku brennivíni. Þá tók ekkert betra við og ég sagði bara við hann, þú ert aumingi. Þetta væri hákarl fyrir fimm ára og ég vildi ekki gefa honum sterkari,“ segir Finnbogi léttur. Þetta þurfti hann að heyra „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ segir Finnbogi en allt saman var þetta tekið upp. Finnbogi fékk síðan boð í veislu sem Ramsey stóð fyrir fyrir vestan. „Ég lenti nú í veislu hjá honum í gær og þar var skelfiskur og tveir Michelin kokkar, hann og einhver íslenskur Michelin kall sem ég man nú ekki hvað heitir. Þeir gerðu það vel og alveg ljómandi hjá þeim köllunum. Það var virkilega gaman að kynnast þeim aðeins og sjá hvernig þeir skila sinni afurð frá sér. Það er hægt að fyrirgefa kallinum það þó að hann hafi ekki líkað við hákarladjöfulinn. Góður vinur minn hérna á Ísafirði kafaði eftir allskonar skel fyrir þá og þeir elduðu það og það með þvílíkum ágætum.“ Finnbogi segir að Ramsey sé sannarlega maður sem kann sitt fag. „Hann er bara svolítið óheflaður en þá hitti skrattinn ömmu sína þegar ég gaf honum hákarlinn.“ Gordon Ramsay er tíður gestur á Íslandi og hefur áður tekið upp efni hér á landi fyrir þætti sína. Íslandsvinir Bolungarvík Sjávarútvegur Matur Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira
„Maðurinn kom bara og vildi fá að smakka hákarl,“ segir Finnbogi Bernódusson sem hefur í áratugi verið vélsmiður í Bolungarvík en breski kokkurinn Gordon Ramsay hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum við tökur á matreiðsluþætti. Ísfirðingar hafa séð kokkinn víðfræga á ferli um götur bæjarins og sömuleiðis fjölmennt tökulið sem fylgir þessum þekkta matreiðslumanni. „Ég er nú ekki vanur þessum nútíma gúrme matarræði og vil annað hvort hafa þetta kæst eða súrt og vel höndlað upp á gamla mátann. Það er svona óðum að hverfa öll kunnátta í því og líka væntumþykja um þessa bragðtegund. Það er bara pítsan og pasta og hvað þetta helvíti heitir allt saman,“ segir Finnbogi og skellihlær. Ramsey hefur einnig kynnt sér veitingahús bæjarins, meðal annars skolaði hann niður kökusneið með kaffi á ísfirska kaffihúsinu Heimabyggð. Þá sást einnig til hans veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði og svo kíkti hann í heimsókn til Finnboga sem er maður af gamla skólanum. Hann gaf Ramsey hákarl. „Það var nú ekkert hægt að misskilja hans viðbrögð. Það var eins og hann hafi étið óðs manns skít kallgreyið. Hann hrækti þessu út og vildi fá að skola þessu niður með íslensku brennivíni. Þá tók ekkert betra við og ég sagði bara við hann, þú ert aumingi. Þetta væri hákarl fyrir fimm ára og ég vildi ekki gefa honum sterkari,“ segir Finnbogi léttur. Þetta þurfti hann að heyra „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ segir Finnbogi en allt saman var þetta tekið upp. Finnbogi fékk síðan boð í veislu sem Ramsey stóð fyrir fyrir vestan. „Ég lenti nú í veislu hjá honum í gær og þar var skelfiskur og tveir Michelin kokkar, hann og einhver íslenskur Michelin kall sem ég man nú ekki hvað heitir. Þeir gerðu það vel og alveg ljómandi hjá þeim köllunum. Það var virkilega gaman að kynnast þeim aðeins og sjá hvernig þeir skila sinni afurð frá sér. Það er hægt að fyrirgefa kallinum það þó að hann hafi ekki líkað við hákarladjöfulinn. Góður vinur minn hérna á Ísafirði kafaði eftir allskonar skel fyrir þá og þeir elduðu það og það með þvílíkum ágætum.“ Finnbogi segir að Ramsey sé sannarlega maður sem kann sitt fag. „Hann er bara svolítið óheflaður en þá hitti skrattinn ömmu sína þegar ég gaf honum hákarlinn.“ Gordon Ramsay er tíður gestur á Íslandi og hefur áður tekið upp efni hér á landi fyrir þætti sína.
Íslandsvinir Bolungarvík Sjávarútvegur Matur Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira