Getum við Íslendingar haft jákvæð áhrif á áfangastaðinn til framtíðar? Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 17. júlí 2020 12:30 Í COVID19 hafa verið miklar umræður um áfangastaði og framtíðarþróun þeirra. Ferðaþjónusta mun í framtíðinni verða áfram mikilvæg fyrir efnahagslífið hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum heimsins. Flestir áfangastaðir hafa í dag sjálfbærni að leiðarljósi þar sem umhverfi, samfélag og efnahagur er í forgrunni. Í þeirri stefnu eru íbúar landsins, einir mikilvægustu hagaðilarnir. Sjálfbærni og ferðaþjónusta Sjálfbærni í ferðaþjónustu felst m.a. í því að hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaðarins. Ásamt því að tryggja jákvæða þróun fyrir íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa – hvort sem það eru innlendir eða erlendir ferðamenn. Í því felst að eiga samtal við hagaðilana um gildi og þróun áfangastaðarins sem staðar til þess að ferðast, búa og vinna. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á. Hagaðilar þurfa að vera sáttir við hvernig áfangastaðurinn er kynntur og markaðssettur í samræmi við þá uppbyggingu og ímynd sem vilji er til að standa fyrir. Mikil umræða var um offjölgun ferðamanna fyrir COVID19 á Íslandi og Íslendingar að einhverju leiti orðnir neikvæðir gagnvart atvinnugreininni. Þetta er oft á tíðum vegna þess að ekki hefur verið samtal um hvernig áfangastað eigi að byggja upp hvort sem það er Ísland allt eða einstaka landshlutar. Ábyrg ferðahegðun var einnig mikið til umfjöllunar og hvernig eigi að koma fram af virðingu við landið. Íslendingar sem ferðamenn Nú er komið fram á mitt sumar og við Íslendingar erum að njóta þess að ferðast um landið. Margir eru að upplifa Ísland sem ferðamannaland á nýjan máta eftir hraða fjölgun ferðamanna síðustu ára. Íslensk ferðaþjónusta hefur staðið sig gríðarlega vel í því að bregðast við breyttum aðstæðum og horft til innlendra ferðamanna – nánast í fyrsta skipti - með flottum tilboðum og markaðs- og kynningarefni um allt land. Um 90% Íslendinga sögðust í byrjun sumarsins ætla að ferðast um Ísland í sumar. Við vitum þó að ferðalög Íslendinga munu aldrei vega upp á móti þeim gríðarlega fjölda ferðamanna sem koma hingað fyrir COVID19. Í sumar erum þó margir ef til vill að fara eilítið til upprunans í ferðalögum og aðrir að sjá landið með nýjum augum. Nú er því tækifæri fyrir Íslendinga sem ferðamenn að velta fyrir sér hvernig Ísland eigi að þróast sem áfangastaður hvort sem það er fyrir erlenda ferðamenn eða okkur sjálf. Ferðamenn sem sögumenn Ferðamenn eru mikilvægir sögumenn þegar kemur að því að kynna áfangastaði og verða sífellt mikilvægari með tilkomu samfélagsmiðla, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda ferðamenn. Það að deila sögum af áfangastöðum, upplifun og því sem staðurinn hefur fram að færa getur jafnframt haft áhrif á þróun áfangastaðarins – bæði neikvæð og jákvæð áhrif. Ég tel að við Íslendingar getum verið gríðarlega mikilvægir sögumenn fyrir okkar eigið land og höfum ef til vill vanmetið það síðustu ár. Við eigum að hafa skoðun á því hvernig landið okkar er kynnt og við eigum að taka þátt í því að vilja kynna landið okkar. Jákvæð áhrif á áfangastaðinn? Við ættum að nota tækifærið og deila góðum sögum á samfélagsmiðlum, sögum sem sýna þau gildi sem við viljum standa fyrir, hvert og hvernig við ferðumst um landið okkar og hvað við kjósum að gera á okkar ferðalögum. En hver er betri og hefur meiri skoðun á því hvernig við viljum að áfangastaðurinn sé, hvernig hann þróist á sjálfbæran máta og hvað sé viðeigandi ábyrg ferðahegðun? Hver veit meira um hvernig á að bera eigi virðingu fyrir náttúrunni? Við sjálf? Eða hvað? Ég tel að við höfum öll sögu að segja, góðar og áhugaverðar sögur. Sögur sem geta haft jákvæð áhrif á það hvernig áfangastaðurinn Ísland þróast í framtíðinni og eftir COVID19. Sögur af stöðum og upplifunum sem við viljum segja umheiminum. Með því getur myndast betri skilningur milli hagaðila þegar kemur að sjálfbærni áfangastaðarins. Þannig tökum við íbúar landsins líka öll þátt og höfum jákvæð áhrif á áfangastaðinn Ísland til framtíðar – eitt skref til meiri sjálfbærni. Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í COVID19 hafa verið miklar umræður um áfangastaði og framtíðarþróun þeirra. Ferðaþjónusta mun í framtíðinni verða áfram mikilvæg fyrir efnahagslífið hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum heimsins. Flestir áfangastaðir hafa í dag sjálfbærni að leiðarljósi þar sem umhverfi, samfélag og efnahagur er í forgrunni. Í þeirri stefnu eru íbúar landsins, einir mikilvægustu hagaðilarnir. Sjálfbærni og ferðaþjónusta Sjálfbærni í ferðaþjónustu felst m.a. í því að hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaðarins. Ásamt því að tryggja jákvæða þróun fyrir íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa – hvort sem það eru innlendir eða erlendir ferðamenn. Í því felst að eiga samtal við hagaðilana um gildi og þróun áfangastaðarins sem staðar til þess að ferðast, búa og vinna. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á. Hagaðilar þurfa að vera sáttir við hvernig áfangastaðurinn er kynntur og markaðssettur í samræmi við þá uppbyggingu og ímynd sem vilji er til að standa fyrir. Mikil umræða var um offjölgun ferðamanna fyrir COVID19 á Íslandi og Íslendingar að einhverju leiti orðnir neikvæðir gagnvart atvinnugreininni. Þetta er oft á tíðum vegna þess að ekki hefur verið samtal um hvernig áfangastað eigi að byggja upp hvort sem það er Ísland allt eða einstaka landshlutar. Ábyrg ferðahegðun var einnig mikið til umfjöllunar og hvernig eigi að koma fram af virðingu við landið. Íslendingar sem ferðamenn Nú er komið fram á mitt sumar og við Íslendingar erum að njóta þess að ferðast um landið. Margir eru að upplifa Ísland sem ferðamannaland á nýjan máta eftir hraða fjölgun ferðamanna síðustu ára. Íslensk ferðaþjónusta hefur staðið sig gríðarlega vel í því að bregðast við breyttum aðstæðum og horft til innlendra ferðamanna – nánast í fyrsta skipti - með flottum tilboðum og markaðs- og kynningarefni um allt land. Um 90% Íslendinga sögðust í byrjun sumarsins ætla að ferðast um Ísland í sumar. Við vitum þó að ferðalög Íslendinga munu aldrei vega upp á móti þeim gríðarlega fjölda ferðamanna sem koma hingað fyrir COVID19. Í sumar erum þó margir ef til vill að fara eilítið til upprunans í ferðalögum og aðrir að sjá landið með nýjum augum. Nú er því tækifæri fyrir Íslendinga sem ferðamenn að velta fyrir sér hvernig Ísland eigi að þróast sem áfangastaður hvort sem það er fyrir erlenda ferðamenn eða okkur sjálf. Ferðamenn sem sögumenn Ferðamenn eru mikilvægir sögumenn þegar kemur að því að kynna áfangastaði og verða sífellt mikilvægari með tilkomu samfélagsmiðla, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda ferðamenn. Það að deila sögum af áfangastöðum, upplifun og því sem staðurinn hefur fram að færa getur jafnframt haft áhrif á þróun áfangastaðarins – bæði neikvæð og jákvæð áhrif. Ég tel að við Íslendingar getum verið gríðarlega mikilvægir sögumenn fyrir okkar eigið land og höfum ef til vill vanmetið það síðustu ár. Við eigum að hafa skoðun á því hvernig landið okkar er kynnt og við eigum að taka þátt í því að vilja kynna landið okkar. Jákvæð áhrif á áfangastaðinn? Við ættum að nota tækifærið og deila góðum sögum á samfélagsmiðlum, sögum sem sýna þau gildi sem við viljum standa fyrir, hvert og hvernig við ferðumst um landið okkar og hvað við kjósum að gera á okkar ferðalögum. En hver er betri og hefur meiri skoðun á því hvernig við viljum að áfangastaðurinn sé, hvernig hann þróist á sjálfbæran máta og hvað sé viðeigandi ábyrg ferðahegðun? Hver veit meira um hvernig á að bera eigi virðingu fyrir náttúrunni? Við sjálf? Eða hvað? Ég tel að við höfum öll sögu að segja, góðar og áhugaverðar sögur. Sögur sem geta haft jákvæð áhrif á það hvernig áfangastaðurinn Ísland þróast í framtíðinni og eftir COVID19. Sögur af stöðum og upplifunum sem við viljum segja umheiminum. Með því getur myndast betri skilningur milli hagaðila þegar kemur að sjálfbærni áfangastaðarins. Þannig tökum við íbúar landsins líka öll þátt og höfum jákvæð áhrif á áfangastaðinn Ísland til framtíðar – eitt skref til meiri sjálfbærni. Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun